Tuesday, October 31, 2006

Hvað er að gerast á litla Íslandi !!

Ég er alveg ógeðslega reið núna !! Sko það var eitthvað gáfumenni sem ákvað að byrja á því að flytja útlendinga til Íslands til þess að vinna í láglaunastörfum !! Ég spyr... hvað hefur það gert okkur gott ? Ef eitthver er með eitthvað jákvætt gagnvart þessum massa innflutningi af hinum ýmsu þjóðernum þá vinsamlega verið svo væn að koma með eitthvað jákvætt af því að akkúrat núna vil ég allt þetta lið heim til sín aftur.

Bara þessi frétt síðan um helgina að 4 menn hafi ráðist á konu á skemmtistað þegar hún fór á klósettið og maðurinn hennar beið frammi, þetta er skelfilegt. Og svo bættust 6 við þegar maðurinn reyndi að bjarga konunni sinni. Við þurfum að gera eitthvað, ég persónulega vil sjá myndir af þessum mönnum. Því þeir ganga lausir núna !! Hvað gerist næstu helgi ?? Það er búið að vera helgi eftir helgi eitthver nauðgunartilfelli og ég er að segja það að þetta eru allt innflytjendur. Þeir koma ekki með neitt nema ómenningu hingað. Það er komið þannig að maður fer aldrei einn á klósett ?? Hvað þá að labba ein í leigubíl á nóttinni eða að fara að hitta vini sína á næsta stað eða eitthvað !! Ég segi það hér og skrifa að ég mun aldrei aldrei koma mér í þá stöðu að vera eitthverstaðar ein í miðbæ Reykjavíkur um nótt á helgi !!

Mér finnst þetta mjög slæm þróun hérna hjá okkur, við erum alltof lítil þjóð til að geta tekið við þessu fólki og breytt svo mörgu svona fljótt af því að útlendingar eru orðin 10% af þjóðinni !! Hvað gerist svo ?? Ég heyrði mann í útvarpinu í dag sem talaði um að við myndum skiptast í tvær þjóðir... Íslendingarnir sem vinna hálauna vinnurnar og svo útlendingarnir sem vinna útá landi og í laglaunastörfum !! Já ég er bara reið....
En gott að vera búin að blása.
Nóg í bili - ég er orðin góð núna hehe
Heyrumst betur seinna ;o)

Monday, October 30, 2006

Vakna vakna !!!

Ég er að fara að halda áfram á námskeið nr 2 í Bootícamp... það byrjar á morgun í hádeginu. Ég er búin að finna mér 101 ástæðu fyrir að halda ekki áfram !! En ég ætla ekki að hafa það í boði fyrir sjálfa mig að hætta. Ég skal klára þetta námskeið svo sé ég til hvað gerist eftir það. Ég á nú ennþá kort í Techno sem ég ætla að nota líka.

Ok það er svakalegur mánudagur í mér í dag, ég ligg hálfpartinn í stólnum mínum og er búin að vefja mig inní stórt prjónasjal sem ég keypti dýrum dómum í spútnik eitthvern tíma fyrir löngu síðan. Ég er meira að segja búin að fá mér kaffi .... já trúið þið því kaffisvelgir þarna úti ?? En það er alveg sama hvað ég reyni og ég er meira að segja búin að blanda kakó útí en vonda kaffi bragðið smígur alltaf í gegn eins og (ég finn ekkert eins og af því ég veit ekki hvað smígur eins og kaffi) En allavega kaffi er vont alveg sama hvað og það er ekki að vekja mig !! Þannig að mig langar í súkkulaði.

Ég get ekki beðið eftir að komast heim til Snúllu litlu, ég veit ekkert betra en að skríða uppí þegar við komum heim og horfa á barnaefni.. eða sko hún horfir og ég hrýt utan í henni þangað til hún ýtir (hvort er ýtir eða ítir ?) í mig og biður mig um að hætta að liggja á henni hahaha....
Jæja meira seinna
Sí jú leiter darlings....

Friday, October 27, 2006

Ég var að fatta...

Að ég þarf ekkert alltaf að skrifa major ritgerðir hingað inn. Gæti svo sem alveg bara skrifað stutt blogg líka. En það er samt ótrúlega skondið að ég byrja alltaf á því að skrifa bara rétt svo smá en svo endar það alltaf í ritgerðum

En það ætla ég ekki að gera núna af því að ég er að fara að fara alveg að fara heim ;o) Dóttir mín er í fimleikum og ég er að teygja lopann þangað til klukkan slær rétt í sex til þess að þurfa ekki að horfa... en það getur samt verið mjög fyndið að horfa á þessar rófur druslast um í fimleikasalnum og nú eru til skemmtilegri tæki til að leika sér í (eða gera fimleika í) en þegar ég var.... það er til svona dýna sem er í hring og hjálpar manni að fara í afturá bak brú. Sem by the way ég gat aldrei ég var líka soddan brussa ! En ef svona dýna hefði verið til gæti ég kannski farið í brú og væri enn að !! Eða ekki... maður veit aldrei !! Vitiði ástæðuna fyrir því að ég hætti í fimleikum ... sko ég var snillingur í afsökunum þegar ég var 10 ára... sko við fluttum úr norðurbænum niður á Lækjargötu .. og ég nennti ekki að hjóla uppí Víðistaðaskóla !! Þess vegna hætti ég í fimleikum.. og greinilegt að mamma mín er ekki pro fimleika kona því hún ýtti ekkert á mig og lét mig byrja í handbolta í staðinn.. sem var svo sem alltí lagi. En ég hefði frekar viljað vera fimleikadrottning af því að ég varð aldrei handboltastjarna.

