Wednesday, May 31, 2006

Það sem ég þoli ekki !!!!

Ég þoli ekki að vera reið.... og ég finn hvað ég verð rosalega oft reið hérna í vinnunni ! Spurning er ekki komin tími á að fara að skipta um vinnu ? Ég held það, ég held að ég þurfi gjörsamlega algjörlega breytingu á mínu lífi núna. Er t,d, heilbrigt að langa í allt annað en maður hefur ? Ekki það ég á yndislega dóttur og fjölskyldu og bestu vini sem nokkur getur nokkurn tíma eignast og ég mundi aldrei skipta þeim út fyrir lífið... en ég er ekki sátt ? Og það þoli ég ekki heldur. Ég vil ekki verða ein af þeim sem mætir í vinnuna af því að ég þarf að vinna, ég vil ekki vera áskrifandi af launaseðlinum mínum. Skiljiði mig ?

Þannig að nú er komin tími á breytingar, ég þarf að fara í sjálfskoðun og ákveða hvað það er sem ég vill, ég er að verða 32 ára og á að fara að vita hvað ég vil og láta verða að því .... sammála ??

Ég læt vita þegar ég er búin að komast að því hver ég er og hvað ég ætla mér ;o)
En þangað til þá, hafiði það gott og Begga ég vona að þú sért öll að koma til af því að laugardagurinn verður skemmtilegur eftir klukkan 16:00 ;o)
Hlakka til þá all of you.
Heyrumst ;o)

Wednesday, May 24, 2006

Og ég held leitinni áfram ......

Ég ætlaði nú að fjalla um þrif og svona á þessari síðu, til að kenna ykkur börnin mín að hafa fallegt í kringum ykkur, en ég nenni því ekkert ég fann mér miklu skemmtilegra umræðuefni. !! Karlmenn !! Ég held að við eigum aldrei eftir að skilja þá og þeir aldrei okkur og eiginlega er ég dauðfegin.... En ég er samt ennþá að reyna að botna í þeim, ég veit að sumar ykkar hafa algjörlega gefist upp, en ég er ekki til í það ennþá.

Fyndið atvik í gær t.d. ég var í heimsókn hjá vinkonu minni henni Sirrý og auðvitað var ég líka í heimsókn hjá Svenna ;o) Nema hvað við vorum að horfa á Prison Break (ég held ég hafi aldrei verið svona spennt yfir neinu í sjónvarpi - fyrr né síðar) og þar sem litli Sölvi vaknaði til að fá sér sopa tókum við okkur smá pásu og við Svenni sátum þarna í svona góðar 10 mín að bíða eftir Sirrý og ég var orðin svo spennt að ég var að missa hland og fór því og losaði... notaði tímann sjáiði (praktíska ég) en svo kom Sirrý til baka tilbúin í átökin og þá hljóp Sveinn á klósettið !!! Hvað er það ?? Við vorum búin að bíða og bíða og þurftum svo að bíða lengur !! Þannig að nú kemur mín spurning !!! Af hverju bíða karlmenn með allt fram að síðustu mínútu.. eða heldur sekúndu ??

Og Svenni minn þar sem þú ert minn nánasti karlmaður fyrir utan Smára og bræður mína þá bara lendir þú í því að ég segi sögur af þér ljúfurinn... en ég er samt ekkert að segja að þú sért einn svona sko !!! Þið eruð allir eins, ljúfurinn ;o) Þú ert bara skemmtilegastur hahahaha

En svona til að byggja hann líka upp, þá er hann ljúfasti maður í heimi og gerir allt fyrir mig og mína litlu dömu .... takk Svenni minn, þú ert yndi ;o)

Einu sinni bjó ég líka hjá þeim skötuhjúm ;o) Það var mjög gaman og er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma. En það var ógeðslega fyndið að Svenni sá fyrir sér sældarlíf með tvær konur til að hugsa um sig hehe.... ein sem þreif eins og geðveik og hin eldar betur en Martha Stewart og til samans erum við hin fullkomna húsmóðir (fyrir utan baksturinn - en ég held að hann sé að koma) Svenni var í himnaríki....... eða þangað til eitthver sagði við hann " Já en þú færð þá tvöfalt tuð " Og gleðivíman rann af honum í einum hvelli, ég held að ég hafi og geri enn " tuða meira í honum en hans eigin kona "´

