Sunday, January 28, 2007

Ég þoli ekki burst !!

Nú er ég hætt að horfa á handboltann, Þjóðverjar gjörsamlega algjörlega að valta yfir okkur. Mér finnst þetta bara pínlegt.

En hvað um það við erum komin í 8 liða úrslit sem er nokkuð gott, þannig að við verðum pottþétt í 8. sæti ef allt fer niður héðan í frá.

Uppá síðkastið hefur mér ekkert dottið í hug að skrifa hér inn, ég hef oft hugsað og þakkað fyrir að þurfa ekki að skrifa pistla í eitthver blöð fyrir eitthvern ákveðin tíma því ég fengi örugglega reglulega svona "writers block" nema ég mundi kannski bara röfla um mitt daglega líf sem ég nenni engan vegin að gera af því að það gerist ekki það mikið dags daglega hjá mér.

Nema hvað við Katrín fórum í nudd á Nordica síðastliðin miðvikudag, á afmælinu hennar Katrínar og það var rosanæs, ég þurfti alveg á því að halda eftir að hafa legið í þriggja daga veikindum og var orðin mjög slæm í bakinu. Nema hvað að konan sem nuddaði mig var Asísk og pínulítil eftir því ! Ég hafði miklar áhyggjur af því að hún mundi ekki ná að nudda mig af því að hún mundi örugglega ekki ná uppá bekkinn og að hún mundi örugglega hreinlega ekki ráða við mig. En viti menn þessi pínuponsu litla kona réði vel við mig ;o) Hún gjörsamlega fór með mig eins og að hún væri að verka harðfisk, ég var nudduð, barin, lamin, toguð og teygð í 40 mínútur en mikið svakalega var þetta gott. Var reyndar mjög fyndið á mér hárið þegar ég stóð upp, það var allt uppí lofti. En ég náði að laga það áður en ég fór útúr herberginu þannig að það varð enginn vitni að þessari mjög svo undarlegu hárgreiðslu.

En meðan hún var að nudda mig blessuð konan fór ég að hugsa hvað mig langaði einu sinni að vinna sem nuddari !!! Svo þegar ég lá þarna og fékk alltí einu panikk þegar konan réðst á lappirnar á mér og fattaði að ég rakaði mig ekki fyrir þennan tíma, (bjóst nebblega ekki við fótanuddi) að það er örugglega fullt af mjög svo ógirnilegu fólki sem fer í nudd... kannski eitthver með bólugrafið bak !! Og svo springa bólurnar í höndunum á manni, rosalega bakloðin maður... eða eitthvað þar fram eftir götum og þá áttaði ég mig á því að ég var mjög fegin að hafa ekki lært nudd og ætla mér ekki að gera það !! Þannig að sú framavon fór gjörsamlega út um veður og vind.

Þannig að áfram held ég að leita af fullkomna starfinu mínu. Er búin að finna það en þarf bara að reyna að koma mér eitthvern veginn áfram í því starfi ;o)
Anyway... until next time.
Luv ya all
Chao

Thursday, January 18, 2007

Harðsperrur!!!!!

Er gott fyrir mann að fá harðsperrur ?? Er gott að fá svona miklar harðsperrur ?? Ja ég spyr, ég ætlaði varla að meika það upp tröppurnar í mat áðan, ég er meira að segja alveg að geta ekki pikkað í tölvuna af því að ég er með harðsperrur nánast fram í fingurgóma !! Ég bara spyr er þetta hollt ?

Ekki það að tilfinningin er góð að vita að maður hefur verið að reyna á sig það er gott og að fara að sofa á kvöldin og vera svona gott þreyttur það er æði .... ég er reyndar þannig núna og klukkan ekki nema 13:30.

Svo er bara að taka mataræðið í gegn !! Og það er erfitt ! Það er bara svakalega erfitt, sko ég festist alltaf í að hafa bara alltaf það sama í matinn og fæ svo ógeð og þá spring ég, þannig að ég þarf hugmyndir. Eitthvað ótrúlega auðvelt og eitthvað sem Júlía Sól getur borðað líka .... ekki það mig vantar kokk sem býr hjá mér og einkaþjálfara líka sem býr hjá mér líka ... mig langar í fullt af mönnum sem mega búa hjá mér !!

