Sunday, February 25, 2007

Kjötkveðjuhátíðin á Nasa

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að þakka Rússneska vini mínum fyrir commentin í síðasta bloggi. Mjög svo skemmtilega orðað hjá honum/henni þó svo að ég skildi ekki rass ;o) En alltaf gaman að prufa eða lesa eitthvað nýtt og framandi.

Eníhú, ég fór á Sálina á Nasa í gær með Vöku systir, hitti hálfa vinnuna þar sem var mjög spes mætti halda að það hafi verið eitthvað skipulagt vinnudjamm, en svo var ekki. Ég fór að pæla svona þegar fór að líða á kvöldið þegar við systurnar fórum og fengum okkur sæti og vorum að skoða fólk, að skemmtanalífið í Reykjavík er einn allsherjar kjötmarkaður, fólk er með eitthvern svona innbyggðan skanna á sér þar sem það gengur um eins og ljón í leit að næstu bráð, skannar alla frá tám og upp, stöðvar augnablik á rassi, brjóstum og andliti. Og skimar svo áfram að næstu bráð ef sú fyrri hentaði ekki eða af eitthverri ástæðu neitaði viðkomandi að verða hans/hennar bráð. Mér fannst þetta mjög merkilegt, hvað varð um að bara skemmta sér ?? Eða gengur skemmtanalífið eingöngu útá að finna eitthvern til að fara heim með ?? Vaknar fólk daginn eftir rosa sátt við að hafa hitt eitthvern bláókunnugan og farið heim með honum/henni !! Eða fer skemmtanagildi kvöldsins eftir því hvað þú"höslaðir" marga !! Ja nú spyr sá sem ekki veit ;o)

Svo líka held ég að karlmenn séu yfirleitt þannig upp aldnir að þeir halda allir að þeir séu guðsgjöf til kvenna alveg sama í hvaða ástandi þeir eru og ég er ekki alveg að ná hellisbúastílnum þegar þeir koma og ætla að taka mann bara með sér.... það var einn í gær sem hvorki gat komið útúr sér einni setningu af sökum drykkju hvað þá eitthvað annað, var alltaf að reyna að ná taki á hendinni minni til að ég kæmi með honum og eina sem hann sagði með slafrandi kjafti var "koddu" Veit ekki hvort hann var að bjóða mér koddA eða biðja mig að koma .... ó svo ósjarmerandi.

En ég er alveg búin að sjá það að skemmtistaðir höfuðborgarinnar eru alls ekki vettvangur til að finna sér framtíðar maka.

Over and out ;o)

Thursday, February 22, 2007

Sometimes I wish I spoke Russian!!!

Ég fór aðeins að rífast við litla konu í vinnunni minni í gær. Og ég vildi óska þess að ég hefði getað æst mig upp um alla veggi á Rússnesku...grosní grasní en kunni ekkert tungumál annað en ensku og sleppti þá bara að æsa mig, skrifaði bara vel orðað bréf til hennar sem varð til þess að konan "is like potty in my hands now "

Ég hef ávalt verið mikið fyrir að stjórna öllum hlutum og finnst óskaplega gott að vita þegar fólk fer eftir því sem ég segi af því að ég veit að það er best fyrir alla að fara eftir því sem ég segi, ég er óskaplega rökhyggin og skörp kona og fólki er það fyrir bestu oftast að hlusta á mig. En það sem er ennþá betra og sem ég er búin að uppgötva núna á seinni árum þegar ég er að vitkast er að það er ennþá betra að vera bak við tjöldin og stjórna.... Að úthluta fólk í nefndir en vera svo endalaust að segja til er bara ennþá skemmtilegra og betra ;o)

Í gær var ég búin að úthluta Kára sem mesta svikara í mínu lífi en ég hef nú róast augnablik, en svara samt ekki símanum þegar hann hringir af því að ég er ekki enn alveg komin yfir svikin hans. Eflaust skilja mig ekki allir í þessu. En ég bara skil ekki af hverju hann getur ekki bara gert fyrir mig það sem ég er að biðja um. Ég er núna í 1 og hálft ár búin að vinna annan hvorn fimmtudag og ennþá í dag getur hann ekki svarað mér hvort hann geti bara tekið stelpuna á fimmtudögum. Hann þarf alltaf að bíða þangað til á síðustu stundu og hringir svo og segir " ertu búin að finna útúr kvöldinu" döööööö.... nei ég er að bíða eftir að heyra í þér manna skítur !!!

En svo þess á milli er hann alveg góður maður sko... stundum þarf hann bara að vera ótrúlega týpískur karlmaður og ég þarf að vera ótrúlega týpísk kona og kvarta undan honum !!!

Eníhú.. mig langar á sálina á laugardaginn og auglýsi hér með eitthverjum til að koma með mér takk. Plís sendiði mér meil eða hringiði bara í mig ;o)

Thursday, February 15, 2007

maður á aldrei að gera plön fyrir frí !

Nú er orðið heldur langt síðan ég skrifaði hér inn, ætla nú að reyna að bæta úr því en er eitthvað löt bara þessa dagana.

Fór í bústað síðustu helgi með Katrínu, Sirrý, Jóhönnu og Perlu og það var legið í leti alla helgina (ótrúlega næs) og letin hefur eiginlega ekki farið úr mér síða um helgina, Júlía Sól er í vetrarfríi í skólanum og ég tók mér 4 daga frí sem er ótrúlega næs líka. Nema allt sem ég var búin að plana að gera þessa vikuna fauk eiginlega um veður og vind af því að ég bara nennti ekki að gera neitt !! Skiljiði ??? Ég er samt alveg búin að gera eitthvað sko.... bara ekki það sem ég ætlaði mér.

En ég fer í vinnu á morgun þannig að þá ætti letin að detta til baka og ég verða ótrúlega orku mikil... eða ekki ;o)

En já ég er allavega búin að átta mig á því að ég ætla að hætta að gera plön fyrir frí .... af því að líka þá verður það svona eins og kvöð skiljiði og fer að hanga yfir manni allt fríið og þá verður maður stressaður yfir því að hafa ekki klárað það sem maður ætlaði sér að klára, allavega er ég þannig.

En nú fer öll mín orka í að plana næsta sumarfrí, er með ákveðin tíma í huga en er ekki viss vinnunar vegna að ég fái þann tíma, en ætla að berjast með klóm og kjafti að ég fái þann tíma sem mig langar að fara í frí.

En já.. svona er það þessa dagana.
Heyrumst síðar.