Tuesday, October 31, 2006

Hvað er að gerast á litla Íslandi !!

Ég er alveg ógeðslega reið núna !! Sko það var eitthvað gáfumenni sem ákvað að byrja á því að flytja útlendinga til Íslands til þess að vinna í láglaunastörfum !! Ég spyr... hvað hefur það gert okkur gott ? Ef eitthver er með eitthvað jákvætt gagnvart þessum massa innflutningi af hinum ýmsu þjóðernum þá vinsamlega verið svo væn að koma með eitthvað jákvætt af því að akkúrat núna vil ég allt þetta lið heim til sín aftur.

Bara þessi frétt síðan um helgina að 4 menn hafi ráðist á konu á skemmtistað þegar hún fór á klósettið og maðurinn hennar beið frammi, þetta er skelfilegt. Og svo bættust 6 við þegar maðurinn reyndi að bjarga konunni sinni. Við þurfum að gera eitthvað, ég persónulega vil sjá myndir af þessum mönnum. Því þeir ganga lausir núna !! Hvað gerist næstu helgi ?? Það er búið að vera helgi eftir helgi eitthver nauðgunartilfelli og ég er að segja það að þetta eru allt innflytjendur. Þeir koma ekki með neitt nema ómenningu hingað. Það er komið þannig að maður fer aldrei einn á klósett ?? Hvað þá að labba ein í leigubíl á nóttinni eða að fara að hitta vini sína á næsta stað eða eitthvað !! Ég segi það hér og skrifa að ég mun aldrei aldrei koma mér í þá stöðu að vera eitthverstaðar ein í miðbæ Reykjavíkur um nótt á helgi !!

Mér finnst þetta mjög slæm þróun hérna hjá okkur, við erum alltof lítil þjóð til að geta tekið við þessu fólki og breytt svo mörgu svona fljótt af því að útlendingar eru orðin 10% af þjóðinni !! Hvað gerist svo ?? Ég heyrði mann í útvarpinu í dag sem talaði um að við myndum skiptast í tvær þjóðir... Íslendingarnir sem vinna hálauna vinnurnar og svo útlendingarnir sem vinna útá landi og í laglaunastörfum !! Já ég er bara reið....
En gott að vera búin að blása.
Nóg í bili - ég er orðin góð núna hehe
Heyrumst betur seinna ;o)

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

UFF hvað ég er sammála þér á mörgum sviðum. Er reyndar ekki sammála að allt þetta "lið" sé pakk, því inn á milli er heiðarlegt, vinnusamt og gott fólk, en fólksstraumurinn, lágu launin, aðlögunarvandinn og allt það... við eigum ekki að vera lenda í þessu eftir að hafa horft á vandamál nágrannalandanna!!

The Crow - sko myndinn :)

01 November, 2006 18:12  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst minnsta kosti ekki spurning að þeir sem brjóta af sér séu sendir 1, 2 og 3 heim til sín aftur og fá ekki að koma til baka.

01 November, 2006 20:20  
Anonymous Anonymous said...

Ísland er að breytast í fanganýlendu var ekki einhver vitleysingur sem spáði því...

02 November, 2006 11:59  
Anonymous Anonymous said...

Oooo það er svo æðisleg mynd, heyrðu ég kem til þín elskan fljótlega og horfi á hana með þér með stóran klút og syrgi Brandon Lee, hann var svoooooo sætur ;o)

En auðvitað leynast góðir inná milli, það verður bara eitthver að taka í taumana núna áður en það verður of seint og þetta verður að stoppa eitthverstaðar... ég meina það ég á að fara í pólitík hehehe

02 November, 2006 12:07  
Anonymous Anonymous said...

Já þú ert velkominn... við getum grenjað yfir henni saman :)

Lýst vel á framboðspælingarnar... en eins gott að kjördæmið sé rétt, ekkert Garðabæjarkjaftæði hér :)

02 November, 2006 23:26  
Anonymous Anonymous said...

Ég þarf að flytja í almennilegt bæjarfélag til að bjóða mig fram ... það þýðir ekkert að skipta um skoðun í Garðabæ... þar er bara ein skoðun. Veit ekki einu sinni hvort að það sé almennileg pólitík þar hehe.

En það þarf heldur betur að taka á þessum útlendingavanda hérna og ég held að ég sé akkúrat manneskjan í það ;o)

03 November, 2006 09:05  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert nú alveg manneskjan til að ræða útlendingamál núna. En aldrei þessu vant er ég sammála þér að nokkru leiti með þetta. Við verðum að gera eitthvað við þessu og byrja einmitt á því að senda þá heim sem brjóta af sér og setja þá á bannlista. Við eigum alveg nóg af íslenskum brotamönnum þó að við förum ekki að eyða peningunum okkar í fangelsisvistir fyrir útlendinga. En það má ekki gleymast að flestir innflytjendur eru besta fólk.
Ég er sammála Olgu, það vantar þak. Þetta er orðið gott í bili.

03 November, 2006 11:07  
Anonymous Anonymous said...

Já, þetta er svakalegt og ég er bara orðlaus og andlaus, en við verðum víst að passa okkur á stóru orðunum eins og:"Þeir koma ekki með neitt nema ómenningu hingað". Málið er ekki svo einfalt... eins og þú auðvitað veist. Verst af öllu er að þeim er bara sleppt og ganga lausir...
Ég á líka eftir að hugsa mig tvisvar um að fara ein út af balli og bíða í klst ein eftir leigubíl einhversstaðar utan alfaraleiðar eins og ég gerði einmitt eftir Sálarballið á Nasa um daginn.

03 November, 2006 21:05  

Post a Comment

<< Home