Thursday, June 29, 2006

Fleiri draumar.......

Já þetta hættir ekki skal ég segja ykkur..... ég ætla nú ekki að hafa þetta langt...

En í nótt þá dreymdi mig að ég væri eiturlyfjaneitandi og ég sprautaði mig 2x í handlegginn með heróíni, ég var ss í Danmörk á leiðinni til Þýskalands til að halda jólin með Sigrúnu frænku sem btw býr í Danmörku. En ég var svo dópuð og það var svo dimmt allstaðar og ljótt að ég átti erfitt með að komast til að finna strætó til Þýskalands !!!! Svo hitti ég mjög mikið af mjög svo dularfullu fólki og þar á meðal rændi eitthver af mér skónum .....

Hvað er í gangi eiginlega ? Já ég spyr, ég vona að lífið mitt umturnist ekki á næstu dögum í eitthvað agalega slæmt.
En ég fór inna draumur.is og þetta fann ég um eitur og eiturlyf

Ekki þykir fyrir góðu að dreyma eitur. Það getur verið aðvörun um að stilla skap sitt. Ef dreymandinn tekur sjálfur inn eitur boðar það honum spennu og óvissu vegna ósveigjanleika hans sjálfs og stirðleika í samskiptun við aðra. Að sjá aðra taka inn eitur merkir sigur dreymandans, þrátt fyrir mótstöðu og réttláta samkeppni. Að henda eitri er fyrir því að dreymandinn kemst að ótryggðum einhvers sem hann mat mikils en sér nú í nýju ljósi. Að vera eiturlyfjaneytandi er fyrir svikum og falsi eða óhöppum.

Nú bara krossa ég fingur og vona bara að komast í gegnum þessa dimmu tíma framundan hjá mér !!!
Wish me good luck please ;o)
Heyrumst

Monday, June 26, 2006

Undarlegir Draumar

Mig dreymir svo skrítna drauma núna og mér finnst svona eins og að það sé verið að vara mig við eitthverju og ég þoli ekki að þekkja engan sem getur ráðið fram úr öllum þessum skrítnu draumum mínum. Ef þið þekkið eitthvern sem gæti þýtt draumana mína þá endilega komiði mér í samband við þann aðila ;o) En ég ætla nú að deila þessum draumum mínum með ykkur. Og hér koma þeir.

Draumur 1.
Ég er að synda í mjög svo tærum sjó en það var samt mjög mikill öldugangur og ég var eitthvern veginn útá miðjum sjó og það var ekkert í kringum mig. Nema svo koma 2 hákarlar og synda með mér og þeir byrja að synda í hringi í kringum mig og mynda svona hvirfilbyl í vatninu sem dregur mig á kaf. En ég var alls ekki hrædd og man hvað ég hugsaði ég ætla að slaka fullkomlega á svo að þeir éti mig ekki sem ég gerði, nema þegar ég er komin á botninn þá er eins og ég sé komin uppá strönd sem var malbikuð !!

Draumur 2.
Ég var byrjuð í grunnskóla aftur og var með fullt af mjög ungum börnum í bekk, nema hvað að börnin í bekknum sko við erum að tala um svona 12 ára krakka en þau lögðu mig í svo skelfilegt einelti ég er að segja að sko ég var barin og niðurlægð eins og ég veit ekki hvað og ég man hvað mér leið skelfilega illa. Og versta var að kennarinn þóttist ekkert sjá og ég gat ekki reynt að tala við hana af því að hún vildi ekkert hjálpa mér, svo endar draumurinn þannig að ég er á hjóli og einn strákurinn í bekknum fellir mig og ég lem hann með spítu aftur og aftur og aftur þangað til allt er í blóði.

Draumur 3. (þessi var í nótt)
Ég er stödd í mjög drungalegu skólahúsi og á að fara að gista í þessu húsi og það er alveg fullt fullt af fólki, mörgum sem ég þekkti og þekkti ekki. Ég var svo farin að sofa þegar ég vakna við eitthvað mjög undarlegt hljóð en vissi ekkert hvað það var og fer að leita að þessu hljóði og þetta var svo stórt hús fullt fullt af drungalegum göngum og allt fullt af sofandi fólki, nema svo sé ég eitthverja konu sem ég ætlaði að biðja um hjálp en hún sagði að ég þyrfti að synda til hennar svo að ég fengi hjálp og þá er einn gangurinn alltí einu orðin að vatni og ég sting mér ofan í mjög svo gruggugt vatn það var eiginlega bara kolsvart en þá finn ég Júlíu Sól dána ofan í vatninu, en ég fór ekki að gráta og var ekki sorgmædd og kom svo upp þá stóð konan í svona kennslukonu búning þið vitið svona svartri pilsdragt í hvítri skyrtu með svarta slaufu og hún var mjög súr á svipinn en ætlar samt að hjálpa mér með barnið mitt sem var dáið. Og svo hrökk ég upp við það að hurðin inní þvottahús opnaðist !!!! Og shit ég ætlaði aldrei að sofna aftur !!!

