Thursday, November 30, 2006

Á maður ekki að halda áfram

Stundum bara dettur manni ekkert í hug til að skrifa um... undarlegt. Stundum er hausinn uppfullur af allskyns eitthverju til að skrifa um en þegar ég sest fyrir framan tölvuna er eins og allt sé dottið út... lak útum eyrun eitthverstaðar á leiðinni heim í tölvuna ...

En hvað um það, nóg framundan. Þessi helgi verður dáldið ströng en eflaust skemmtileg. Það er ratleikur í Heiðmörk á laugardagsmorgun, afmælisboð fyrir ömmurnar og afana um daginn og svo jólahlaðborð um kvöldið og svo bekkkjarafmæli á sunnudaginn... úffff. Ég er eiginlega búin á því bara að skrifa þetta, það tók á !!

BTW held ég sé búin að sættast við bankann...... við sjáum til !!
Bæ í bili
Heyrumst

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður bara getur ekki annað en elskað svona helgar sem maður hefur ekki tíma til að setjast niður og slappa af... En gott að heyra að þú og bankinn séu að vingast aftur:) Annars sendirðu bankastjóranum bara svona 2006 samfellu og færð pening út úr honum þannig:)

30 November, 2006 23:37  
Anonymous Anonymous said...

haha já ekki spurning ;o) Maður ætti nú bara að gera það til að tryggja framtíðina hvort sem þetta reddast eða ekki ....

01 December, 2006 10:10  
Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel með afmælið. Ég er líka á fullu í að undirbúa afmælisveisluna hans Tómasar Atla á morgun. Svo er okkur boðið í matarboð á sunnudaginn. Virðist vera nóg að gera út um allt.

01 December, 2006 22:27  

Post a Comment

<< Home