Sunday, October 01, 2006

BootCamp.is

Já ég lét plata mig í BootCamp !!!Sko ég talaði um að Borghildur nyti þess að horfa á mig rembast eins og ormur í tækjunum og hlæja innra með sér ;o) En jimin eini hún er jólahátíð miðað við þessa satista í þessu Bootcamp. Eina sem gerir þetta þolanlegt er að það er alveg sérlega gaman að horfa á þá ;o) Þeim finnst örugglega jafnfyndið að horfa á okkur emja eins og hálfétin dýr hvort sem það er eitthverstaðar úti á Miklatúni eða inní vinnu. Ég er líka nokkuð viss um að þeir hittast einu sinni í viku og hlæja saman af öllum þeim sem ekkert geta hehehe... allavega mundi ég gera það ef ég væri þeir ;o)

En það hefur gripið um sig æði í vinnunni, flest allir eru í BootCamp og svo er mjög fyndið að horfa á allt liði haltra um alla ganga því jú allir eru að drepast í harðsperrum, það hefur held ég liðið yfir tvo af áreynslu og flest öllum hefur langað að æla. Allavegana eftir fyrsta tímann var ég með blóðbragð í hálsinum og hafði enga list á neinu. Það er kannski þess vegna sem fólk grennist á þessu !! Það bara ælir og hefur enga matarlyst.

Þrátt fyrir allt þetta þá er þetta mjög gaman og maður er að kynnast fullt af fólki inn í vinnunni sem maður eiginlega heilsaði ekkert fyrr en núna sameinast allir í þjáningum sínum. Sem er mjög fyndið. En ástæðan fyrir þessu er árshátíðin... það ætla allir í kjólinn fyrir árshátíð. Ég veit nú ekki hvort ég fari mikið í kjól þar sem ég hef nú ekki verið fögur í kjól hingað til en það er aldrei að vita hvað mér svo sem dettur í hug.

Málið er að ég er með dress í huga, en er það dress til !!! Ekki svo viss, en leitin hefst fljótlega og helst í dag. Ég þarf líka að finna mér gallapils og skyrtu fyrir næstu helgi þar sem við Jónar Transport erum að bjóða í kúrekapartí á föstudaginn, Ég, Katrín Svana og Ellen ásamt Andra erum búnar að vera í fullu fjöri í nefndinnni að plana þetta partí og ég skal segja ykkur það að þetta er mjög gaman og ég er alveg búin að finna mína hillu í lífinu sem event planner .... mér finnst það bara spennandi.

2 Comments:

Blogger Begga said...

Ég held ég verði bara að taka mér frí í vinnunni einn daginn til þess að koma að horfa á ykkur emja og veltast um í grasinu:)

01 October, 2006 20:50  
Anonymous Anonymous said...

haha já þú mundir örugglega emja um af hlátri þá ;o)

02 October, 2006 10:16  

Post a Comment

<< Home