Ég er ótrúlega stolt af honum bróðir mínum !!
Hann bútti til eldflaug !!!
Ég er að springa úr stolti ;o) Við mæðgur, Amma, mamma, ég og Júlía Sól héldum af stað í hádeginu í dag uppí Krísuvík að horfa á fyrsta eldflaugaskot á Íslandi !! Ég var svo sem að deyja á leiðinni úr bílveiki og hélt að ég mundi gubba, en náði að halda því niðri þangað til við komum á Vigdísarvelli... ( ætli þeir heiti eftir hinni einu sönnu Vigdísi ? ) Anyway það var slatti af fólki komið saman til að horfa á þetta, NFS og allt. Nú við stóðum þarna í sjö stiga frosti í einn og hálfan klukkutíma, tærnar orðnar vel kældar og lærin og rassin eru ennþá að jafna sig, en það var vel þess virði. Þetta var alveg magnað.
Þeir skutu flauginni á loft og hún fór 1080 metra og náði 590 km hraða. Þetta var ótrúlega flott, hún fór beinustu leið upp og ég hélt svei mér þá að hún ætlaði aldrei að stoppa en svo þegar maður var alveg að fara að missa af henni skaust fallhlífin út og hún lagði af stað niður aftur. Mér finnst þetta stórmerkilegt og mjög skemmtilegt að hafa séð þetta. Það er ekki á hverjum degi sem maður horfir á eldflaugaskot og hvað þá ef að það er manns eigins bróðir sem skýtur...
Smári Freyr og co inni inni innilega til hamingju, það var bara frábært að verða vitni af þessu með ykkur. Þið megið vera ótrúlega stoltir og góðir með ykkur núna í nokkra daga ;o)
Og fyrst ég er í hamingjuóskunum þá koma hér baráttu kveðjur til hennar Margrétar Hrefnu, Margrét gangi þér ótrúlega vel, ég vona að þú komist alla leið, ég er líka ótrúlega stolt af þér. Leyfðu mér að fylgjast með ;o)
Heyrumst seinna
Adios amigos...
Ég er að springa úr stolti ;o) Við mæðgur, Amma, mamma, ég og Júlía Sól héldum af stað í hádeginu í dag uppí Krísuvík að horfa á fyrsta eldflaugaskot á Íslandi !! Ég var svo sem að deyja á leiðinni úr bílveiki og hélt að ég mundi gubba, en náði að halda því niðri þangað til við komum á Vigdísarvelli... ( ætli þeir heiti eftir hinni einu sönnu Vigdísi ? ) Anyway það var slatti af fólki komið saman til að horfa á þetta, NFS og allt. Nú við stóðum þarna í sjö stiga frosti í einn og hálfan klukkutíma, tærnar orðnar vel kældar og lærin og rassin eru ennþá að jafna sig, en það var vel þess virði. Þetta var alveg magnað.
Þeir skutu flauginni á loft og hún fór 1080 metra og náði 590 km hraða. Þetta var ótrúlega flott, hún fór beinustu leið upp og ég hélt svei mér þá að hún ætlaði aldrei að stoppa en svo þegar maður var alveg að fara að missa af henni skaust fallhlífin út og hún lagði af stað niður aftur. Mér finnst þetta stórmerkilegt og mjög skemmtilegt að hafa séð þetta. Það er ekki á hverjum degi sem maður horfir á eldflaugaskot og hvað þá ef að það er manns eigins bróðir sem skýtur...
Smári Freyr og co inni inni innilega til hamingju, það var bara frábært að verða vitni af þessu með ykkur. Þið megið vera ótrúlega stoltir og góðir með ykkur núna í nokkra daga ;o)
Og fyrst ég er í hamingjuóskunum þá koma hér baráttu kveðjur til hennar Margrétar Hrefnu, Margrét gangi þér ótrúlega vel, ég vona að þú komist alla leið, ég er líka ótrúlega stolt af þér. Leyfðu mér að fylgjast með ;o)
Heyrumst seinna
Adios amigos...
3 Comments:
Fréttastofan heitir NFS .... þannig að nei NFS er ekki hætt, bara stöðin sjálf ;o)
Til hamingju með hann bróðir þinn :)
frábært hjá honum... styð alla nýsköpun!! :)
Til hamingju með bróa. Þetta var rosalega flott hjá honum og alveg þess virði að hanga í 7 stiga frosti og horfa á. Snorri fílaði þetta alveg í tætlur.
Oooo en gaman að fá svona kveðjur. Þetta gekk alveg rosalega vel. Betur en ég þorði að vona. Nú er bara að sjá hvað gerist.
Knús
Post a Comment
<< Home