Wednesday, May 24, 2006

Og ég held leitinni áfram ......

Ég ætlaði nú að fjalla um þrif og svona á þessari síðu, til að kenna ykkur börnin mín að hafa fallegt í kringum ykkur, en ég nenni því ekkert ég fann mér miklu skemmtilegra umræðuefni. !! Karlmenn !! Ég held að við eigum aldrei eftir að skilja þá og þeir aldrei okkur og eiginlega er ég dauðfegin.... En ég er samt ennþá að reyna að botna í þeim, ég veit að sumar ykkar hafa algjörlega gefist upp, en ég er ekki til í það ennþá.

Fyndið atvik í gær t.d. ég var í heimsókn hjá vinkonu minni henni Sirrý og auðvitað var ég líka í heimsókn hjá Svenna ;o) Nema hvað við vorum að horfa á Prison Break (ég held ég hafi aldrei verið svona spennt yfir neinu í sjónvarpi - fyrr né síðar) og þar sem litli Sölvi vaknaði til að fá sér sopa tókum við okkur smá pásu og við Svenni sátum þarna í svona góðar 10 mín að bíða eftir Sirrý og ég var orðin svo spennt að ég var að missa hland og fór því og losaði... notaði tímann sjáiði (praktíska ég) en svo kom Sirrý til baka tilbúin í átökin og þá hljóp Sveinn á klósettið !!! Hvað er það ?? Við vorum búin að bíða og bíða og þurftum svo að bíða lengur !! Þannig að nú kemur mín spurning !!! Af hverju bíða karlmenn með allt fram að síðustu mínútu.. eða heldur sekúndu ??

Og Svenni minn þar sem þú ert minn nánasti karlmaður fyrir utan Smára og bræður mína þá bara lendir þú í því að ég segi sögur af þér ljúfurinn... en ég er samt ekkert að segja að þú sért einn svona sko !!! Þið eruð allir eins, ljúfurinn ;o) Þú ert bara skemmtilegastur hahahaha

En svona til að byggja hann líka upp, þá er hann ljúfasti maður í heimi og gerir allt fyrir mig og mína litlu dömu .... takk Svenni minn, þú ert yndi ;o)

Einu sinni bjó ég líka hjá þeim skötuhjúm ;o) Það var mjög gaman og er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma. En það var ógeðslega fyndið að Svenni sá fyrir sér sældarlíf með tvær konur til að hugsa um sig hehe.... ein sem þreif eins og geðveik og hin eldar betur en Martha Stewart og til samans erum við hin fullkomna húsmóðir (fyrir utan baksturinn - en ég held að hann sé að koma) Svenni var í himnaríki....... eða þangað til eitthver sagði við hann " Já en þú færð þá tvöfalt tuð " Og gleðivíman rann af honum í einum hvelli, ég held að ég hafi og geri enn " tuða meira í honum en hans eigin kona "´

Ég er að fara í dag að sækja litlu lúllu mína, hún er að koma úr Bjarkarlundi þar sem hún er búin að vera síðan á mánudaginn með skólanum. Ótrúlega dugleg... það eina sem skipti máli var að taka með einnota myndavél, mig hlakkar mikið til að sjá myndirnar, en greyin eru búin að lenda í mjög leiðinlegu veðri og þurftu að leika sér inni í íþróttahúsinu í dag. Mig hlakkar svo til að sækja hana, dagarnir eru búnir að vera ósköp einmannalegir, en ég hellti mér í vinnu í staðinn sem var svo sem ágætt... en jæja nú er ég búin..
Heyrumst

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heiða mín karlmenn eru yndislega einfaldir við erum bara allt of flóknar og gáfaðar til að skilja þessa einfeldni.

26 May, 2006 15:54  
Anonymous Anonymous said...

Jamm ég gleymdi alveg að merkja þetta en það var semsagt ég sem kom með þessi gáfulegu athugasemd

26 May, 2006 15:55  
Blogger Heidi Fleiss said...

haha var einmitt að undra mig á þessu ;o) En já ég held að við séum of gáfaðar fyrir þá svei mér þá hehehe

26 May, 2006 16:29  
Blogger Heidi Fleiss said...

hehe já og hvaða land er það ? Við þurfum kannski bara að flytja til lands með fleiri mönnum hehe

29 May, 2006 08:57  

Post a Comment

<< Home