Saturday, September 23, 2006

Ég á nýtt gæludýr..

Ég get svarið fyrir það að ég fékk óumbeðið gæludýr til mín... það er komin til mín húsfluga og ég held að hún haldi að hún sé köttur. Hún er alltaf að setjast á mig og ég vaknaði við hana á lærinu á mér í morgun og svo sest hún á nefið á mér og suðar í eyrunum og ég veit ekki hvað. Og hún lagði sig á rúmið mitt í morgun þegar ég fór í vinnuna... ég var frekar fúl vil ekkert hafa eitthvern í rúminu mínu þegar ég þarf að fara að vinna, hvað þá fokking flugu. Dóttir mín er ekki sátt við þetta nýja húsdýr okkar þegar hún var að bursta í sér tennurnar um daginn var flugan eitthvað í andlitinu á henni og henni brá svo svakalega að hún sneri sér við á punktinum og ætlaði að rjúka út en hurðin var fyrir henni og hún skall á hurðina með þvílíkum látum og auðvitað fylgdi mikill grátur á eftir, og ég átti erfitt með að halda andliti af því að þetta var mjög fyndið, svona bíómynda atriði þið vitið hehe, en greyið jafnaði sig nú fljótlega og við gátum farið í skólann og vinnunna glaðar og kátar.

Daman er á að missa tennur skeiði, og nú hrynja þessi pínulitlu grjón úr munninum á henni alveg eins og þeim sé borgað háar upphæðir fyrir og hún er algjört krútt svona tannlaus og komin með nokkrar risastórar fullorðinstennur sem passa engan veginn við munninn.

En svo er það "#$%& tannálfurinn !! Sem ég helt að kæmi bara þegar fyrsta tönnin færi en neiiiii þeir hafa aukið við sig vinnu líka og koma við eftir hverja einustu tönn og þeir virðast vera mis ríkir af því að þegar tönnin fór í Árbænum þá fékk hún 1000 krónur en svo þegar hún var heima í Garðabænum fékk hún bara 150 krónur frá blessuðum álfinum, svo heyrði ég hvíslað þegar hún var að kíkja undir koddann " oh ömurlegur tannálfur" mér fannst þetta soldið fyndið en þurfti að útskýra fyrir henni að það væri ekki normið að fá 1000 krónur fyrir eina tönn og að tannálfurinn hafi verið eitthvað extra gjafmildur þennan dag, en þetta var ótrúlega erfitt að skilja. En ég var svo heppin að hittá á tannálfinn og sagði honum pent að 1000 krónur væru of mikið fyrir svona tennur og hann er víst nýr í starfinu og vissi ekki betur, en ætlar að taka þetta til umhugsunar og næst þegar tönnin fer úr í Árbænum ætlar hann ekki að vera svona rosalega gjafmildur. Þannig að þetta fer allt að komast á rétt ról, en þessi tannamissir fer nú alveg að verða búin held ég í bili.

Stóra afmælispartíið mitt í Kaplakrika er í kvöld og er mikið stuð og fjör og allir spenntir. Hlakka gífurlega mikið að hitta ykkur öll og ég veit að það verður agalegt fjör hjá okkur.
Heyrumst

Saturday, September 09, 2006

14 dagar í afmælisveislu í Kaplakrika

Kæru vinir.

Ég ætla að halda uppá afmælið mitt 23. september. Fyrst verður svona for partí hjá mér í Eskiholti 1 fyrir VIP gesti þar sem við fáum okkur nokkra drykki og eflaust eitthvað smá snarl með. Ég ætla að hafa þema, ekkert flókið bara skemmtilegt það eru bara litirnir svartur og hvítur í tilefni þess að FH ætla að verða Íslandsmeistarar þennan dag. Svo verður áframhaldandi afmæli í Kaplakrika þar sem ég er búin að fá hljómsveit sem mun skemmta okkur það sem eftir er af kvöldinu, hlakka bara rosa svaka til að sjá alla... 23. sept ok ?? Allir bóka hjá sér þann dag.

Ég er búin að vera ótrúlega dugleg hjá Borghildi held að hún horfi ekkert lengur á mig sem aumingja þar sem ég er orðin ógurlega sterk, held að hún sé létt öfundsjúk útí mig ;o) (Varla)

Mér finnst ferlega fyndið ég er að tala við mann (ss í OgVodavinnu) sem er að fara í brúðkaup eftir klukkutíma og hann er að steikja hakk og strauja skyrtuna sína. Svo er hann að ala börnin sín og tala við mig á sama tíma... og er að láta barnapíuna skera niður tómata fyrir burritos-ið sem börnin eiga að borða meðan hann og hans frú fara í brúðkaup Og ég var að komast að því að hann er með headset á hausnum, hver segir að menn geti ekki gert meira en tvennt í einu. Þessi maður er samt ábyggilega one out of a million sem getur gert svona margt í einu, dáist eiginlega að honum soldið ... vona að hann fari í gott brúðkaup. Ok hann er komin uppá þak núna híhí

Hvernig er það með hinn almenna Íslending... ég held að hann sé svei mér þá sjónvarpssjúkur, ég hef svo sem skrifað um þetta áður en þetta kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að fólk skuli á laugardagskvöldi hringja til að kvarta yfir sjónvarpstöðvum eða að það sé að kvarta yfir reikningum og bréfum og ótrúlegustu hlutum......... ooooooo hvað ég væri frekar til í að vera að gera allt annað en að vera hér, ég er komin með leið á scrambled channel, lokuð rás og ekkert merki !! Common fólk geriði eitthvað skemtilegra um helgar en að stilla in sjónvarpið maður !!

