Thursday, May 11, 2006

Ég þarf tölvu heim ......

Sko það er alveg vonlaust að reyna að blogga þegar maður er ekki með aðgang heima, það er svo ógeðslega mikið að gera í vinnunni að ég hef ekki einu sinni getað kíkt á mbl síðustu daga !!! Þetta er bara glatað sko ;o)

En já meira var það ekki hehe.... er að fara í golf hahah já ég er að fara í golf til að athuga hvort ég geti eitthvað í því. Kannski ég fái þá bakteríu, annars er ég græn af öfund útí hana mömmu mína hún var að fá splunkunýtt mótorhjól í gær ógeðslega flott og nú langar mig í svoleiðis og taka próf og verða svakaskutla á mótorhjóli.... kannski er prins minna drauma eitthverstaðar á fáki þarna úti ;o)

Anyway nú bíð ég bara eftir sveininum með tölvuna heim til mín hahahaha
Heyrumst fljótlega með mínar dýpstu hugsanir.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú skellir þér í hjólatíma. Þú verður flott á fáki fráum. Ég held að kallinn þinn sé einmitt á hjóli hjá Hagkaup. Og hann bíður og bíður. Ég mana þig

11 May, 2006 17:27  

Post a Comment

<< Home