Wednesday, January 10, 2007

Ég brenn inaní mér .....

Árið byrjar vel !!! Eða ekki ... þegar kemur að karlmönnum !! En ég lofaði sjálfri mér svo sem því að vera ekkert að spá í einu eða neinu svoleiðis kjaftæði. En þegar maður fær litla fingurinn, þá langar manni í meira og þegar manni er sagt að ekki sé hægt að lofa manni neinu þá getur maður ekki orðið annað en smá sár.

Ég veit að við eigum aldrei eftir að skilja karlmenn og þeir eiga aldrei eftir að skilja okkur heldur, en vá !!!

Jæja ég ætla nú bara að hrista þetta af mér og takast á við næsta sem að kemur. Nema kannski er ég bara svona týpa sem er ekki sambandshæf ! Ja maður skilur ekki !

Er ekki merkilegt þegar maður er svona andlaus rétt eftir jólin, það er eins og eitthverju hafi gjörsamlega verið kippt undan löppunum á manni, það er allt svo tómt og dimmt og drungalegt. Nú fer skammdegið að hellast yfir og ekkert frí fyrr en um páskana. Það er nottulega bara ómanneskjulegt. Hverjir ráða hvenær eru frídagar, ég ætla að koma með tillögu um frí eitthverstaðar í Jan, feb eða mars.

En ég er í alvurunni ekkert súr þessa dagana sko, þó svo að það hljómi svo hér að ofan. Maður er bara að jafna sig eftir jólin, átið og sukkið ! Og ég er búin að skemmta mér konunglega í öllu sem ég hef verið að gera eins og Katrín sagði " Heiða got her groove back" og ég held svei mér þá að það sé rétt og ég ætla að halda áfram að hafa groove-ið og skemmta mér og öllum þeim sem vilja koma með ;o)
Alltí lagi þá
Heyrumst seinna
Bless bless yall ;o)

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er nú samt á því að spádómurinn sé að verða að veruleika:)

11 January, 2007 12:04  
Anonymous Anonymous said...

I don´t think so honí, það slúttaðist síðustu helgi darling !!
Og verður örugglega ekki meir ;o)

11 January, 2007 12:09  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu ég vissi ekki að það hefði verið eitthvað meira????

11 January, 2007 13:10  
Anonymous Anonymous said...

nú þú ert bara alveg úti hehe segi þér allt við tækifæri ;o) Þú bara verður að koma í heimsókn til mín hehe

11 January, 2007 13:38  

Post a Comment

<< Home