Sunday, January 14, 2007

Á að snjóa mikið lengur !!

Nú er ég alveg búin að fá mig fullsadda af þessum snjó... jú ok það birtir til og öllum finnst gaman að leika í snjónum en kommon fólk !!! Hver nennir að skafa af bílnum á hverjum morgni það er bara ekkert gaman !! Ég vil hafa snjóinn fyrir utan bæinn !! Ekki í heimkeyrslunni minni eða á bílnum mínum... þetta er bara leiðinlegt !! Og nýju skórnir mínir eru komnir með svona hvíta rönd á sig eftir bleytu !!

En hvað um það, var í afmæli hjá Hildi í gær .... mjög mjög gaman ;o) En svo fórum við á Aroma... ekki það það var mjög gaman og Júlli er nottulega bara frábær Dj.... en vá mér leið eins og ég væri á eitthverjum útnára skemmtistað. Það hafa örugglega allir séð svona bíómyndir af svona red neck stöðum þar sem hljómsveitin er inní búri af því að fólk grítir flöskum í það... fékk alveg þannig fíling. Nema það kannski grýtti engin flöskum eða neitt en þetta er bara súr staður !! Ok sem kaffihús (en vil benda góðfúslega á að þarf alveg að reykhreinsa staðinn) en sem skemmtistaður er Cafe Aroma ekki að gera sig ;o)

Og svo ég ræði nú aftur snjóinn þá fer hann líka í taugarnar á mér vegna þess að þegar ég fer út að skemmta mér langar mig að vera á fallegum skóm, jafnvel með góðum hæl og þess vegna opnir í tánna... en ég get það ekki þegar maður veður snjó uppað mitti... þetta fer bara alveg allsvakalega í taugarnar á mér !!!

En ég er svona í alvörunni að spá í að fara að fjárfesta í skóflu og moka heimkeyrsluna mína í kvöld svo ég geti lagt bílnum í stæðið fyrir utan íbúðina ekki uppá götu þar sem allr geta frussað yfir blessaðan bílinn !!!

Ef þið greinið nettan pirring þá er það rétt... ég er pirruð yfir snókomunni !
En alltí lagi þá ;o)
Heyrumst síðar

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fínn þessi snjór enda þarf ég ekki að fara út á morgnana að skafa, en ég segi það með þér innkeyrslan heima hjá þér er ekki snjóvæn :)

15 January, 2007 09:57  
Anonymous Anonymous said...

EEElska snjóinn. Vil hafa snjó í 2 mánuði á ári, desember og janúar. Svo má hann fara. Mér finnst bara æði að fara út í snjóinn og meira að segja allt í lagi að skafa bílinn :)
Kauptu þér bara kuldaskó... :)

15 January, 2007 13:05  
Anonymous Anonymous said...

já þér finnst alltí lagi að skafa af því að þú ert ekki að drífa þig út á morgnanna !!! Maður á bara að geta keyrt sig í snjóinn... þarf ekkert að búa í honum !

16 January, 2007 08:39  

Post a Comment

<< Home