Thursday, April 27, 2006

Ekki á morgun heldur hinn....

Kemur gleðidagurinn ;o)
Já ég er að fara til Köben með vinnunni og spenningurinn er svo mikill hér að það nánast titrar allt og skelfur, hugurinn er sko engann veginn við vinnuna í dag og verður það eflaust ennþá minna á morgun.

Ég fór að heimsækja Ingu frænku í gær, takk fyrir síðast Inga mín það var æðislegt að hitta ykkur mæðginin og manninn þinn í mýflugumynd hehe, við verðum að vera duglegri að hittast.

Ég var þarna í kinnunum í gær og er ósköp hrifin af þeim akkúrat núna, væri alveg til í að skoða þær betur og kaupa þar. Eina sem ég var að spá er að það er allt svo gamalt að maður þyrfti alveg pottþétt að gera allt upp frá grunni. En mér finnst þetta hverfi yndislegt allt fullt af börnum og litlar mjóar götur og allt svona heimilislegt. Sé fyrir mér svona granna þið vitið þar sem allir eru geðveikt góðir vinir og allt perfect og ég alltaf með ferst blólm í gluggunum hahaha. Eflaust eru kinnarnar alveg jafnmisjafnar og önnur hverfi, það eru jú víst hálfvitar útum allt og örugglega leynast eitthverjir þar líka, efast samt stórlega um það ;o) hehehehe.

Annars kemst voða lítið annað fyrir en að vera að fara til Köben er að spá í hvað ég á að kaupa og hverju ég á að pakka oní tösku, og svona fyrir þá sem eru að vandræðast með hvernig á að pakka oní tösku þá var ég búin að þýða frá Mörthu vinkonu þar sem hún leiðbeinir hvernig á að pakka í ferðatösku án þess að vera með allt krumpað og ljótt oní blessuðum töskunum. Ég er ekkert að spá í að birta þennan texta allan hérna hann er nebblega doldið langur en ef þið viljið fá hann sendann endilega látiði mig vita og ég sendi hann a.s.a.p. Ég get líka mætt á staðinn og farið yfir pökkunina ég er nebblilega búin að stútera pökkunina svo vel að ég verð ekki með eitt krumpustykki í minni tösku ;o)

Annars fengum við alveg brilliant gjafir frá ferðanefndinni núna áðan, svona litlar rauðar harðar töskur, eins og allar stelpur áttu þegar þær voru litlar með Jónabjór, fótasnyrtidóti (ég ætla í treatment í kvöld), Anton Berg (sem mamma pottþétt fær), lyklakippu og unaðskrem sem ég ætla nú ekkert að nota fyrr en bindindið er búið eftir 3 ár ;o/kremið rennur samt út 2008 þannig að ég veit ekki hvort ég nái að nota það. Já ekki meira um það hér .........
Jæja þá er að snúa sér að alvöru dagsins.
Heyrumst

Tuesday, April 25, 2006

Jei það tókst ;o)

Þessi blessaða síða var víst eitthvað biluð í gær og því gat ég ekki skrifað og biðst því afsökunar til míns dygga lesanda ;o) Sirrý mín sorrí hehehehe, líka Katrín af því að hún pottþétt les mig líka. Ég vona nú að hún fari að ná sér blessunin.... ég er hálfeinmanna í vinnunni á þín ljúfan..

Hann bróðir minn litli átti afmæli í gær, já hann er orðin 17 krakkinn litli hann heiðraði okkur fjölskylduna með nærveru sinni í gær og var allur hinn ljúfasti, það fór enginn að rífast og já ég verð að segja það þetta var hin skemmtilegasta máltíð, hele familien komin saman... mjög gaman ;o)

Það var nú gleðilegt að vakna í gærmorgun í sumarsnjónum ... ég sem er alveg að berjast við að þurfa ekki að vera í sokkum og vil helst fara að ganga í sandölum sem allra allra fyrst þurfti að troða mínum fögru fótum í ljóta sokka og skó uppað hnjám og þarna örguðu tásurnar mínar á loft sem þær fengu ekki fyrr en um fimm leytið þegar ég hleypti öllu út og lét mig hafa það að vaða á sandölum úr Garðabænum í Hafnarfjörðin í gærkvöldi. Ég verð að viðurkenna að meira að segja hörkutólið ég varð örlítið kalt og dreif mig bara undir teppi þegar ég kom heim og horfði á fallegu læknana á Stöð 2+... hef ég eitthvern tíma sagt ykkur hvað mér finnst sú stöð brilliant ? Mér finnst þessar + stöðvar bara besta uppfinning ever ;o)

Nú langar mig til að benda fólki á vorþrifin hjá sér, núna þegar það er farið að vera bjart langt fram á kvöld finnst mér að fólk þurfi að fara að viðra út hjá sér, já allar sængur út og mottur og allt sem þið mögulega getið sett út... pullur úr sófum og stólum, púðar teppi og allt. Já konur og menn það þarf að viðra hjá sér á vorin og nú er komin tími til að opna fyrir gluggana, draga frá og anda að sér vorsnjónum. Þurrka af og gera fallegt í kringum sig og þá kemur sumarið ég lofa !!!
Þið sem eruð með rimlagardínur hvort sem það eru viðar eða ál þá þarf að þurka af þeim... ég þarf að fara í það. Ég veit það er ekkert skemmtilegt, en vitiði að það er enga stund gert ef maður bara drífur í þessu, svo má líka bara taka gardínurnar niður og setja þær í baðið í smá tíma og svo út í þurrkun. En maður þarf svo sem alltaf að þurrka aðeins af þeim líka.

