Thursday, February 22, 2007

Sometimes I wish I spoke Russian!!!

Ég fór aðeins að rífast við litla konu í vinnunni minni í gær. Og ég vildi óska þess að ég hefði getað æst mig upp um alla veggi á Rússnesku...grosní grasní en kunni ekkert tungumál annað en ensku og sleppti þá bara að æsa mig, skrifaði bara vel orðað bréf til hennar sem varð til þess að konan "is like potty in my hands now "

Ég hef ávalt verið mikið fyrir að stjórna öllum hlutum og finnst óskaplega gott að vita þegar fólk fer eftir því sem ég segi af því að ég veit að það er best fyrir alla að fara eftir því sem ég segi, ég er óskaplega rökhyggin og skörp kona og fólki er það fyrir bestu oftast að hlusta á mig. En það sem er ennþá betra og sem ég er búin að uppgötva núna á seinni árum þegar ég er að vitkast er að það er ennþá betra að vera bak við tjöldin og stjórna.... Að úthluta fólk í nefndir en vera svo endalaust að segja til er bara ennþá skemmtilegra og betra ;o)

Í gær var ég búin að úthluta Kára sem mesta svikara í mínu lífi en ég hef nú róast augnablik, en svara samt ekki símanum þegar hann hringir af því að ég er ekki enn alveg komin yfir svikin hans. Eflaust skilja mig ekki allir í þessu. En ég bara skil ekki af hverju hann getur ekki bara gert fyrir mig það sem ég er að biðja um. Ég er núna í 1 og hálft ár búin að vinna annan hvorn fimmtudag og ennþá í dag getur hann ekki svarað mér hvort hann geti bara tekið stelpuna á fimmtudögum. Hann þarf alltaf að bíða þangað til á síðustu stundu og hringir svo og segir " ertu búin að finna útúr kvöldinu" döööööö.... nei ég er að bíða eftir að heyra í þér manna skítur !!!

En svo þess á milli er hann alveg góður maður sko... stundum þarf hann bara að vera ótrúlega týpískur karlmaður og ég þarf að vera ótrúlega týpísk kona og kvarta undan honum !!!

Eníhú.. mig langar á sálina á laugardaginn og auglýsi hér með eitthverjum til að koma með mér takk. Plís sendiði mér meil eða hringiði bara í mig ;o)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hélt að Sálin væri í kvöld, föstudagskvöld á Nasa, en ég væri til í að fara annað kvöld á Sálin á Nasa... verum í bandi :)

kveðja, Borghildur

23 February, 2007 20:01  
Anonymous Anonymous said...

Neineineinei elskan.... sálin í kvöld á nasa ;o) Bílívjúmí sko veit allt um það hehehehe. Endilega heyrumst í kvöld, ég fer á Ránargötuna til hennar vöku systur... þú ert alveg örugglega velkomin með.

24 February, 2007 17:59  
Anonymous Anonymous said...

это ж надо, а мне вот тоже иногда кажется нечто подобное, понимаю ведь почти всё, как умная собака - а сказать не могу

24 February, 2007 21:04  
Anonymous Anonymous said...

úúú er eitthver að reyna að ræða við mig á rússnesku.....

24 February, 2007 21:32  
Anonymous Anonymous said...

uuu, nån försöker snacka ryska med mig (someone tries to speak Russian to me)- stämmer det, eller?

det var jag som kommenterade på ryska däruppe

25 February, 2007 05:46  
Anonymous Anonymous said...

Þegar fólk kommentar hjá manni þá skrifar það nafnið sitt,.... hvort sem það er á rússnesku eða öðru tungumáli... en gaman að sjá að allra þjóða kvikyndi kíkja á síðuna mína ;o)Vona bara að það sé gaman að lesa.....

25 February, 2007 14:23  
Anonymous Anonymous said...

Well written article.

12 November, 2008 03:26  

Post a Comment

<< Home