Sunday, May 07, 2006

Það er lasin lykt heima hjá mér ......

jæja nú er maður að reyna að rísa á fætur !! Mætti spræk í vinnuna í morgun og hugsaði það verður rólegt að gera af því að veðrið er svo gott og allir sjónvarpssjúklingar drífa sig í sund eða í göngutúr í Heiðmörk !! Nei nei, það er brjálað að gera ! Og ég er svona - langt frá því að spyrja fólk af hverju í ósköpunum það er ekki að njóta þess að vera í fríi og að njóta þess að veðrið sé bara yndislegt.. ég bara skil ekki...

Ég verð nú að koma því að að mér er búið að leiðast alveg svakalega mikið síðustu daga, búin að hanga uppí rúmi sárlasin síðan á fimmtudaginn ! Ég meira að segja gat ekki sett í þvottavél fyrr en í gær, og þá er ég lasin ef ég næ ekki að þrífa heimilið áður en ég leggst í veikindi. Ég hef sjaldan vorkennt sjálfri mér eins mikið og búin að horfa á svo mikið af kellingamyndum að ég er orðin sýrð af happy ever after sögum !!! Svo þegar ég horfði á The wedding planer og öskraði á J-Lo " Það endar engin saga svona" ákvað ég að reyna að vakna uppúr fýlunni og reif mig í sturtu, verð nú að segja að blessuð sturtan hressir mann alltaf við....dreif mig til mömmu og Smára í grillaða kjöt veislu og vel hvítlaukslagaða karföflu verð að segja að það hressti mig líka við.

En Köben ferðin var mjög vel heppnuð það var bara gaman og ég er að vinna með ógisslega skemmtilegu fólki, auðvitað fylgdi smá drama með sem ég ætla ekkert að fara að tala um hér en ég meina hvað er helgarferð til Köben án drama... ja maður spyr sig !!
En það var verslað og borðað og drukkið og ó já það var drukkið, ég held ég hafi sjaldan innbyrgt eins mikið áfengi á eins fáum dögum ... sko góð verslunarmannahelgi toppar ekki drykkina sem fóru inn fyrir mínar varir þessa fjóra daga !! Fyndið hvað maður verður minna þunnur þegar maður er í útlöndum og í útilegum !!! Hvað er það ??

Svo heimsótti ég lækninn á miðvikudagsmorguninn og vitiði hvað !!! Ég er hársbreidd frá því að fá áunna sykursýki 2 !!! Já gott fólk nú er mín komin í ekki borða sykur átak - ég ætla ekki að fá sykursýki, svo fékk ég pillur útaf eggjastokkablöðruheilkenninu (já ég er með heilkenni) og þær gera mann listalausan og manni langar minna í sætt þannig að ég er sátt við það og hef ekki langað í neitt sætt síðan á fimmtudaginn .... það kannski hefur eitthvað að segja að ég sé búin að vera lasin, en það er átak á Eskiholtinu skal ég bara segja..... ég er bara nógu sæt og þarf ekkert að bæta á mig sætindum hehehe... og ekki sakar að kílóin kannski bara fara að fjúka.. gvuð ég vona það ...

Þannig að ég er bara kát í dag, ætla að kíkja í kaffi til Beggu vinkonu eftir vinnu þar sem hún er að halda uppá afmæli prinsessunnar á heimilinu, til hamingju með daginn Beta mín ;o) Og takiði eftir ég fæ mér þá bara einn heitann rétt, enga súkku köku sko !! hehehe
Hafiði það gott
Heyrumst ;o)

2 Comments:

Blogger Heidi Fleiss said...

Kíki á þessa síðu Jóhanna, mér veitir ekki af að kíkja á eitthvað nýtt og spennandi við mæðgur erum orðnar frekar þreyttar á matseðlunum á heimilinu sem breytast ekkert hehe

08 May, 2006 09:22  
Anonymous Anonymous said...

Æi hvað það er nú gott að þú ert orðin hress. En ég segi nú bara það er orðið erfiðara að ná í þig en forsetann :)
Nei ég segi svona en skondið samt hvað maður getur farið á mis. En ég ætla að prufa að hringja í þig núna og gá hvort þú svarar. Spennandi. En já endilega kíktu á þessa síðu sem Jóhanna setti inn, hún er mjög flott. Og svo nottulega mæli ég með Grænum kosti Hagkaupa,ég er allavega mjög ánægð með hana.

08 May, 2006 13:05  

Post a Comment

<< Home