Tuesday, April 10, 2007

Hugsanir.....

Ég er búin að vera að brjótast um inní mér. Mér liggur svo mikið á hjarta en á svo erfitt með að koma því frá mér. Ég er í vinnunni, en hugurinn er svo langt í burtu. Ég heyri að fólk er að tala við mig en ég hlusta ekki. Stundum svara ég svo fáranlega að ég fæ undarlegt augnaráð frá viðmælendum mínum, þá fer ég oftast að hlægja og segi fólki að það þurfi að endurtaka það sem það var að reyna að segja mér.

Ég get yfirleitt reddað mér með því að hlægja og segjast bara vera utan við mig, það er svo oft hægt að redda með hlátri og gríni. Mig langar svo margt en finnst ég geta svo lítið. Oftast vantar mig eitthvern örlítinn kraft, mér finnst ég stundum svo máttug en jafnframt svo svakalega máttlaus. Stundum er ég uppfull af visku, ráðum og lausnum, en yfirleitt fyrir alla aðra en sjálfa mig.

Nú fór ég djúpt ;o)

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hei, mér líkar vel við þessa djúpu Heiðu. :)

Það að hugsa djúpt merkir að við erum tilbúin að hlusta á hjartað. Þá einmitt upplifum við styrkleika okkar og veikleika, lærum inn á þá og vegum þá og metum.

Neikvætt sjálfstal og vantrú á sjálfum sér er á einhvern fáránlegan hátt auðveldara en jákvætt sjálfstal og trú á sjálfum sér.

Ég lærði einu sinni að hugsa ekki bara jákvætt til mín, heldur tala þannig upphátt því að þannig nær það til undirmeðvitundarinnar.
Við getum ALLT sem við ætlum okkur. Ef við erum ekki viss - þá á bara að láta á reyna.

Fólk sem hefur náð langt í lífinu hefur oft dottið á rassinn á leiðinni upp á við. Það er ekki til bein leið.

Hana nú - fékkst djúpt svar. ;)

Haltu áfram að vera leiðtogi og hlustaðu bara á það sem þú ætlar þér.

Knús
OB

11 April, 2007 22:11  
Anonymous Anonymous said...

Takk Olga ;o) Þurfti alveg smá pepp.

12 April, 2007 09:31  
Anonymous Anonymous said...

Vá ég held að Olga hafi sagt bara nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja
Ertu búin að gera verkefnið sem ég setti þér fyrir? Undirmeðvitundin nefnilega ræður ýmsu.

Ég á nefnilega líka ofsalega auðvelt með að ráðleggja öðrum sko :)

13 April, 2007 12:05  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú yfirleitt þannig að maður er góður í að gefa öðrum ráð en þegar kemur að því að fara eftir þeim sjálfur að þá bara fer allt í kross:)

15 April, 2007 20:14  

Post a Comment

<< Home