Ég er að fara í dag að sækja litlu lúllu mína, hún er að koma úr Bjarkarlundi þar sem hún er búin að vera síðan á mánudaginn með skólanum. Ótrúlega dugleg... það eina sem skipti máli var að taka með einnota myndavél, mig hlakkar mikið til að sjá myndirnar, en greyin eru búin að lenda í mjög leiðinlegu veðri og þurftu að leika sér inni í íþróttahúsinu í dag. Mig hlakkar svo til að sækja hana, dagarnir eru búnir að vera ósköp einmannalegir, en ég hellti mér í vinnu í staðinn sem var svo sem ágætt... en jæja nú er ég búin..
Heyrumst

Tuesday, May 16, 2006

Ég er meðlimur nr 111

Já góðir hálsar ég er komin í Golfklúbb ? Hef aldrei spilað golf á ævinni en hef einu sinni farið í Bása og skotið af pöllunum þar ;o) Já nú held ég að ég ætli að gerast golfari, föður mínum og konu hans örugglega til mikillar gleði...... þau eru á milljón í þessu og líka Eva systir og hennar familía þannig að ég get kannski farið að taka þátt í golf umræðunni í fjölskylduboðum. Ég var samt að spá í hvort ég gæti ekki bara farið að búa til nýja golf tísku þar sem mín mætti í támjóum og berfætt í bása um daginn, myndarlegi golfkennarinn var allavega mjög hrifin og stelpurnar horfðu á mig grænar af öfund hehehe það er bara erfitt að líkjast mér dömur mínar ;o)

Annars erum ég og Katrín búnar að velta mikið fyrir okkur hvar er hægt að hitta karlmenn í dag ?? Já hvar ? Ef eitthver veit það þá segiði mér hvar þeir eru. En við tókum samt þessa fínu ákvörðun áðan, við ætlum að fara að ná okkur í mótorhjólapróf og skotleyfi og þeysast um landið á fínu hjólunum okkar með riffla á bakinu hehe við hljótum að vekja eitthverja athygli þá og finnum okkur kannski svona "rednecks" hahaha

En ég er alveg búin að sjá að góðu mennirnir sem við erum að leyta að þeir hanga ekki á skemmtistöðum ónei þar eru allir 23 ára og yngri og ég hef ekki enn fundið áhuga á þeim þó svo að tvær sem ég þekki (nefni engin nöfn, en þið vitið hverjar þið eruð) hafi mikinn áhuga á ungum folum ;o) Og enn betra ef þeir koma frá Hveragerði hahaha, Ekki eru menn á bókasöfnum nei þar hanga bara gamalmenni og mæður sem eru að reyna að koma eitthverju viti fyrir börnin sín og þykjast lesa þau í svefn á hverju kvöldi.... þær eru ekki enn búnar að fatta hljóðdiskana sem mér finnst by the way alveg brilliant, mín dama sofnar við skemmtilega sögu á hverju kvöldi.
Já áfram með mennina, ekki eru þeir á kaffihúsum á virkum dögum t.d. því þar eru bara rónar og konur sem vilja vera í saumaklúbbum, nema nottulega Begga hún er með lögheimili á Cafe Aroma. Sem er ekki svo slæmt því ef eitthver vill finna hana þá getur hann/hún bara farið þangað....

Þannig að nú óska ég eftir upplýsingum þið sem vitið hvar allir góðu mennirnir mínir eru, látiði mig vita. Ég vill einn sem er í kringum 30 ekki mikið yngri og ekki mikið eldri, en hann verður helst að kunna smíða, flísaleggja, pípuleggja, múra og leggja rafmagn hehe og spila á gítar og má eiga fínan bíl og annan sætan handa mér hehe finnst ykkur maður gera miklar kröfur.
En ég er búin að ákveða ég ætla að halda svona singles partí í haust og það verður 25 ára aldurstakmark.... sorrý vinkona folinn úr Hveragerði kemst ekki inn hehehehe
Finnst ykkur ég nokkuð hljóma eins og ég sé farin að örvænta.... ja hvað gerir maður langt komin í 32 ára aldurinn .......
Verður maður ekki að halda áfram að vinna ?
Heyrumst

Monday, May 15, 2006

Ég gleymdi einu .....