Jæja ég er búin að vera í 2 tíma að skrifa þessar línur.....er hætt
Heyrumst


Wednesday, September 06, 2006

Og hún fór til einkaþjálfara

Já hvað haldiði... daman bara byrjuð hjá einkaþjálfara sem er alls ekki svo leiðinlegt. Spurning hvernig vinskapur okkar Borghildar endar af því að það kemur oft að ég vilji öskra á hana "GERÐU ÞETTA SJÁLF" ég held að hún njóti þess að horfa á mig emjast um eins og ormur að reyna að gera eitthvað við þessu fitu sem hefur fengið að safnast utan á mig síðastliðin ár.

En hún stendur alltaf með bros á vör og telur niður hve oft ég geri hinar ýmsu kúnstir sem hún lætur mig gera og ég verð að segja að ég er bara nokkuð góð í að láta hana láta mig gera allt mögulegt, þó ég eigi erfitt með að láta undan stjórn þá leyfi ég henni að fara nokkuð illa með mig.... fékk gífurlegar harðsperrur eftir tímann á laugardaginn

En held að það hafi alveg hjálpað til að eftir tímann fór ég og sló risastóra blettin heima hjá mömmu og Smára (sko ég er ekkert að djóka þegar ég segi risastór) og hann hefur ekki verið slegin í allt heila sumar þannig að það voru engin smá átök að slá þennan riiiiiisa stóra blett ;o) Málið er að ég hefði örugglega aldrei farið útí þetta ef að Smári hefði ekki sagt við mig "Heiða, ég held bara að þú getir þetta ekki !!" mmmm ok ef eitthver segir svona hlut við mig þá bara auðvitað verð ég að geta þetta og gerði. Ég hafði líka svona á tilfinningunni að hver og einn einasti karlmaður í blokkinni stóð útí glugga og hugsaði hvað heldur þessi stelpa (kornunga kona) eiginlega að hún sé og svo hafa þeir allir hlegið lúmskt að mér að berjast úti á blettinum með handónýta slátturvél með drápsvip í framan og bleikan Ipod í eyrunum, að gjörsamlega að kafna úr hita. Ég hef verið einstaklega fögur sjón...

Nú og svo hélt fjörið áfram því Sirrý og Svenni tóku uppá því að flytja þannig að það var mætt til þeirra í flutninga en ég hélt mig nú bara við gömlu góðu tuskuna og reif uppúr kössum. Var ekkert í að bera neitt heví. Var samt alveg að hugsa um að færa til 300 tonna skenk en ákvað svo að hætta við þegar ég sá 3 fílhrausta menn taka á honum og hann varla haggaðist. En já svona var laugardagurinn minn ;o) Ótrúlega spennandi og skemmtilegur.

Ég hef verið ótrúlega léleg við að skrifa á þessa síðu, eitthvern veginn hefur mér ekkert dottið í hug uppá síðkastið það hefur verið of mikið að gera hjá mér til þess að ég hafi bara hreinlega náð að hugsa eitthvað skemmtilegt. Ég er auðvitað eins og hinir Íslíngarnir að taka þátt í Magnamaníunni breytti tölvunni minni í dag í Hawaii tíma svo ég gæti kosið í dag svona af því að ég nennti ekki að vaka eftir þessu, en auðvitað ætla ég að horfa á allt í kvöld og athuga hvernig fer. Verð nú að segja að ég á eftir að fá smá kjánahroll ef að Magni verður sá eini sem ekki þarf að standa upp í kvöld. En það er samt bara gaman og ánægjulegt að Íslendingar geta verið samhuga í allavega eitthverju... ja ekki sýnum við samhug í ja hvað skal segja ... mótmæla háu bensín og matvælaverði neiiii komum Magna í úrslit.... höfum Magnavöku í sjónvarpinu og verum öll dauð í vinnunni daginn eftir ... jæja ekki meira um það ;o) Ég gæti farið útí Kárahnjúka hérna hehehe

Ég er ótrúlega ánægð með haustið og þessi vetur leggst vel í mig, skóli byrjaður búin að koma barninu í fimleika og ætla sjálf að taka vel á sjálfri mér og viti menn 2ja ára planið er byrjað... það byrjaði 1. september og til hamingju með það ...
En jæja það var ekki meira í dag, er að fara til Borghildar jibbbbííííí
Adios amigos