Svo er líka um að gera að fara í blómabúð og kaupa sér falleg sumarblóm og setja í fallega potta sem maður getur jafnvel málað sjálfur og skreytt fallega, kaupiði ykkur vorlauka og setjið niður útá svalir eða í garðinum (fyrir þá sem eiga garð) Eða jafnvel búa sér til kryddjurta garð sem ég gerði á sumardaginn fyrsta. Þá náði ég mér í kassa undan mandarínum, málaði hann heiðgulan og setti plast í botninn, náði mér svo í mosa og fyllti aðeins uppí svo kom moldin og því síðast setti ég niður Oregano, Basil, Mintu og Rósmarín og bíð svo spennt eftir að sjá eitthvað koma uppúr þessum gula kassa mínum. Það má auðvitað skreyta kassann eins mikið og maður vill og vitiði að þetta er bara gaman og Júlíu Sól fannst þetta alveg brilliant og stendur heilu tímana yfir kassanum til að athuga hvort eitthvað hafi komið upp ;o) Hún fékk líka að setja smá í sinn eigin pott sem er inní herbergi hjá henni (það gleymist stundum að vökva þann pott reyndar)

Þetta er það sem ég hef að segja um vorhreingerningar .... endilega byrjiði og plís plís plís opniði út og hleypið vorinu inn til ykkar, mér finnst ég sjá dregið fyrir allt of mikið af gluggum.
Jæja hafiði það gott í dag.
Heyrumst

Monday, April 24, 2006

Bróðir minn ljónshjarta......

Á ammili í da ;o)

Til hamingju ljúfurinn minn ;o) Orðin 17 í dag...... All you people ..... farið af götum bæjarins Svavar fær bílprófið á næstu dögum !!!Ég ætla allavega að fresta mínum bílkaupum í smá tíma... vil ekki Svavars klessur á nýja fína bílnum mínum sem ég er alveg komin á í huganum hehe...

Eigðu góðan dag litli ljúfur....

Heyrumst

Sunday, April 23, 2006

Bleika ég !!

Ein spurning... kemur ykkur ekki doldið skemmtilega á óvart að ég er ekki með bleika síðu ? Ég nebblega ákvað að vera dáldið "bold" og gera eitthvað allt annað en fólk bjóst við og gera svarta síðu !!!! Mér finnst hún bara vera mjög stílhrein og fín þessi síða mín sko. Og svo vil ég líka vekja athygli ykkar á því að mér tókst alveg sjálf að setja linka inn hér til hliðar og breytti fyrirsögnunum alveg alein uppá eigin spýtur hér í minni skemmtilegu vinnu á sunnudegi klukkan 13:23 !!!! Ég er held ég nebblega að verða dáldið netvæn svona á þessum síðustu og verstu. En ég skal líka segja það að meðan ég er búin að vera að stússast í þessu og fara svo yfir á Sirrýar síðu til að athuga hvort að eitthvað er að gerast þar, þá er tíminn í dag búinn að fljúga og ég er að fara heim eftir 2 klukkutíma og 37 mínútur og hlakka ekkert mikið til. Ég ætla að skutlast til Sirrý og fara yfir átakið hennar í hendingum !! Ég finn eflaust eitthvað sem má henda út ;o)
Heyrumst

P.S Nú er 2 klukkutímar og 35 min þangað til ég er búin ;o)

Ekki týna draslinu !!

