Tuesday, May 16, 2006

Ég er meðlimur nr 111

Já góðir hálsar ég er komin í Golfklúbb ? Hef aldrei spilað golf á ævinni en hef einu sinni farið í Bása og skotið af pöllunum þar ;o) Já nú held ég að ég ætli að gerast golfari, föður mínum og konu hans örugglega til mikillar gleði...... þau eru á milljón í þessu og líka Eva systir og hennar familía þannig að ég get kannski farið að taka þátt í golf umræðunni í fjölskylduboðum. Ég var samt að spá í hvort ég gæti ekki bara farið að búa til nýja golf tísku þar sem mín mætti í támjóum og berfætt í bása um daginn, myndarlegi golfkennarinn var allavega mjög hrifin og stelpurnar horfðu á mig grænar af öfund hehehe það er bara erfitt að líkjast mér dömur mínar ;o)

Annars erum ég og Katrín búnar að velta mikið fyrir okkur hvar er hægt að hitta karlmenn í dag ?? Já hvar ? Ef eitthver veit það þá segiði mér hvar þeir eru. En við tókum samt þessa fínu ákvörðun áðan, við ætlum að fara að ná okkur í mótorhjólapróf og skotleyfi og þeysast um landið á fínu hjólunum okkar með riffla á bakinu hehe við hljótum að vekja eitthverja athygli þá og finnum okkur kannski svona "rednecks" hahaha

En ég er alveg búin að sjá að góðu mennirnir sem við erum að leyta að þeir hanga ekki á skemmtistöðum ónei þar eru allir 23 ára og yngri og ég hef ekki enn fundið áhuga á þeim þó svo að tvær sem ég þekki (nefni engin nöfn, en þið vitið hverjar þið eruð) hafi mikinn áhuga á ungum folum ;o) Og enn betra ef þeir koma frá Hveragerði hahaha, Ekki eru menn á bókasöfnum nei þar hanga bara gamalmenni og mæður sem eru að reyna að koma eitthverju viti fyrir börnin sín og þykjast lesa þau í svefn á hverju kvöldi.... þær eru ekki enn búnar að fatta hljóðdiskana sem mér finnst by the way alveg brilliant, mín dama sofnar við skemmtilega sögu á hverju kvöldi.
Já áfram með mennina, ekki eru þeir á kaffihúsum á virkum dögum t.d. því þar eru bara rónar og konur sem vilja vera í saumaklúbbum, nema nottulega Begga hún er með lögheimili á Cafe Aroma. Sem er ekki svo slæmt því ef eitthver vill finna hana þá getur hann/hún bara farið þangað....

Þannig að nú óska ég eftir upplýsingum þið sem vitið hvar allir góðu mennirnir mínir eru, látiði mig vita. Ég vill einn sem er í kringum 30 ekki mikið yngri og ekki mikið eldri, en hann verður helst að kunna smíða, flísaleggja, pípuleggja, múra og leggja rafmagn hehe og spila á gítar og má eiga fínan bíl og annan sætan handa mér hehe finnst ykkur maður gera miklar kröfur.
En ég er búin að ákveða ég ætla að halda svona singles partí í haust og það verður 25 ára aldurstakmark.... sorrý vinkona folinn úr Hveragerði kemst ekki inn hehehehe
Finnst ykkur ég nokkuð hljóma eins og ég sé farin að örvænta.... ja hvað gerir maður langt komin í 32 ára aldurinn .......
Verður maður ekki að halda áfram að vinna ?
Heyrumst

4 Comments:

Blogger Heidi Fleiss said...

hahaha það er þá kannski betra að þú fáir einn sem spilar á gítar af því að þá get ég aðeins slakað á kröfunum. En ég veit ekki hvað þetta er með þessa blessuðu menn að vera ekki tilbúnir í samnband hehe held að það sé bara ein leið til að segja ég hef ekki áhuga !!!!

16 May, 2006 19:00  
Anonymous Anonymous said...

Heiða mín rónarnir eru ekkert slæmir kostir þeir fóru bara aðeins út af veginum en ábyggilega minnsta mál að koma þeim upp á hann aftur og halda áfram

16 May, 2006 19:06  
Blogger Heidi Fleiss said...

já maður ætti kannski að fara í skokkið á morgnanna, en ætli maður þyrfti þá ekki að fara í Nauthólmsvíkina, en hvernig væri að fara á línuskauta. Svo þegar maður er svona lélegur eins og ég er þá getur maður dottið og látið bjarga sér hehe... en já ég ætla að finna hann í skotveiðinni eða á mótorfáknum eða í golfinu ;o) Hverjar eru með ???

17 May, 2006 08:47  
Blogger Heidi Fleiss said...

Æ ég var ekki viss hvort það væri nauthóls eða hólms, en núna þegar ég sé þetta svona er það nottulega nauthóls !!! Sko ég er búin að segja þér í allan dag að það er eitthvað skrítið í hausnum mínum.....

17 May, 2006 13:46  

Post a Comment

<< Home