Begga mín, ljósið mitt ;o)

Til hamingju með daginn, við sjáumst í undankeppninni á fimmtudaginn.
Þú verður að vera búin að kaupa grill þá !!!
Heyrumst

Ekki mikið um ástir hjá mér ;o)

This Is My Life, Rated
Life:
5.3
Mind:
4.3
Body:
5.5
Spirit:
5.8
Friends/Family:
5.4
Love:
0
Finance:
6.6
Take the Rate My Life Quiz

Ég held ég þurfi að fara að taka mig eitthvað á í þessum ástarmálum hehe ekki gott að vera á núlli eller !!!

Bæ í biliiiiii

Saturday, May 13, 2006

Íslenskir karlmenn .....

eru sko alls engar gungur ..... eða hvað ??

Ég er alveg búin að sjá það að það hafa allir okkar kraftar farið í að ala upp stelpur og gera þær sterkar og ákveðnar og að þær geta gert allt sem karlmenn geta.. og allt það. Ekki það mér finnst það mjög fínt sko... en við gleymdum strákunum okkar !! Þeir eru flestir óalandi, dónalegir og frekir. Ég fann svo mikinn mun á strákum útí Köben og hér heima, þeir eru svo kurteisir þarna úti, þeir hleypa manni fram hjá sér, halda hurðum opnum og ef þeir rekast utan í mann biðjast þeir afsökunar.. en hér heima. Sko maður er bara heppin ef að þeir hreyta ekki eitthverju í mann ef maður labbar of nálægt þeim. Ég hef nú alveg lent í því að vera kölluð feit belja sko !!! Og þegar maður er ekki alveg tipp topp þið vitið 90 - 60 - 90 ljóst hár og bleikar varir þá fær maður alveg að heyra það.

En hvað er til bragðs að taka ?? Ég bið ykkur mæður sem eigið litla saklausa drengi aliði þá upp þannig að þeir læri að bera virðingu fyrir öllu og öllum. Ekki það auðvitað eiga öll börn að vera þannig upp alinn að þau beri virðingu fyrir hvort öðru. En mér finnst þetta bara alveg skelfilegt hvernig menn og strákar geta látið en ég held að þetta sé okkur sjálfum að kenna, af því að við gleymdum þeim í því að byggja upp stelpurnar. Þannig að ég legg til að það verði núna átak í að gera strákana okkar góða og ljúfa svo stúlkurnar okkar fái nú góða menn hehehe

Ég nefnilega labbaði aðeins upp Laugarveginn og þar labbaði maður á mig og ég er að segja það hann ætlaði í gegnum mig, ef ég hefði ekki vikið frá honum hefði hann gengið mig niður. Svo leit hann ekki einu sinni við eða baðst afsökunar eða neitt og ég í sjokki mínu gapti bara með hökuna langt niðrá hné... ég veit alveg að þó ég sé smá ;o) þá er ég ekki svo smá að hann hefði bara hreinlega ekki séð mig eða haldið að ég væri bara eitthver gufa hahahaha.

Nú eru allir að undirbúa eitthver Eurovision partí, ég ætla til Beggu vinkonu og þar á að vera 80´s þema og hún búin að láta mömmu sína sauma eitthvað agalegt dress á sig, ég bara hef ekki minnstu hugmynd í hvað ég ætti að fara í, það væri alveg ótrúlega auðvelt að kaupa eitthvað en ég verð bara að segja að ég tími hreinlega ekki að splæsa í 80´s dress fyrir eina kvöldstund og ég er alveg búin að kíkja í nokkrar búðir þar sem er verið að selja svona gömul dress og kostnaðurinn er all svakalegur....
Þannig að allar hugmyndir eru vel þegnar takk ;o)
Jæja nú ætla ég að halda áfram að hjálpa Íslendingum að horfa á stöð 2
Heyrumst

Thursday, May 11, 2006

Ég þarf tölvu heim ......

