Sílabjörgunarleiðangur
Þetta er nú orðið eitthvað sorglegt þetta blogg hjá mér, ætli allir séu ekki hættir að kíkja hingað inn. Nema hvað !! Var að lesa gamalt sem ég hef bloggað og hef tekið eftir því að það er nokkuð oft farið á Sálar böll, og síðasta helgi var engin undantekning ;o) Sálin á Nasa síðasta föstudag og ef ég hef ekki sagt það áður þá ELSKA ÉG SÁLINA OG ÉG ELSKA STEBBA....... ég ætla að demba mér í samningaviðræður við konuna hans um að hvort hún sé ekki til í að fara að skila honum, hún er búin að eiga hann nógu lengi og þarf að deila honum með fleirum ! Finnst ykkur það ekki sanngjarnt ? Mér finnst það!?
Annars er ég bara að bíða eftir vorinu, tásurnar mínar bíða eftir að brjótast út í fríska loftið og ég þarf að fara að versla sumarskó. Og ég tala nú ekki um vorþrifin sem fara nú að fara í gang, mig langar svo að fara í miklar breytingar heima hjá mér en það er ekki pláss fyrir breytingar þannig að það er spurning hvort ég þurfi að fara að stækka heimilið ! Gera viðbyggingu og setja stelpuna þangað út. Hehe mundi alveg ganga upp.
Júlía Sól fór á sílaveiðar í gær og kom heim með fullan poka af vatni sem lak og slatti af sílum sem voru alveg að drepast af vatnsleysi. Nema ég fór í björgunarleiðangur og fann álform sem ég fyllti af vatni til að setja sílin í, en á meðan ég var að brjótast um í eldhúsinu leytandi af eitthverju fiskabúri þá tæmdist vatnspokinn úti og dóttirin í losti yfir hvurslagstíma þetta tæki eiginlega. Ég hugsaði með skelfingu þegar ég sá hreyfingalaus sílin í pokanum að núna væri þetta gjörsamlega búið og barnið stóð þarna skelfingu lostið með hor niðrá höku og horfði á mig ásakandi yfir að hafa drepið sílin. En viti menn ég náði að tæma pokann oní brauðformið og sílin drógu andann léttar og syntu um formið eins og þau hefðu ekkert annað að gera. Svo hugsaði ég nú að þarna mundu þau eflaust drepast í nótt þegar eitthver villikötturinn mundi koma og veiða sér í nætursnarl. Júlía Sól reif sig svo á fætur í morgun og rauk út til að athuga með sílin og þau voru sprelllifandi og ótrúlega kát. Þetta fannst mér merkilegt. Og ég hugsaði þegar ég fór í morgun og horfði á frostið (sko ég er að segja þessi hugsun kom í svona brot af sekúndu) þeir drepast nú örugglega úr kulda blessaðir !!! Döööööööö
En nú spyr ég, hvað gefur maður sílum að borða ?? Þ.e.a.s. ef þau eru enn á lífi þegar ég kem heim í dag. Ef þau lifa frosthörkuna af !!!!! Dísess maður er stundum einum of ljóshærður.
Annars er ég bara að bíða eftir vorinu, tásurnar mínar bíða eftir að brjótast út í fríska loftið og ég þarf að fara að versla sumarskó. Og ég tala nú ekki um vorþrifin sem fara nú að fara í gang, mig langar svo að fara í miklar breytingar heima hjá mér en það er ekki pláss fyrir breytingar þannig að það er spurning hvort ég þurfi að fara að stækka heimilið ! Gera viðbyggingu og setja stelpuna þangað út. Hehe mundi alveg ganga upp.
Júlía Sól fór á sílaveiðar í gær og kom heim með fullan poka af vatni sem lak og slatti af sílum sem voru alveg að drepast af vatnsleysi. Nema ég fór í björgunarleiðangur og fann álform sem ég fyllti af vatni til að setja sílin í, en á meðan ég var að brjótast um í eldhúsinu leytandi af eitthverju fiskabúri þá tæmdist vatnspokinn úti og dóttirin í losti yfir hvurslagstíma þetta tæki eiginlega. Ég hugsaði með skelfingu þegar ég sá hreyfingalaus sílin í pokanum að núna væri þetta gjörsamlega búið og barnið stóð þarna skelfingu lostið með hor niðrá höku og horfði á mig ásakandi yfir að hafa drepið sílin. En viti menn ég náði að tæma pokann oní brauðformið og sílin drógu andann léttar og syntu um formið eins og þau hefðu ekkert annað að gera. Svo hugsaði ég nú að þarna mundu þau eflaust drepast í nótt þegar eitthver villikötturinn mundi koma og veiða sér í nætursnarl. Júlía Sól reif sig svo á fætur í morgun og rauk út til að athuga með sílin og þau voru sprelllifandi og ótrúlega kát. Þetta fannst mér merkilegt. Og ég hugsaði þegar ég fór í morgun og horfði á frostið (sko ég er að segja þessi hugsun kom í svona brot af sekúndu) þeir drepast nú örugglega úr kulda blessaðir !!! Döööööööö
En nú spyr ég, hvað gefur maður sílum að borða ?? Þ.e.a.s. ef þau eru enn á lífi þegar ég kem heim í dag. Ef þau lifa frosthörkuna af !!!!! Dísess maður er stundum einum of ljóshærður.
6 Comments:
Þú drepur mig Heiða .... þú ert svo fyndinn penni!!!!!
Kveðja,
Inga frænka
Bíddu ertu að dömpa Sigurð Kára fyrir Stebba???
Nei nei ekkert að dömpa Sigga Kára, hann er bakk öpp ef að Stebbi klikkar ;o)
Heyrðu Sílin eru bara enn á lífi og þau eru úti.... já svei mér þá held ég verði bara að kaupa fiskabúr hehehe
Ég er komin með gæludýr sem ég ætlaði mér aldrei að gera....
Stelpur eða kannski ljóskur síli eru veidd upp úr tjörnum sem að frosna gjarnan og þau lifa það af??
já ég veit ..... fattaði það sem sagt þegar ég var búin að hugsa að þau mundu frjósa skiluru .....
hæ Heiða :O) ....bara segja hæ og ég les þig sko ennþá:O) verðum að fara hittast !!!
kv.Drífa Páskasól
Post a Comment
<< Home