Friday, April 13, 2007

Stóra sílamálið

Það stal eitthver sílunum !!!

Ég er búin að vera að undra mig á hvað sílin hafa lifað lengi í kökuforminu hérna fyrir utan. Alltaf athugaði ég á hverjum degi hvernig þau hefðu það, og jújú þarna voru þau alltaf sprell alive, ótrúlegt alveg.

Mér fannst nú hálf "krúl" að hafa þau þarna fyrir utan og gefa þeim aldrei neitt að borða en af eitthverri ástæðu þá var þetta orðið eins og eitthver tilraun og ég að athuga hvað þau lifðu þarna lengi án nokkurs að éta. Ekki það ég veit svo sem ekkert hvað síli éta.

Nema hvað að það hefur eitthver verið á sama máli og fannst ég vera eitthvað krúl af því að í morgun þegar ég kom út þá var búið að taka sílin !! Mig grunar nú fólkið á eftri hæðinni. Þar sem það eru ekki margir sem koma hérna niður til mín..... en svo er það nottulega pósturinn sem kemur einstöku sinnum með skuldafenið mitt til mín....

Já þetta er hið undarlegasta mál og ég hvílist ekki fyrr en ég kemst til botns í þessu máli.

Veriði sæl í bili.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er alveg hið undarlegasta mál, ég vona að þú finnir sökudólginn og ég bíð spennt eftir að fá að vita hver það er.

15 April, 2007 22:11  
Anonymous Anonymous said...

sömuleiðs elskan.... hey þú hefur þá bara nóg að lesa þegar þú kemur heim ....

16 April, 2007 17:33  

Post a Comment

<< Home