Sko það er alveg vonlaust að reyna að blogga þegar maður er ekki með aðgang heima, það er svo ógeðslega mikið að gera í vinnunni að ég hef ekki einu sinni getað kíkt á mbl síðustu daga !!! Þetta er bara glatað sko ;o)

En já meira var það ekki hehe.... er að fara í golf hahah já ég er að fara í golf til að athuga hvort ég geti eitthvað í því. Kannski ég fái þá bakteríu, annars er ég græn af öfund útí hana mömmu mína hún var að fá splunkunýtt mótorhjól í gær ógeðslega flott og nú langar mig í svoleiðis og taka próf og verða svakaskutla á mótorhjóli.... kannski er prins minna drauma eitthverstaðar á fáki þarna úti ;o)

Anyway nú bíð ég bara eftir sveininum með tölvuna heim til mín hahahaha
Heyrumst fljótlega með mínar dýpstu hugsanir.

Sunday, May 07, 2006

Það er lasin lykt heima hjá mér ......

jæja nú er maður að reyna að rísa á fætur !! Mætti spræk í vinnuna í morgun og hugsaði það verður rólegt að gera af því að veðrið er svo gott og allir sjónvarpssjúklingar drífa sig í sund eða í göngutúr í Heiðmörk !! Nei nei, það er brjálað að gera ! Og ég er svona - langt frá því að spyrja fólk af hverju í ósköpunum það er ekki að njóta þess að vera í fríi og að njóta þess að veðrið sé bara yndislegt.. ég bara skil ekki...

Ég verð nú að koma því að að mér er búið að leiðast alveg svakalega mikið síðustu daga, búin að hanga uppí rúmi sárlasin síðan á fimmtudaginn ! Ég meira að segja gat ekki sett í þvottavél fyrr en í gær, og þá er ég lasin ef ég næ ekki að þrífa heimilið áður en ég leggst í veikindi. Ég hef sjaldan vorkennt sjálfri mér eins mikið og búin að horfa á svo mikið af kellingamyndum að ég er orðin sýrð af happy ever after sögum !!! Svo þegar ég horfði á The wedding planer og öskraði á J-Lo " Það endar engin saga svona" ákvað ég að reyna að vakna uppúr fýlunni og reif mig í sturtu, verð nú að segja að blessuð sturtan hressir mann alltaf við....dreif mig til mömmu og Smára í grillaða kjöt veislu og vel hvítlaukslagaða karföflu verð að segja að það hressti mig líka við.

En Köben ferðin var mjög vel heppnuð það var bara gaman og ég er að vinna með ógisslega skemmtilegu fólki, auðvitað fylgdi smá drama með sem ég ætla ekkert að fara að tala um hér en ég meina hvað er helgarferð til Köben án drama... ja maður spyr sig !!
En það var verslað og borðað og drukkið og ó já það var drukkið, ég held ég hafi sjaldan innbyrgt eins mikið áfengi á eins fáum dögum ... sko góð verslunarmannahelgi toppar ekki drykkina sem fóru inn fyrir mínar varir þessa fjóra daga !! Fyndið hvað maður verður minna þunnur þegar maður er í útlöndum og í útilegum !!! Hvað er það ??

Svo heimsótti ég lækninn á miðvikudagsmorguninn og vitiði hvað !!! Ég er hársbreidd frá því að fá áunna sykursýki 2 !!! Já gott fólk nú er mín komin í ekki borða sykur átak - ég ætla ekki að fá sykursýki, svo fékk ég pillur útaf eggjastokkablöðruheilkenninu (já ég er með heilkenni) og þær gera mann listalausan og manni langar minna í sætt þannig að ég er sátt við það og hef ekki langað í neitt sætt síðan á fimmtudaginn .... það kannski hefur eitthvað að segja að ég sé búin að vera lasin, en það er átak á Eskiholtinu skal ég bara segja..... ég er bara nógu sæt og þarf ekkert að bæta á mig sætindum hehehe... og ekki sakar að kílóin kannski bara fara að fjúka.. gvuð ég vona það ...

Þannig að ég er bara kát í dag, ætla að kíkja í kaffi til Beggu vinkonu eftir vinnu þar sem hún er að halda uppá afmæli prinsessunnar á heimilinu, til hamingju með daginn Beta mín ;o) Og takiði eftir ég fæ mér þá bara einn heitann rétt, enga súkku köku sko !! hehehe
Hafiði það gott
Heyrumst ;o)