Sunday, February 25, 2007

Kjötkveðjuhátíðin á Nasa

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að þakka Rússneska vini mínum fyrir commentin í síðasta bloggi. Mjög svo skemmtilega orðað hjá honum/henni þó svo að ég skildi ekki rass ;o) En alltaf gaman að prufa eða lesa eitthvað nýtt og framandi.

Eníhú, ég fór á Sálina á Nasa í gær með Vöku systir, hitti hálfa vinnuna þar sem var mjög spes mætti halda að það hafi verið eitthvað skipulagt vinnudjamm, en svo var ekki. Ég fór að pæla svona þegar fór að líða á kvöldið þegar við systurnar fórum og fengum okkur sæti og vorum að skoða fólk, að skemmtanalífið í Reykjavík er einn allsherjar kjötmarkaður, fólk er með eitthvern svona innbyggðan skanna á sér þar sem það gengur um eins og ljón í leit að næstu bráð, skannar alla frá tám og upp, stöðvar augnablik á rassi, brjóstum og andliti. Og skimar svo áfram að næstu bráð ef sú fyrri hentaði ekki eða af eitthverri ástæðu neitaði viðkomandi að verða hans/hennar bráð. Mér fannst þetta mjög merkilegt, hvað varð um að bara skemmta sér ?? Eða gengur skemmtanalífið eingöngu útá að finna eitthvern til að fara heim með ?? Vaknar fólk daginn eftir rosa sátt við að hafa hitt eitthvern bláókunnugan og farið heim með honum/henni !! Eða fer skemmtanagildi kvöldsins eftir því hvað þú"höslaðir" marga !! Ja nú spyr sá sem ekki veit ;o)

Svo líka held ég að karlmenn séu yfirleitt þannig upp aldnir að þeir halda allir að þeir séu guðsgjöf til kvenna alveg sama í hvaða ástandi þeir eru og ég er ekki alveg að ná hellisbúastílnum þegar þeir koma og ætla að taka mann bara með sér.... það var einn í gær sem hvorki gat komið útúr sér einni setningu af sökum drykkju hvað þá eitthvað annað, var alltaf að reyna að ná taki á hendinni minni til að ég kæmi með honum og eina sem hann sagði með slafrandi kjafti var "koddu" Veit ekki hvort hann var að bjóða mér koddA eða biðja mig að koma .... ó svo ósjarmerandi.

En ég er alveg búin að sjá það að skemmtistaðir höfuðborgarinnar eru alls ekki vettvangur til að finna sér framtíðar maka.

Over and out ;o)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ dear og takk fyrir síðast. :o)

Kjötkveðjuhátíð...híhíhí.
Veistu að ég er alveg sammála þér með hvernig skemmtanabransinn er mikið veiðidæmi. Mér finnst einmitt svo gaman að geta farið bara til að dansa og hlæja. Nei nei, það eru alltaf einhverjir "víkingar" og "hellisbúar" sem drekka í sig svo mikinn kjark að þeir koma ekki upp orði, eins og þú minntist á með þennan "koddu" gæja. ;o)

Já ég sakna sveitaballamenningaringar þar sem hægt var að mæta í gallabuxum með tagl og hoppa í 3 tíma og syngja hástöfum með. Núna gengur þetta allt út á að staðarhaldarar græði sem mest, enda er fólki troðið endalaust inn á vinsæla viðburði eins og í gær. Það endar með að maður gefst upp eða plantar sér út í horn eins og þú og systir þín gerðu og horfir á þennan skrípaleik sem oft er í gangi. He he....

Ciao!
Olga Björt

25 February, 2007 19:24  
Anonymous Anonymous said...

hehe já maður ætti nú bara að halda eitt gott sveitaball, ætli þau séu hætt ?? Eða erum við bara hættar að taka eftir þeim. En það er svo sem mjög gaman að fylgjast með þessu veiðitímabili og sjá hverjir ná saman ;o)

26 February, 2007 09:41  
Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha ha ha bjóða þér kodda.. En ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér allir karlmenn hvort sem þeir hafa drukkið áfengi eða ekki telja sig guðsgjöf til kvenna...

26 February, 2007 23:50  
Anonymous Anonymous said...

hahahaha.... kodda.... ég er alveg í kasti hérna...

Lof jú darling - ekki vissi ég að þú værir með bloggsíðu.

Swain

27 February, 2007 15:33  
Anonymous Anonymous said...

Hæ miss swain ;o) jújú mín bara með blogg hehehe

Katrín ég bara hélt að þú kynnir ekkert á þetta, sé mjög sjaldan frá þér eitthver komment... en ég veit nottulega hvað það er erfitt hjá þér á öllum þessum fundum og allt það þú veist ....

28 February, 2007 09:02  
Blogger Unknown said...

Hahahaha nú hló ég. En hvað er eiginlega að þér, varstu ekki tilbúin að fara með manninum?? Ótrúlega fallegt boð.

28 February, 2007 22:25  
Anonymous Anonymous said...

Nei mig langaði ekkert sérlega með honum, enda leit maðurinn ekkert vel út..... var með vel krullað hár.. og það stóð uppí loftið eitthvern veginn ....

Já það er spurning hvað hægt er að gera á milli fundia katrín mín, commenta á síður vinkvennana eða hvað hahahaha

01 March, 2007 08:53  

Post a Comment

<< Home