Monday, April 16, 2007

Ég er þvílíkur "dítektiv"

Ég er búin að leysa sílamálið mikla.... og heimilið og heimurinn auðvitað anda léttar. Það er sem sagt ekki gæludýraþjófur í Garðabænum.... heldur bara fullt af sjálfstæðismönnumm hahaha.

Nema hvað, ég var að tína rusl í garðinum í gær og þar á meðal að setja gamla sundlaug í sorpu sem ég keypti hérna um árið þegar kom einn sólardagur í sumarfríinu mínu og börnin fengu að koma til mín í sund í fína garðinum !! Fann ég ekki kökuformið sem sílin voru í liggjandi ofan á sundlauginni. Og notturulega engin síli, þau lágu um alla stétt eins og þau biðu eftir að vera smurð oná brauð, og þá mundi ég skyndilega eftir einni mikilli stormanótt núna um daginn og þeir sem hafa komið heim til mín í óveðri vita hvernig bilur myndast þarna fyrir utan hjá mér í roki, þannig að rokið hefur hrifið blessuð sílin með sér og dreift þeim um alla stétt og drepið þau ! En mikið andaði ég léttar þegar ég sá þetta.

En í tiltektinni í gær þá komu foreldrar mínir á sínum sendibíl til að fara í sorpu með skápinn minn fyrir mig í Góða Hirðinn, ég ótrúlega kát að vera laus við skápinn og auðvitað að gefa af mér útí samfélagið. Fékk prik á himnum og held ég sé alveg komin vel í mjúkin hjá þeim þarna uppi, (hjálpaði nefnilega gamalli konu um daginn líka, en það er önnur saga) Nema hvað, að þegar mamma og Smári koma í Sorpu þá segir dúddin sem vinnur þar að gámurinn sé bara fullur og þau geti komið aftur seinna eða bara hent skápnum í eitthvað af gámunum sem tekur viðarendurvinnsludót !!!!!!! Ja hérna.... ég átti bara ekki til orð, þannig að skápurinn er komin í urðun og ég gaf ekki neitt af mér útí samfélagið, en hugsunin um að ég ætlaði að gefa útí samfélagið gaf mér samt prik til himna og ég fer þangað bara samt.

Guð veri með ykkur og lýsi ykkar leið.
Þakka áheyrnina.

3 Comments:

Blogger Heiða said...

nei ég nefnilega gef allt sem er nothæft..... losa mig við það og ef eitthver vill nota eða getur notað það sem ég er hætt að nota þá er það æðislegt.
Vá hvað sagði ég oft nota ?

En ég er aftur á móti sú sem helst vill ekki þiggja notað frá fólki !! Ótrúlega spes með það skiluru ...

16 April, 2007 21:57  
Anonymous Anonymous said...

Ég er glöð að það skuli vera komin niðurstaða í málið, var alveg hætt að standa á sama um hvarf litlu sílanna. Ég mun sofa vel í nótt.

17 April, 2007 12:11  
Anonymous Anonymous said...

Gott að fá niðurstöðu í sílamálið, Heiða. Mér er líka létt hehehe

Já, og svo er alltaf svo gott að gefa af sér til samfélagsins. Við eigum að reyna að gera það á hverjum degi eða allavega í hverri viku... svo ótrúlega gott :) og svo er líka alveg magnað að segja engum frá því. Það er líka alveg mögnuð upplifun... sem þú hefur nú örugglega fundið.

Vonandi fæ ég að koma fljótlega og skoða breytingarnar hjá þér :)

18 April, 2007 23:51  

Post a Comment

<< Home