Mér finnst eitthvað svo undarlegt hvað mig dreymir ljóta drauma og mér finnst eins og þessir draumar eigi að þýða eitthvað..... Hvað haldið þið ? Og eins og ég segi ef eitthver þekkir draumráðningamanneskju þá er ég með heilt safn af draumum sem ég þyrfti þýðingu á.
Ég gæti svei mér þá skrifað bók um draumana mína ;o)
Heyrumst

Friday, June 23, 2006

Kvennaklósett og fleira

Jæja ég var nú alveg komin á tíma núna.... málið er að Júlíu Sól tókst að strauja tölvuna sem Svenni Genius var búin að koma með til mín... er að spá í að setja hana bara í tölvuskóla hehe veit ekki hvort hún vissi alveg hvað hún er að gera... ég held að dóttir mín sé undrabarn ;o) Ég meina ég hefði ekki getað þurkað allt útaf tölvunni...

Við höfum mikið verið að tala um fallega menn uppá síðkastið t.d. hefur einn mjög myndarlegur drengur fæddur 1981 ;o) verið að koma inní vinnu að sækja búslóðina sína. Nema hvað stelpurnar láta allar eins og tíkur á lóðaríi. Roðna og kikna á hnjánum og ég veit ekki hvað. Sko stelpur veriði nú dáldið kúl og haldiði slefvatni maður!!! Þær fara allar að labba rosamikið um fyrirtækið dagana sem þessir einstöku menn koma til okkar..... en það samt gerist ekkert obboðslega oft ... en ég meina common... pls behave.

Katrín sko ég veit hvað þú ætlar að segja "hvernig brugðumst við við þegar Eiður Smári labbaði fram hjá bílnum" Sko það er allt annað mál væna !! Við vorum inní bíl og keyrðum framhjá !! Hann tók ekkert eftir okkur og veit ekkert að við brostum hringinn niður allan Laugarveginn. Og þú skalt ekkert reyna að dissa mig góða mín það verður bara vandræðalegt fyrir þig esskan ;o)

En ég er búin að vera að spekúlera dálítið !!! Af hverju eru kvennaklósett og fötluð klósett alltaf sett saman ? Hva erum við konur líklegri til að vera fatlaðar eða förum við frekar með fötluðum á klósettið ? Eða er það kannski af því að við förum alltaf svo margar saman á klósettið að það verður átómatískt stærra og hentar því betur fötluðum !! Ja hvað er það.... ef þið eruð klósetthönnuðir þá endilega látiði mig vita hvort það er eitthver ástæða fyrir þessu.

Ég hef enn ekki orðið fyrir neinum sérstökum uppgötvunum gagnvart karlmönnum nema ég verð alltaf meira og meira alveg 100 % á því að þeir eru bara undarlegar skepnur... sem horfa á fótbolta og borða hor !

Anyway ég er að fara í partí hjá Olgu
Sjáumst og heyrumst

Saturday, June 17, 2006

Gleðilegan 17. júní

Elsku vinir og vandamenn eigiði gleðilegan rigninga þjóðhátíðadag í dag.
Ég ætla í skrúðgöngu með nýja glæsilega regnhlíf búin að draga Sirrý og co í Hafnfirska skrúðgöngu... alveg komin tími að þau fái smá Hafnarfjörð í sig. Ég er búin að fá fullt af Reykjavík í mig fyrir þau hehe.....

Njótiði dagsins í dag.
Heyrumst ;o)

Thursday, June 15, 2006

Ég er komin með tölvu heim jeiiiiiiii

Takk takk takk takk Svenni krúttílús ;o) Nú sit ég hérna heima hjá mér í hægindastól ... eða svona næstum því og skoða netið og skrifa á bloggið og er á msn og ógisslega kát... takið eftir ég hef aldrei haft tölvu heima hjá mér og hvað þá verið nettengd ... já nú er ég bara komin á tækniöldina... farin að blogga og komin með netið heim. Já nú getur BT net og Hive alveg farið að hringja í mig og bjóða mér net... ég segi þá bara nei þakka þér pent ... Ég ætla að halda mig við Ogvoda svona rétt á meðan ég er í vinnu hjá þeim allavegana.

