Thursday, January 04, 2007

Áramótaheit !

Jæja nú er veruleikinn að byrja á ný á morgun. Dísess ég gæti alveg hugsað mér að vera svona 2 vikur í viðbót í fríi. En það er ekki í boði ;o) Áfram höldum við.

Strengduð þið áramótaheit ?? Hvað var það ??

Ég hef alltaf strengt eitthver heit, í fyrra ætlaði ég að ganga út (sko ekki útúr húsi, ætlaði að finna mér mann) !! En það gekk því miður ekki upp, og ég ætla ekki að tala um öll árin sem maður ætlaði í heví megrun og byrjaði fyrsta daginn á svindli og öll árin sem ég ætlaði mér að skrifa dagbók !! En því miður það gerðist bara aldrei neitt nógu spennandi til að maður hafði um það að skrifa í heila bók. Svo sem ekkert krassandi í gangi á aldrinum 10-13 ára, maður hefði kannski átt að skrifa bók um unglingsárin og öll vandamálin sem þeim fylgdu... það hefði orðið góð bók fyrir unglinga í dag eða svona bók hvernig á ekki að gera hlutina hahaha.

En í ár ákvað ég að strengja eitt heit og það var að hugsa betur um hana blessuðu ömmu mína og byrjaði í gær á því að bjóða henni mat. Og það var æðislegt, við saumuðum saman gardínur og spjölluðum um allt milli himins og jarðar meðan hún var hérna hjá mér. Hún amma mín er svo klár að hún lagaði saumavélina mína... sem ég var eiginlega búin að þræða bara vitlaust og setja nálina vitlaust í.. hún var ekkert biluð, ég er bara ekki betri saumakona en þetta. En þarna lærði ég eitthvað nýtt af henni. Hún er fín hún amma mín ;o) Og mér þykir ótrúlega mikið vænt um hana ;o) Og hey hún gaf mér húsráð við vörtum, ( sem hún prufaði á bróðir hennar mömmu þegar hann var lítill, var víst algjört vörtusvín) Sko... maður tekur gula baun, ekki niðursoðna heldur þessar sem maður gerir baunasúpuna úr, þið vitið. Nuddar bauninni á vörturnar, tekur svo band (helst lopa eða annað gróft band) bindir jafnmarga hnúta og vörturnar eru og grefur baunina og bandið í vígða mold. Hún amma mín gerði þetta allt saman þegar hún var ung og bjó íGrænukinninni, röllti sér uppí kirkjugarð og gróf bandið og baunina á eitthvert leiði ( verður að grafast í vígðri mold, ég var víst búin að taka það fram hehe) og viti menn vörturnar hans Ómars hurfu og komu aldrei aftur ... nú veit ég ekki hvort þær voru bara búnar að vera svona lengi á honum og duttu af eða hvort þetta gamla húsráð virkaði, en það væri gaman að prufa. Þannig að látiði mig vita ef þið fáið vörtur... þá gerum við könnun hehe
Já og þetta góða húsráð var í boði Álafoss og Ora ;o)

En allavega Gleiðilegt nýtt ár til allra og vona að allir eigi frábært 2007, ég ætla að blómstra 2007... (ekki af spiki, heldur gleði hehe)
Mogga stjörnuspáin mín var fín, ég ferðast til framandi landa og það gerist eitthvað mikið hjá mér vinnulega séð, framandi ferðalög og ég veit ekki hvað.
Anyway´s heyrumst síðar.
Veriði bless ;o)
Heiða

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár mæðgur ;O) já það er sko allt að vinna og engu að tapa að eiga tíma með þeim sem eldri eru ,mamma mín er sko Idolið mitt og endalaust gaman að spjalla við mömmu og þessar ömmur eru nú bara endalaus hafsjór af fróðleik ;O)
en hittumst vonandi hressar sem fyrst, vinkonukveðjur Drífa og co.

07 January, 2007 13:14  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá nýtt blogg frá þér. Ég þarf auðvitað ekki að segja þér hvað ég met mikils að vera með þeim eldri, þar sem ég og afi spjöllum saman í hverri viku. Verð samt að viðurkenna að ég er ekki nógu dugleg hvað varðar ömmu mína :/
Heyrumst

08 January, 2007 15:47  

Post a Comment

<< Home