Thursday, December 21, 2006

Gleðileg jól allir saman

Korter í jól ?? Ertu búin að öllu ?? Öllu hverju ? Ég hef aldrei skilið þetta allt, samt spyr ég alltaf alla hvort þeir séu búnir að öllu, held það sé bara eitthver leið til að byrja samræður við eitthverja sem þú veist ekkert hvað þú ætlar að segja við !! Ég er búin að því sem ég ætlaði að gera. Tók ákvörðun um að baka ekki smákökur.... ég ét þær alltaf allar sjálf og enda svo á því að henda þeim og ég tók líka ákvörðun um að senda ekki jólakort þetta árið. Ég ætla að taka andvirði kortanna og sendingakostnaðinn og styrkja Blátt áfram þetta árið. Mér leið ótrúlega vel eftir þessa ákvörðun og finns mér vera betri manneskja eftir að ég tók ákvörðunina.

Maður bara verður í allri ösinn að staldra aðeins við og hugsa um þá sem minna mega sín, og við þurfum ekkert alltaf að hugsa langt yfir haf. Það er svo margt margt hérna nær okkur sem við megum styrkja og sérstaklega á þessum tíma, ég held að við gerum okkur enga grein fyrir (við sem höfum allt) hvað er orðið ofsalega mikið bil á milli ríkra og fátæka hér á Íslandi.
Hvað t.d. gefur maður manneskju sem á allt ??

Ég sagði mömmu að gefa mér frið á jörðu ( ég veit ég er ótrúlega hólí eitthvað núna) en hún sagðist ekki hafa efni á því hehehe

Anyway.... ég óska allavega öllum gleðilegra jóla og hafiði þið það ofsalega gott um jólin. Takk takk æðislega fyrir frábærar stundir á liðnum árum og líka á árinu sem er að líða.

Árið 2007 verður geggjað ... það er árið sem við Katrín ætlum að meika það ;o) Við verðum svona eins og Oprah og Gayle skiljiði .... Katrín Oprah af því að hún kann að syngja en ekki ég ... ég verð þessi fræga vinkona þið vitið... líka svona eins og Björk og Magga Stína.. verð bara fræg af því að ég á fræga vinkonu .... Katrín eins gott þú meikir þá fyrir mig á árinu !!!
Bæjó elsku allir, ég skrifa meira eftir áramót.. nema mér detti eitthvað í hug þess á milli ;o)
kv
Heiða

Tuesday, December 12, 2006

12.des og 12 dagar til jóla

Ok ég hef nú hingað til ekki verið stærsti aðdáandi jólanna, en svei mér þá ef að jólaandinn sé ekki að koma yfir mig núna. En ég svo sem hef alltaf verið hrifin af öllum undirbúningi og alltaf gaman að versla og kaupa gjafir. En svo kemur hátíðin sjálf og þá er ég ekki svo hrifin lengur. Enda hefur draumurinn verið lengi að vera erlendis um jól. Ég á alveg eftir að gera það eitthvern tíma með Júlíuna mína. Ég þarf bara að undirbúa mömmu aðeins undir það hehe.

Annars er ótrúlegur spenningur á heimilinu og ég elska þessa saklausu trú á jólasveininn, ég vildi svo óska þess að maður stæði lengur í þessari trú en maður gerir. Júlía Sól var að skoða eitthver hálsmen og armbönd í Bónus í gær sem hún var ósköp hrifin af, þannig að ég ákvað að kaupa það í skóinn. Henni hefur aldrei gengið eins vel að sofna eins og í gær, en fyrir vikið vaknaði hún klukkan þrjú í nótt til að kíkja í skóinn og kom hlaupandi til mín til að sína mér, ég var nú ekkert alveg eins spennt og reif mig ekkert sérstaklega á fætur fyrir þetta en reif hana uppí rúm aftur og lét hana sofa meira. Svo þegar hún vaknaði í morgun var hún mikið að spá í þetta og sagði að ef maður væri rosalega góður þá mundi jólasveinninn alveg vita hvað maður vildi, eða þá að hann sá hana í Bónus þar sem hún var að skoða þetta !! Mjög sætt.

Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég hætti að trúa en ég man samt að mig langaði að trúa áfram og þetta voru engar gleðifréttir fyrir manni að jólasveinnin væri ekki til.
Þetta var svona eins og þegar maður fattaði hvað mamma manns og pabbi þyrftu að gera til að búa til börn ... oj !!

Annars allt í gúddí, Sálin á Nasa á föstudaginn.
See you all then ;o)
Chao
Heiða

Wednesday, December 06, 2006

Bókhald !!

Ég er búin að taka þá ákvörðun að halda ekki bókhald, ég er ekkert rosalega góð í að setja reikningana mína í möppu og ég er bara með fullt af óopnum umslögum allstaðar.
það er allstaðar hægt að fá afrit af þessu drasli og þetta skapar bara rusl og djöfulsins drasl heima hjá manni... þannig að ég ætla að athuga hvort að ég geti afþakkað greiðslukvittanir
og þarf af sloppið við að greiða 225 krónur fyrir hvern einasta fokking seðil, ég meina það eru 2700 krónur á ári.... og ef ég spara það þangað til ég verð 67 þá er það heilar 94.500 !!! Pæliði í því ;o)
Ég get alveg keypt mér skó fyrir það þegar ég verð 67 ára !! og t.d. kona eins og ég dugleg að safna lánum þá er þetta t.d. 189.000 miðað við að vera með tvö lán og hver veit nema ég kaupi íbúð þá er þetta eitt lán í viðbót og það gera 283.500 og segjum að skóparið kosti 6000 krónur þá get ég keypt mér 47,25 pör af skóm !! Ekki slæmt það. Það er meira en ég á í dag og ég verð ekki kattakona þegar ég verð ein í ellinni að klepra eitthverstaðar... ég verð brjálaða skókonan sem öll börn í hverfinu verða hrædd við og ég verð búin að hræða alla alla frá mér, meira að segja Júlíu Sól og börnin hennar átta... maðurinn hennar verður sá eini sem hendir jólagjöfum innum lúguna á aðfangadag og finnst hann hafa gert rosagóðverk, og getur þá farið að halda jól með konunni og börnunum átta (þar af eru tveir tvíburar)

Skemmtilegt.
kv
Heiða