Monday, June 26, 2006

Undarlegir Draumar

Mig dreymir svo skrítna drauma núna og mér finnst svona eins og að það sé verið að vara mig við eitthverju og ég þoli ekki að þekkja engan sem getur ráðið fram úr öllum þessum skrítnu draumum mínum. Ef þið þekkið eitthvern sem gæti þýtt draumana mína þá endilega komiði mér í samband við þann aðila ;o) En ég ætla nú að deila þessum draumum mínum með ykkur. Og hér koma þeir.

Draumur 1.
Ég er að synda í mjög svo tærum sjó en það var samt mjög mikill öldugangur og ég var eitthvern veginn útá miðjum sjó og það var ekkert í kringum mig. Nema svo koma 2 hákarlar og synda með mér og þeir byrja að synda í hringi í kringum mig og mynda svona hvirfilbyl í vatninu sem dregur mig á kaf. En ég var alls ekki hrædd og man hvað ég hugsaði ég ætla að slaka fullkomlega á svo að þeir éti mig ekki sem ég gerði, nema þegar ég er komin á botninn þá er eins og ég sé komin uppá strönd sem var malbikuð !!

Draumur 2.
Ég var byrjuð í grunnskóla aftur og var með fullt af mjög ungum börnum í bekk, nema hvað að börnin í bekknum sko við erum að tala um svona 12 ára krakka en þau lögðu mig í svo skelfilegt einelti ég er að segja að sko ég var barin og niðurlægð eins og ég veit ekki hvað og ég man hvað mér leið skelfilega illa. Og versta var að kennarinn þóttist ekkert sjá og ég gat ekki reynt að tala við hana af því að hún vildi ekkert hjálpa mér, svo endar draumurinn þannig að ég er á hjóli og einn strákurinn í bekknum fellir mig og ég lem hann með spítu aftur og aftur og aftur þangað til allt er í blóði.

Draumur 3. (þessi var í nótt)
Ég er stödd í mjög drungalegu skólahúsi og á að fara að gista í þessu húsi og það er alveg fullt fullt af fólki, mörgum sem ég þekkti og þekkti ekki. Ég var svo farin að sofa þegar ég vakna við eitthvað mjög undarlegt hljóð en vissi ekkert hvað það var og fer að leita að þessu hljóði og þetta var svo stórt hús fullt fullt af drungalegum göngum og allt fullt af sofandi fólki, nema svo sé ég eitthverja konu sem ég ætlaði að biðja um hjálp en hún sagði að ég þyrfti að synda til hennar svo að ég fengi hjálp og þá er einn gangurinn alltí einu orðin að vatni og ég sting mér ofan í mjög svo gruggugt vatn það var eiginlega bara kolsvart en þá finn ég Júlíu Sól dána ofan í vatninu, en ég fór ekki að gráta og var ekki sorgmædd og kom svo upp þá stóð konan í svona kennslukonu búning þið vitið svona svartri pilsdragt í hvítri skyrtu með svarta slaufu og hún var mjög súr á svipinn en ætlar samt að hjálpa mér með barnið mitt sem var dáið. Og svo hrökk ég upp við það að hurðin inní þvottahús opnaðist !!!! Og shit ég ætlaði aldrei að sofna aftur !!!

Mér finnst eitthvað svo undarlegt hvað mig dreymir ljóta drauma og mér finnst eins og þessir draumar eigi að þýða eitthvað..... Hvað haldið þið ? Og eins og ég segi ef eitthver þekkir draumráðningamanneskju þá er ég með heilt safn af draumum sem ég þyrfti þýðingu á.
Ég gæti svei mér þá skrifað bók um draumana mína ;o)
Heyrumst

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hef mikið verið að spá í svona hluti og viðurkenni það alveg að oft er undirmeðvitundin að segja manni eitthvað.
T.d. í draumi 1, þá seigi ég að þú sért að spá í framtíðina þar. Öldugangur hefur hingað til merkt breytingar fyrir mig. Hákarlarnir merkja aftur á móti vandamál, en þar sem þú lætur þá ekki sjá þig, þá myndi ég segja að þú munir ekki gera úlfalda úr mýflugu varðandi þessi vandamál og horfa bara fram á veginn. Strendur merkja framtíð og ef að maður gengur eftir malbiki þá á maður eftir að eiga skemmtilegt ferðalag framundan. Til þess að summa þetta upp, þá eru miklar breytingar framundan og það verða vandamál í veginum. En ef að þú lætur ekki vandamálin hafa áhrif á þig, þá áttu eftir að eiga skemmtilegt ferðalag framundan sem þú átt eftir að búa lengi að.

Ég þarf að pæla betur í hinum. En þú þarft ekki hafa áhyggjur af Júlíu Sól, því að dauði merkir yfirleitt þveröfugt, þ.e. að hún eigi eftir að eiga langt líf.

See yaaa

26 June, 2006 22:19  
Anonymous Anonymous said...

Vá þetta eru spúkí draumar hjá þér. Eitt af því fáa sem ég veit um drauma er að það er ekki slæmt að dreyma að einhver sé dáinn. Heldur er það yfirleitt fyrir langlífi. En ég mundi prufa að hringja í sálarrannsóknarfélagið og athuga hvort að þau viti ekki um einhvern sem ræður drauma.
Mínir verstu draumar snúast yfirleitt um að ég sé að skamma Svenna greyið af því að hann gleymdi jólunum, híhíhí

27 June, 2006 00:32  
Blogger Heidi Fleiss said...

sko ég hef yfirleitt getað tengt veikindi við að vera í vatni en nú er mig búið að dreyma svo mikið vantssull en við erum báðar mjög hraustar sko og einmitt ég veit að hákarlarnir eru vandamál... en mér finnst samt svo skrítið hvað mig dreymir alltaf mikinn dauða.. það deyja mjög oft eitthverjir nánir í mínum draumum fyrir utan alla draugana sem ég eltist við !! Frekar spúkú vúgí !!

27 June, 2006 09:26  
Anonymous Anonymous said...

Heiða mín þetta er ekkert flókið þú ert bara að verða jafn klikkuð og ég :)

27 June, 2006 15:30  
Blogger Heidi Fleiss said...

Já ég held það bara sveiiiiiii attan ...

27 June, 2006 15:53  
Anonymous Anonymous said...

Kúkar eru alltaf súper góðir. Ef mig dreymir skít þá er ég, undantekningalaust, að fá pening sem ég gerði ekki ráð fyrir. Magnið af skítnum, samsvarar peningaupphæðinni.
I SHIT YOU NOT :D

28 June, 2006 08:40  

Post a Comment

<< Home