Jæja ég er hætt
Heyrumst seinna.
Góða Helgi

Wednesday, October 25, 2006

Ég er ekki að nenna þessu !!

Þykir leiðinlegt að hryggja ykkur en ég er ekki sú besta að skrifa hér inn, hef eitthvern veginn ekkert að skrifa um þessa dagana. Fullt og ekkert búið að gerast. Árshátíðin búin, Bootcampið búið.... er að berjast við hvort ég eigi að halda áfram í næsta námskeið. Tími ekki að hætta en er samt nýbúin að eyða fullt fullt af péningum í líkamsrækt og veit ekki hvort ég tími fleiri péningum ! Og svo eru að koma jólin og ég er nú alveg farin að plana og hugsa hvað ég á að gefa fólki. Þar sem draumurinn um að vera erlendis þessi jólin fór fyrir bí verð ég að reyna að gera gott úr þessum blessuðu jólum. Er að fara að vinna í exel skjalinu mínu góða og gera fjárhagsáætlun hehe... já ég geri áætlun fyrir öll jól og set svo inn hvað ég eyði og hvað ég fer mikið yfir áætlun... fer nebblega yfirleitt yfir áætlunina hehehe.... en þessi jólin ætla ég að vera dugleg í heimagerðum jólagjöfum.

Nú svo er afmæli prinsessunar á næsta leiti og það er annað eins plan nema þessi afmæli hennar kosta mig alltaf milljónir og ég ætla ekki að láta það gerast núna !! Spurning að gefa þeim bara kartöflur og vatn..... kannski poppa örlítið hehe

Ég var í heilsufarsmælingu sem ég var mjög ósátt við, kerlingabeljan ákvað að lesa yfir mér að hreyfa mig meira og drekka létt mjólk en ekki nýmjólk ömmm ég drekk ekki mjólk einu sinni og ég á að forðast rjóma !! Hmm ég sem drekk pela á dag... mér finnst ótrúlega merkilegt að ákveða að lesa yfir manneskju sem þú veist ekkert hvað gerir reglulega, er t.d. búin að vera í mjög mikilli hreyfingu og að passa mataræðið... þannig að ég er eiginlega búin að láta þessa konu !"#%skemma fyrir mér daginn í dag !

Heyrðu já og bíllinn minn er bilaður.... æðislegt .... og ég tími ekki að láta gera við hann ..... þannig að ég er búin að dröslast á vinnubíl og níðast á bleiku vinkonu minni elskulegu ;o)

Nóg í bili, heyrumst seinna.
bless bless

Sunday, October 01, 2006

BootCamp.is

Já ég lét plata mig í BootCamp !!!Sko ég talaði um að Borghildur nyti þess að horfa á mig rembast eins og ormur í tækjunum og hlæja innra með sér ;o) En jimin eini hún er jólahátíð miðað við þessa satista í þessu Bootcamp. Eina sem gerir þetta þolanlegt er að það er alveg sérlega gaman að horfa á þá ;o) Þeim finnst örugglega jafnfyndið að horfa á okkur emja eins og hálfétin dýr hvort sem það er eitthverstaðar úti á Miklatúni eða inní vinnu. Ég er líka nokkuð viss um að þeir hittast einu sinni í viku og hlæja saman af öllum þeim sem ekkert geta hehehe... allavega mundi ég gera það ef ég væri þeir ;o)

En það hefur gripið um sig æði í vinnunni, flest allir eru í BootCamp og svo er mjög fyndið að horfa á allt liði haltra um alla ganga því jú allir eru að drepast í harðsperrum, það hefur held ég liðið yfir tvo af áreynslu og flest öllum hefur langað að æla. Allavegana eftir fyrsta tímann var ég með blóðbragð í hálsinum og hafði enga list á neinu. Það er kannski þess vegna sem fólk grennist á þessu !! Það bara ælir og hefur enga matarlyst.

Þrátt fyrir allt þetta þá er þetta mjög gaman og maður er að kynnast fullt af fólki inn í vinnunni sem maður eiginlega heilsaði ekkert fyrr en núna sameinast allir í þjáningum sínum. Sem er mjög fyndið. En ástæðan fyrir þessu er árshátíðin... það ætla allir í kjólinn fyrir árshátíð. Ég veit nú ekki hvort ég fari mikið í kjól þar sem ég hef nú ekki verið fögur í kjól hingað til en það er aldrei að vita hvað mér svo sem dettur í hug.

Málið er að ég er með dress í huga, en er það dress til !!! Ekki svo viss, en leitin hefst fljótlega og helst í dag. Ég þarf líka að finna mér gallapils og skyrtu fyrir næstu helgi þar sem við Jónar Transport erum að bjóða í kúrekapartí á föstudaginn, Ég, Katrín Svana og Ellen ásamt Andra erum búnar að vera í fullu fjöri í nefndinnni að plana þetta partí og ég skal segja ykkur það að þetta er mjög gaman og ég er alveg búin að finna mína hillu í lífinu sem event planner .... mér finnst það bara spennandi.