Monday, June 12, 2006

Þið hélduð að ég væri hætt .....

Ó nei ekki aldeilis, ég er bara búin að vera undarlega þögul síðustu daga. Hefur svo sem ekki mikið að daga mína drifið uppá síðkastið. Nema jú fór í Vissuferð með Samskipum síðasta föstudag sem endaði á Bubba tónleikum og Stuðmannaballi, fékk Stuðmenn til að breyta textanum á Söng dýranna í Týrol þannig að nú heitir bóndinn Úrgang eins og hann hefði alltaf átt að heita þið húmorslausa fólk. Þannig að blessaður bóndinn heitir núna Úrgang en ekki Úlfgang... sem er hvort eð er bara asnalegt nafn hehehe.

Back to my favorit ..... men hehe
Ég hef ekki lesið bókina He´s not that in to you en ég hef heyrt margt úr henni og Ó mæ gat hvað karlmenn eru gegnsæir maður !!! En svariði þessu ? Hver skrifaði uppskriftina af þeim ? Hver ákvað að þeir hætta alltí einu að hafa samband ? Hver ákvað að þeir geta nánast sofið hjá hverju sem er ? Hver ákvað að þeir eru ógisslega skotnir og vilja allt við mann og fyrir mann gera en svo ákveða þeir að hringja ekki ? Af hverju ? Ha sá eða sú sem getur svarað þessu plís gefðu mér svar við þessum spurningum. Af hverju gefa þeir misvísandi skilaboð ? Af hverju geta þeir ekki verið hreinir og beinir og sagt hreint út hvort þeir hafa áhuga eða ekki ? Ég get svarið fyrir það spurningaflóðið hættir ekki, ég veit ég hef sagt hérna áður að ég botna ekkert í þeim og á eflaust aldrei eftir að botna í þeim en mig langar það svo... ég er að spá í að hrinda af stað rannsókn.... sækja mér nokkra single karlmenn og kryfja þá ... búa til aðstæður og láta þá alla ganga í gegnum sama dæmið og sjá hvernig hver og einn kemur útúr því .... og skrifa um það bók og fara í Opruh, Dr. Phil og Jay Leno og hver hveit nema ég endi hjá Sirrý í eitthverjum þætti á stöð 2 ;o)

Nema svo var verið að ræða um einn hérna sem ég veit um, sem er svo yfir sig hrifin af einni dömu hérna líka og hún nær að draga hann á asna eyrunum alla leið til USA í sumar.... hvað er það ?? Held reyndar að hann sé hálfur kona, eða með mikið af konuhormónum í sér hehe .. hann reyndar labbar mjög kvenlega sko !! En ég veit að hann er ekki í því liði !!

Ég held ég sé búin að ákveða mitt framtíðastarf en áður en ég útskýri það betur ætla ég að kynna mér hvernig ég næ mér í þannig starf og hvaða menntun ég þarf að ná mér í.... ég kem með útskýringar á því seinna.
En bæ í bili
Heyrumst

3 Comments:

Blogger Heidi Fleiss said...

Hehe, heyri ég eitthverja uppgjöf hjá þér Katrín ? Ég segi eins og Olga... kannski er bara betra að hafa alla enda opna hahahahahahahhahaha

14 June, 2006 08:56  
Blogger Heidi Fleiss said...

jæja.... spurning að fara bara að halda saumaklúbb fljótlega til að ræða svona mál ... en ekki það þetta verður bara spennandi ef þið ætlið að halda áfram svona kynlífsumræðum hehe

14 June, 2006 18:11  
Anonymous Anonymous said...

þetta með He´s just not that into you að þá hittir hún gjörsamlega í mark og einfaldar hlutina töluvert fyrir okkur stelpurnar (ekki það að segja að hlutirnir verði eitthvað einfaldir hehehe). Málið er bara að við stelpurinar verðum að trúa þessari bók og taka ekki bara út henni sem við viljum trúa og heyra. Við þurfum líka að tileinka okkur það sem við erum ósammála og viljum ekki horfast í augu við (aaaaahhhhhhh). Vegna þess að hún segir sannleikann!!!!! :) (þó ég vildi að svo væri ekki) Olga hefur því rétt fyrir sér :)

16 June, 2006 22:08  

Post a Comment

<< Home