Saturday, April 21, 2007

Hvað maður getur stundum spekúlerað

Ég var nefnilega að spá í einu, af hverju er manni ekki bara úthlutað lífi við fæðingu. Þannig að allt yrði ótrúlega fyrirsjánlegt, bara þegar ég fæði næsta barn þá vel ég svona möppu með hverskonar líf barnið vill. En svo svona uppúr fermingu má barnið t.d. leggja fram breytingu á lífi svona ef það yrði ekki sátt við það sem ég valdi. Þá kannski gerir maður ekki eins miklar vitleysur í lífinu og maður þá klárar það sem manni er sett fyrir. En þá er eins gott að börn séu hlíðin og gera eins og mamman og pabbinn segja. Og hvað yrði þá um þá sem ekki hlíða ? Settir á eyju þar sem yrði stanslaust partí og stuð..... hvort yrði betra ? Hvar mundi maður vera ? Eflaust þar sem allir væru óhlýðnir. Þannig að það er kannski eins gott að foreldrarnir velja ekki handa manni líf. Ég sem byrjaði á því að halda að þetta væri góð hugmynd.

Einu sinni spáði ég í að skrifa bók fyrir fólk sem veit ekkert hvað það vill í lífinu en áttaði mig svo skyndilega að ég þyrfti kannski sjálf að átta mig á hvað ég vil í mínu lífi áður en ég fer að leiðbeina fólki hvað það á að gera hehehehe. Bókin er ekki enn komin út þannig að greinilega finn ég ekkert útúr lífinu enn. En hver segir að maður þurfi endilega að vera búin að finna sig fyrir þrítugt ? Ég á miklu meira en helminginn af ævinni eftir og öll bestu árin eru eftir.

Hvernig er annað hægt en bara að hlakka til því sem er framundan.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Amen eftir efninu :O)góð pæling;O)

23 April, 2007 14:01  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að þú ættir að skella þér í heimspeki mín kæra :) Mundi hennta þér vel núna í öllum þessum pælingum.

23 April, 2007 14:29  
Blogger Heiða said...

hehe pabbi minn yrði glaður með mig þar ;o)

23 April, 2007 14:33  
Blogger Unknown said...

Já hvernig væri að skella sér í einn áfanga og tékka hvernig þú fílar það??

23 April, 2007 17:24  
Anonymous Anonymous said...

Tek undir með stelpunum. Þú pælir alveg heilmikið og það yrði örugglega gaman að prófa.

Annars er þetta mjög skemmtileg pæling. Ég segi fyrir mig að ég er þakklát fyrir öll mistökin mín því án þeirra hefði ég ekki komist að því hvað ég get, vil og er í raun heppin. ;)

Mæli með að þú sjáir myndina eða lesir bókina The Secret. Þar eru góðar leiðir til að ná fram því besta úr öllum aðstæðum.

Gangi þér vel.
Olga Björt

06 May, 2007 09:52  
Anonymous Anonymous said...

Hva...hætt að kvarta í bili??

17 May, 2007 22:20  
Anonymous Anonymous said...

Finnst þér bloggið mitt svona mikið kvart ?? Hættu þá að lesa !!!

18 May, 2007 16:14  
Blogger Heiða said...

Hæ til allra sem eru enn að lesa. Blogger.com er eitthvað ekki að virka fyrir mig núna. Ég ætla að stofna nýtt blogg. Ég sendi ykkur nýja bloggið mitt fljótlega. Þeir sem enn hafa áhuga á að lesa.

23 May, 2007 09:29  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu ekki tók þetta langan tíma, ég gerði bara nýtt blogg sem er heidifleiss.bloggar.is..... endilega kíkið.

23 May, 2007 10:00  

Post a Comment

<< Home