Ég var að hugsa hvort ég ætti ekki að reyna að komast í þáttastjórnun með svona þrifþætti, ég held að minn þáttur yrði miklu skemmtilegri heldur en Allt í Drasli þar sem ég er miklu skemmtilegri en Heiðar og frúin þarna í Húsmæðraskólanum !!! En allavega ég var spurð að því um daginn hvernig ég færi að því að hafa fínt hjá mér ;o) Well !!! The big secret is ........ GANGA FRÁ EFTIR SIG hehehe.... T.d. er voða sniðugt að setja sér þá reglu að setja ekki þvottinn í bala og ætla að ganga frá honum á eftir !!! Af því að ég veit það vel ( eins fullkomin og ég er ) að maður gengur ekkert frá þvottinum á eftir, það er alltof auðvelt að setja balann eitthverstaðar þar sem þú serð hann ekki og gleyma honum og safna svo bara næstu vélum í helvítis balann... þetta gerir ógisslega mikið drasl.... sko maður bara gengur frá þvottinum beint úr þurrkaranum og inní skáp, brjóta saman ofan á þvottavélinni eða þurrkaranum, það er líka svo fínt að þurfa ekki að beygja sig yfir eitthvað lítið borð eða rúm eða álíka fáránlegan hlut og vera svo að drepast í bakinu marga daga á eftir ... eftir að hafa brotið saman þvott síðustu vikna. Og t.d. líka þegar maður kemur heim.... setja skóna á sinn stað og jakkana sína, það er ótrúlegt hvað það er auðvelt að henda þeim á næsta stól og skilja skóna eftir þar sem maður stendur. En það er líka ótrúlega auðvelt að hengja jakkana bara upp og setja skóna inní skáp, svo þegar maður á krakka endilega setja þeim það verkefni að sjá um skóna... mín dama sér alveg um að raða skónum okkar í skápinn... þeir eru ekkert sérlega vel raðaðir þar sko ... en þar sem ég sé ekki hvernig hún raðar inn þá er mér sama þangað til ég opna skápinn og allt hrinur út ... þá bara fæ ég hana til að raða fallega í skápinn og það gerir hún lúsin litla :o)
En það er nebbnilega alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að setja alla hluti á sinn stað, það auðveldar líka þrifin ótrúlega af því að þá þarftu ekki að byrja á því að taka til, getur bara farið beint í að þurrka af, ryksuga og skúra og muna eftir að taka allar snúrur, þær safna að sér ótrúlega miklu ryki og ryk og rafmagn fara ekki vel saman ..... Sem sagt ef þið ekki þurrkið af í kringum rafmagnstæki og leyfið rykinu að safnast saman í kringum innstungur og snúrur þá getur kviknað í !!!!
Nú vildi ég óska þess að ég væri ekki að vinna, langar alveg heim að þurrka af ;o)
Heyrumst

Saturday, April 22, 2006

Ég tók áskorun...

Já Sirrý mín nú ætla ég að blogga líka ;o) tók áskorunninni þinn. Veit svo sem ekkert hvort ég verði dugleg við þetta eða ekki en hey þarf maður ekki að vera hluti af þessum heimi líka hehe.
En allavega var svona að hugsa hvort að vantaði ekki svona síðu þar sem fólk fengi ráð við hvernig á að þrífa fallega hjá sér og halda öllu hreinu og fallega, ég nebblega nýlega uppgötvaði heimasíðu Mörthu Stewart og ég féll.... konan er mín fyrirmynd svona fyrir utan það að hafa setið inni en vitiði hvað hún kom út aftur sterkari en fyrr .... mín hetja ;o)
Sirrý vinkona sveinng.com er í átaki núna og er að henda út hjá sér !! Gott hjá þér Sirrý og ég lýsi yfir þvílíku stolti, hún geymir allan andskotann og þess vegna ekkert skrítið að það sé drasl í skápum... ráð númer 1... ekki geyma allt, það þarf ekkert að geyma allar teikningar sem börnin manns hafa gert í gegnum tíðina þó svo að þær séu agalega sætar. Vitiði það að þau eiga aldrei eftir að koma til ykkar og vilja kíkja á gömlu teikningarnar sínar !!!! Þau eru fyrir löngu búin að gleyma hvað þau teiknuðu í leikskóla !!! Og drasl leikföng sem fást í svona barnamáltíðum og plastglös og annað !!!! HENDA !!! Þetta lifir í minningunni rétt á meðan þau eru að éta skyndibitann sem var verið að kaupa oní þau, þessu drasli er óhætt að henda daginn eftir !! Trúiði mér þau eiga aldrei eftir að muna eftir þessu og ef að fyrir einskæra óheppni að þau muna eftir því þá segiði þeim bara að þar sem þau taka aldrei til í dótinu sínu er þetta eflaust bara týnt !!!!
Vá ég er alveg komin í ham og gæti alveg skrifað endalaust hehehe...
En eittt skal ég segja og éta oní mig... plastdollur !! Ekki svo slæmar ! Sko ef þær hafa notagildi Sirrý ég er ekki að segja að þú megir fara og kaupa svo litlar dollur að þú gætir rétt hrisst afganga úr kryddhillunni þinni oní eða eitthvað álíka fáránlegt... Góðar stórar notandavænar dollur eru bara góðar !!! Mig vantar eina t.d. núna !! Og sá sem er með mína stóru góðu er vinsamlega beðin um að gefa sig fram hér og nú !!!
Og eitt gott ráð líka, ef ryksugan lyktar illa þá er mjög sniðugt að setja svona ilmjurtir í ryksugupokann og þá ilmar allt af blómum þegar þið ryksugið .... og þetta kom ekki frá Mörthu Stewart ;o) Ég ætti kannski frekar að hafa þessa síðu sem Martha en ekki Heidi Fleiss en ég svo sem alltaf haft það í huga að opna svona "high class dating escort service " og þar gæti ég tekið Heidi mér til fyrirmyndar...
Kannski dálítið undarlegt að báðar þessar konur hafa lent í fangelsi ... segir kannski að ég ætti að fara að líta upp til eitthverra annara kvenna ...
Jæja nú er ég hætt, hver veit nema ég haldi þessu áfram ;o)
Virðist allavega hafa nóg að skrifa
Heyrumst