Ég vil ekki sjá skyr og k0tasælu og túnfisk..... þannig að komið með allt annað, eða kynnið mig fyrir kokk/einkaþjálfara ;o)
Chao baby´s

Sunday, January 14, 2007

Á að snjóa mikið lengur !!

Nú er ég alveg búin að fá mig fullsadda af þessum snjó... jú ok það birtir til og öllum finnst gaman að leika í snjónum en kommon fólk !!! Hver nennir að skafa af bílnum á hverjum morgni það er bara ekkert gaman !! Ég vil hafa snjóinn fyrir utan bæinn !! Ekki í heimkeyrslunni minni eða á bílnum mínum... þetta er bara leiðinlegt !! Og nýju skórnir mínir eru komnir með svona hvíta rönd á sig eftir bleytu !!

En hvað um það, var í afmæli hjá Hildi í gær .... mjög mjög gaman ;o) En svo fórum við á Aroma... ekki það það var mjög gaman og Júlli er nottulega bara frábær Dj.... en vá mér leið eins og ég væri á eitthverjum útnára skemmtistað. Það hafa örugglega allir séð svona bíómyndir af svona red neck stöðum þar sem hljómsveitin er inní búri af því að fólk grítir flöskum í það... fékk alveg þannig fíling. Nema það kannski grýtti engin flöskum eða neitt en þetta er bara súr staður !! Ok sem kaffihús (en vil benda góðfúslega á að þarf alveg að reykhreinsa staðinn) en sem skemmtistaður er Cafe Aroma ekki að gera sig ;o)

Og svo ég ræði nú aftur snjóinn þá fer hann líka í taugarnar á mér vegna þess að þegar ég fer út að skemmta mér langar mig að vera á fallegum skóm, jafnvel með góðum hæl og þess vegna opnir í tánna... en ég get það ekki þegar maður veður snjó uppað mitti... þetta fer bara alveg allsvakalega í taugarnar á mér !!!

En ég er svona í alvörunni að spá í að fara að fjárfesta í skóflu og moka heimkeyrsluna mína í kvöld svo ég geti lagt bílnum í stæðið fyrir utan íbúðina ekki uppá götu þar sem allr geta frussað yfir blessaðan bílinn !!!

Ef þið greinið nettan pirring þá er það rétt... ég er pirruð yfir snókomunni !
En alltí lagi þá ;o)
Heyrumst síðar

Wednesday, January 10, 2007

Ég brenn inaní mér .....

Árið byrjar vel !!! Eða ekki ... þegar kemur að karlmönnum !! En ég lofaði sjálfri mér svo sem því að vera ekkert að spá í einu eða neinu svoleiðis kjaftæði. En þegar maður fær litla fingurinn, þá langar manni í meira og þegar manni er sagt að ekki sé hægt að lofa manni neinu þá getur maður ekki orðið annað en smá sár.

Ég veit að við eigum aldrei eftir að skilja karlmenn og þeir eiga aldrei eftir að skilja okkur heldur, en vá !!!

Jæja ég ætla nú bara að hrista þetta af mér og takast á við næsta sem að kemur. Nema kannski er ég bara svona týpa sem er ekki sambandshæf ! Ja maður skilur ekki !

Er ekki merkilegt þegar maður er svona andlaus rétt eftir jólin, það er eins og eitthverju hafi gjörsamlega verið kippt undan löppunum á manni, það er allt svo tómt og dimmt og drungalegt. Nú fer skammdegið að hellast yfir og ekkert frí fyrr en um páskana. Það er nottulega bara ómanneskjulegt. Hverjir ráða hvenær eru frídagar, ég ætla að koma með tillögu um frí eitthverstaðar í Jan, feb eða mars.