Enívei .... Ég fór að hugsa um eitt í dag, af hverju ætli fólk þurfi að vera stundum svona obboðslega dónalegt hvert við annað ? Nú er ég í þannig vinnu þá náttúrulega sérstaklega í OgVoda að fólk er stanslaust að ráðast á mann ... allt sem gerist í sjónvarpinu hjá fólki (sko nú er ég að tala um meirihlutann sem hringir inn) er mér persónulega að kenna, hvort sem það gleymdi að borga afnotagjöldin eða hvort það hreinlega lokast á það af eitthverjum mistökum. Það er eins og um leið og við erum búin að greiða fyrir eitthvað þá bara hafa allir rétt á að ráðast á hvern sem er... sko og af því að ég borgaði fúlgur fyrir þetta þá bara eru mannleg mistök ekki leyfð. Fólk líka leyfir sér að segja óskaplega ljóta hluti, sko nú er ég ekkert sérlega orð"falleg" en mér stundum blöskrar þegar fólk öskrar og æpir á mig af því að loftnetið hjá fólki er ekki rétt stillt... Ég held svona af því að við Íslendingar erum mjög sjónvarpssjúk þjóð að þá ætti eitthver gáfumaður eins og t.d. Logi Bergmann eða Sigmundur Ernir eða já vinkona mín hún Sirrý (sko ekki þú Sirrý - heldur hin sem þér líkar illa við) að búa til þátt þar sem Íslendingum eru kenndir almennir mannasiðir. Og að það sé ljótt að ráðast á samlanda sína með ljótum orðum. Og líka þáttur sem kennir karlmönnum að vera kurteisir við konur alveg sama hvaða stærð og lögun þær eru. Svei mér þá ég held ég skrifi bara bréf á Stöð 2 og kem með þessa hugmynd. Það mætti setja svona leikþætti á svið þið vitið... ég er alveg farin að sjá þetta fyrir mér ;o) Þetta gæti orðið mjög skemmtilegir þættir barasta hreint... Hver veit nema að sjónvarpsþáttaframleiðendum líti svo vel á hugmyndina að ég verði bara stjórnandinn hehe... svo get ég verið með svona hvernig á að þrífa horn og varað konur við vondum mönnum horn..... jiiii ég held ég fari í að skrifa bréf ;o)
Jæja nema hvað - held ég sé hætt að rausa í bili... vil benda henni vinkonu minni Sirrý (já þú Sirrý ekki hin sem þér líkar illa við) að fara að blogga á þína síðu.... þú ert með eitthvað eldgamalt... ég er alveg viss um að þú hefur frá eitthverju að segja núna þessa dagana.... hlakka til að lesa þig ...
Jæja og allir muna Katrín verður í Strákunum í kvöld.
Góða skemmtun
Heyrumst

Monday, June 12, 2006

Þið hélduð að ég væri hætt .....

Ó nei ekki aldeilis, ég er bara búin að vera undarlega þögul síðustu daga. Hefur svo sem ekki mikið að daga mína drifið uppá síðkastið. Nema jú fór í Vissuferð með Samskipum síðasta föstudag sem endaði á Bubba tónleikum og Stuðmannaballi, fékk Stuðmenn til að breyta textanum á Söng dýranna í Týrol þannig að nú heitir bóndinn Úrgang eins og hann hefði alltaf átt að heita þið húmorslausa fólk. Þannig að blessaður bóndinn heitir núna Úrgang en ekki Úlfgang... sem er hvort eð er bara asnalegt nafn hehehe.

Back to my favorit ..... men hehe
Ég hef ekki lesið bókina He´s not that in to you en ég hef heyrt margt úr henni og Ó mæ gat hvað karlmenn eru gegnsæir maður !!! En svariði þessu ? Hver skrifaði uppskriftina af þeim ? Hver ákvað að þeir hætta alltí einu að hafa samband ? Hver ákvað að þeir geta nánast sofið hjá hverju sem er ? Hver ákvað að þeir eru ógisslega skotnir og vilja allt við mann og fyrir mann gera en svo ákveða þeir að hringja ekki ? Af hverju ? Ha sá eða sú sem getur svarað þessu plís gefðu mér svar við þessum spurningum. Af hverju gefa þeir misvísandi skilaboð ? Af hverju geta þeir ekki verið hreinir og beinir og sagt hreint út hvort þeir hafa áhuga eða ekki ? Ég get svarið fyrir það spurningaflóðið hættir ekki, ég veit ég hef sagt hérna áður að ég botna ekkert í þeim og á eflaust aldrei eftir að botna í þeim en mig langar það svo... ég er að spá í að hrinda af stað rannsókn.... sækja mér nokkra single karlmenn og kryfja þá ... búa til aðstæður og láta þá alla ganga í gegnum sama dæmið og sjá hvernig hver og einn kemur útúr því .... og skrifa um það bók og fara í Opruh, Dr. Phil og Jay Leno og hver hveit nema ég endi hjá Sirrý í eitthverjum þætti á stöð 2 ;o)

Nema svo var verið að ræða um einn hérna sem ég veit um, sem er svo yfir sig hrifin af einni dömu hérna líka og hún nær að draga hann á asna eyrunum alla leið til USA í sumar.... hvað er það ?? Held reyndar að hann sé hálfur kona, eða með mikið af konuhormónum í sér hehe .. hann reyndar labbar mjög kvenlega sko !! En ég veit að hann er ekki í því liði !!

Ég held ég sé búin að ákveða mitt framtíðastarf en áður en ég útskýri það betur ætla ég að kynna mér hvernig ég næ mér í þannig starf og hvaða menntun ég þarf að ná mér í.... ég kem með útskýringar á því seinna.
En bæ í bili
Heyrumst