Tuesday, April 03, 2007

Ferðasaga

Fyrst að Katrín er farin til USA og ég komst ekki með ætla ég að vera með mína eigin ferðasögu og ímynda mér að ég sé á ferðalagi dags daglega og skrifa hér hvað gerist spennandi í mínu lífi í þessu ferðalagi mínu. Hver veit nema eitthver rekist hér inn og vilji gera um mig bíómynd, (Baltasar ég er í símaskránni... blikk blik)

Þessi dagur minn byrjaði ákaflega spennandi þar sem ég kom barninu fyrir í pössun, nú eru alveg að koma páskar þannig að skólinn bíður uppá frístundaskóla þar sem blessuð börnin eru geymd á meðan vinnusjúkir foreldrar sem aldrei geta tekið sér frí halda til vinnu.

Nú, kom í vinnuna of seint.... eins og gerist dáldið oft þessa dagana þar sem ég bara fæ ekki nóg af svefni af einhverri undarlegri ástæðu. Þegar í vinnuna var komið var ótrúlega spennandi starfsmannafundur að enda og ég beðin um að segja hvað mér lægi á hjarta og ég náði á einhvern ótrúlegan hátt að æla eitthverju útúr mér um tiltekt og að fólk skildi taka vel þátt í því með mér.

Merkilegt hvað dagarnir rétt fyrir frí eru lengi að líða, ég hélt að þessi dagur ætlaði aldrei neinn endi að taka. Nema hvað ég dreif mig í ótrúlega spennandi ferð í Zöru til að skipta kjól fyrir hana dóttur mínar og fékk tvennar buxur í staðinn fyrir einn kjól. Sem var samt ekki nógu gott því annað parið var allt allt of stórt þannig að ég þarf að fara að skipta þeim aftur !!!! Ég fer að verða þekkt í Zöru fyrir að skipta.

Hefur þú upplifað að barnið þitt verði vitni að þér í óþægilegum aðstæðum ? Og þú kemur því ekki úr hausnum á þér og heldur að barnið sé brennt fyrir lífstíð ??? Nei bara spyr !!
Meira næst.
Adios !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home