En ég er í alvurunni ekkert súr þessa dagana sko, þó svo að það hljómi svo hér að ofan. Maður er bara að jafna sig eftir jólin, átið og sukkið ! Og ég er búin að skemmta mér konunglega í öllu sem ég hef verið að gera eins og Katrín sagði " Heiða got her groove back" og ég held svei mér þá að það sé rétt og ég ætla að halda áfram að hafa groove-ið og skemmta mér og öllum þeim sem vilja koma með ;o)
Alltí lagi þá
Heyrumst seinna
Bless bless yall ;o)

Thursday, January 04, 2007

Áramótaheit !

Jæja nú er veruleikinn að byrja á ný á morgun. Dísess ég gæti alveg hugsað mér að vera svona 2 vikur í viðbót í fríi. En það er ekki í boði ;o) Áfram höldum við.

Strengduð þið áramótaheit ?? Hvað var það ??

Ég hef alltaf strengt eitthver heit, í fyrra ætlaði ég að ganga út (sko ekki útúr húsi, ætlaði að finna mér mann) !! En það gekk því miður ekki upp, og ég ætla ekki að tala um öll árin sem maður ætlaði í heví megrun og byrjaði fyrsta daginn á svindli og öll árin sem ég ætlaði mér að skrifa dagbók !! En því miður það gerðist bara aldrei neitt nógu spennandi til að maður hafði um það að skrifa í heila bók. Svo sem ekkert krassandi í gangi á aldrinum 10-13 ára, maður hefði kannski átt að skrifa bók um unglingsárin og öll vandamálin sem þeim fylgdu... það hefði orðið góð bók fyrir unglinga í dag eða svona bók hvernig á ekki að gera hlutina hahaha.

En í ár ákvað ég að strengja eitt heit og það var að hugsa betur um hana blessuðu ömmu mína og byrjaði í gær á því að bjóða henni mat. Og það var æðislegt, við saumuðum saman gardínur og spjölluðum um allt milli himins og jarðar meðan hún var hérna hjá mér. Hún amma mín er svo klár að hún lagaði saumavélina mína... sem ég var eiginlega búin að þræða bara vitlaust og setja nálina vitlaust í.. hún var ekkert biluð, ég er bara ekki betri saumakona en þetta. En þarna lærði ég eitthvað nýtt af henni. Hún er fín hún amma mín ;o) Og mér þykir ótrúlega mikið vænt um hana ;o) Og hey hún gaf mér húsráð við vörtum, ( sem hún prufaði á bróðir hennar mömmu þegar hann var lítill, var víst algjört vörtusvín) Sko... maður tekur gula baun, ekki niðursoðna heldur þessar sem maður gerir baunasúpuna úr, þið vitið. Nuddar bauninni á vörturnar, tekur svo band (helst lopa eða annað gróft band) bindir jafnmarga hnúta og vörturnar eru og grefur baunina og bandið í vígða mold. Hún amma mín gerði þetta allt saman þegar hún var ung og bjó íGrænukinninni, röllti sér uppí kirkjugarð og gróf bandið og baunina á eitthvert leiði ( verður að grafast í vígðri mold, ég var víst búin að taka það fram hehe) og viti menn vörturnar hans Ómars hurfu og komu aldrei aftur ... nú veit ég ekki hvort þær voru bara búnar að vera svona lengi á honum og duttu af eða hvort þetta gamla húsráð virkaði, en það væri gaman að prufa. Þannig að látiði mig vita ef þið fáið vörtur... þá gerum við könnun hehe
Já og þetta góða húsráð var í boði Álafoss og Ora ;o)

En allavega Gleiðilegt nýtt ár til allra og vona að allir eigi frábært 2007, ég ætla að blómstra 2007... (ekki af spiki, heldur gleði hehe)
Mogga stjörnuspáin mín var fín, ég ferðast til framandi landa og það gerist eitthvað mikið hjá mér vinnulega séð, framandi ferðalög og ég veit ekki hvað.
Anyway´s heyrumst síðar.
Veriði bless ;o)
Heiða