Thursday, November 30, 2006

Á maður ekki að halda áfram

Stundum bara dettur manni ekkert í hug til að skrifa um... undarlegt. Stundum er hausinn uppfullur af allskyns eitthverju til að skrifa um en þegar ég sest fyrir framan tölvuna er eins og allt sé dottið út... lak útum eyrun eitthverstaðar á leiðinni heim í tölvuna ...

En hvað um það, nóg framundan. Þessi helgi verður dáldið ströng en eflaust skemmtileg. Það er ratleikur í Heiðmörk á laugardagsmorgun, afmælisboð fyrir ömmurnar og afana um daginn og svo jólahlaðborð um kvöldið og svo bekkkjarafmæli á sunnudaginn... úffff. Ég er eiginlega búin á því bara að skrifa þetta, það tók á !!

BTW held ég sé búin að sættast við bankann...... við sjáum til !!
Bæ í bili
Heyrumst

Tuesday, November 21, 2006

Snjókorn falla.....

Já nú eru börn landsins kát og glöð... ég ekkert svo glöð. Snjórinn á að hafa vit á því að vera bara í fjöllunum þar sem við getum farið ef okkur langar. En ég segi það nú ekki það birtir mikið yfir þegar að það er snjór úti og börnin gleðjast alveg helling ;o)

En er ekki ótrúlegt hvað bankavesen getur dregið úr manni ..... nú sef ég ekki, er með hausverk og sífelldan áhyggjuhnút í maganum....

Ég spyr nú bara hvenær mun minn tími koma ??? Þetta er orðið gott !!!

Heyrumst síðar
kv
Heiða

Saturday, November 18, 2006

Ég er ótrúlega stolt af honum bróðir mínum !!

Hann bútti til eldflaug !!!

Ég er að springa úr stolti ;o) Við mæðgur, Amma, mamma, ég og Júlía Sól héldum af stað í hádeginu í dag uppí Krísuvík að horfa á fyrsta eldflaugaskot á Íslandi !! Ég var svo sem að deyja á leiðinni úr bílveiki og hélt að ég mundi gubba, en náði að halda því niðri þangað til við komum á Vigdísarvelli... ( ætli þeir heiti eftir hinni einu sönnu Vigdísi ? ) Anyway það var slatti af fólki komið saman til að horfa á þetta, NFS og allt. Nú við stóðum þarna í sjö stiga frosti í einn og hálfan klukkutíma, tærnar orðnar vel kældar og lærin og rassin eru ennþá að jafna sig, en það var vel þess virði. Þetta var alveg magnað.

Þeir skutu flauginni á loft og hún fór 1080 metra og náði 590 km hraða. Þetta var ótrúlega flott, hún fór beinustu leið upp og ég hélt svei mér þá að hún ætlaði aldrei að stoppa en svo þegar maður var alveg að fara að missa af henni skaust fallhlífin út og hún lagði af stað niður aftur. Mér finnst þetta stórmerkilegt og mjög skemmtilegt að hafa séð þetta. Það er ekki á hverjum degi sem maður horfir á eldflaugaskot og hvað þá ef að það er manns eigins bróðir sem skýtur...

Smári Freyr og co inni inni innilega til hamingju, það var bara frábært að verða vitni af þessu með ykkur. Þið megið vera ótrúlega stoltir og góðir með ykkur núna í nokkra daga ;o)

Og fyrst ég er í hamingjuóskunum þá koma hér baráttu kveðjur til hennar Margrétar Hrefnu, Margrét gangi þér ótrúlega vel, ég vona að þú komist alla leið, ég er líka ótrúlega stolt af þér. Leyfðu mér að fylgjast með ;o)
Heyrumst seinna
Adios amigos...

Thursday, November 16, 2006

Ef ég bara gæti .....

Þá mundi ég láta fella niður alla vexti, verðbólgu, tolla, vsk... ég yrði kannski ekkert góður pólitíkus og ríkiskassin færi fljótt á hausinn. En ég yrði vinsæl meðal almúgans hehe.

Já og ég mundi líka láta loka KB Banka !!

Saturday, November 04, 2006

Pólitíska Ég ;o)

Ég held að allir allir allir séu nokkurn veginn varir við það að kostningar eru á næsta leiti, alltí einu eru allir pólitíkusar farnir að vera obboðslega almennilegir og sýnilegir, ríkistjórnin búin að blinda þjóðina af matarlækkunum og allir glaðir.... eða hvað ??

í bæjar/borgarstjórnakostningum síðastliðið vor kom Jón Baldvin Hannibalsson með góðan punkt. (eins ruglaður og ég held að hann sé orðinn) Hann sagði að fréttamenn landsins væru alls ekki að standa sig gagnvart þjóðinni, með því að reka ekki ofan í bæjarstjórnafulltrúa og aðra flokksfulltrúa hvað varð um þau kostningaloforð sem þeir stóðu ekki við á síðasta tímabili. Þetta var góður punktur hjá honum....

Nú ætla ég að leita uppi öll kostningaloforð sem lofuð voru fyrir síðustu kostningar athuga hvaða loforð var staðið við og hvað ekki. Svo þegar þingmenn og aðrir frambjóðendur fara að vera extra sýnilegir þegar lengra líður að kostningum og fara að heimsækja vinnustaði þá ætla ég að gera eins og Jón Baldvin sagði og reka ofan í þá allt þar sem þeir stóðu ekki við og fá svör við því af hverju þessum loforðum var ekki fylgt eftir. Og ég hvet alla að gera það sama !

En hafiði tekið eftir hvað ég er orðin há-pólitísk ... held að það sé ekkert rugl að ég ætti að fara útí pólitík. Veit reyndar ekki hvaða flokk, en held ég ætti bara að stofna minn eigin.
Bara eitt... ekki láta blindast af neinu sem ríkisstjórn gerir rétt korter fyrir kostningar ;o)
Og ef þið hafið eitthvað til að reka oní ráðamenn ekki hika... við eigum rétt að að vita hvað sé í gangi í þjóðfélaginu..

Jæja er hætt í bili, finnst ótrúlega gaman að heyra ykkar skoðanir á hinum ýmsu málum ;o)
veit að allir sem ég þekki hafa ótrúlega miklar skoðanir og gaman að heyra mismunandi skoðanir
á hlutunum ;o) Hlakka til að heyra í ykkur.
Hafiði það gott og vona að þið eigið góða helgi.