Thursday, June 29, 2006

Fleiri draumar.......

Já þetta hættir ekki skal ég segja ykkur..... ég ætla nú ekki að hafa þetta langt...

En í nótt þá dreymdi mig að ég væri eiturlyfjaneitandi og ég sprautaði mig 2x í handlegginn með heróíni, ég var ss í Danmörk á leiðinni til Þýskalands til að halda jólin með Sigrúnu frænku sem btw býr í Danmörku. En ég var svo dópuð og það var svo dimmt allstaðar og ljótt að ég átti erfitt með að komast til að finna strætó til Þýskalands !!!! Svo hitti ég mjög mikið af mjög svo dularfullu fólki og þar á meðal rændi eitthver af mér skónum .....

Hvað er í gangi eiginlega ? Já ég spyr, ég vona að lífið mitt umturnist ekki á næstu dögum í eitthvað agalega slæmt.
En ég fór inna draumur.is og þetta fann ég um eitur og eiturlyf

Ekki þykir fyrir góðu að dreyma eitur. Það getur verið aðvörun um að stilla skap sitt. Ef dreymandinn tekur sjálfur inn eitur boðar það honum spennu og óvissu vegna ósveigjanleika hans sjálfs og stirðleika í samskiptun við aðra. Að sjá aðra taka inn eitur merkir sigur dreymandans, þrátt fyrir mótstöðu og réttláta samkeppni. Að henda eitri er fyrir því að dreymandinn kemst að ótryggðum einhvers sem hann mat mikils en sér nú í nýju ljósi. Að vera eiturlyfjaneytandi er fyrir svikum og falsi eða óhöppum.

Nú bara krossa ég fingur og vona bara að komast í gegnum þessa dimmu tíma framundan hjá mér !!!
Wish me good luck please ;o)
Heyrumst

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég held að það sé verið að reyna að segja þér að komast yfir vissa hræðslu og ótta og lækningin felst í að skella sér á omen með henni Beggu sinni:)

29 June, 2006 11:07  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er svona dæmi þar sem maður segir "Ég trúi ekki á þessa vitleysu" ;-)

29 June, 2006 11:36  
Blogger Heidi Fleiss said...

já ég held ég sé bara hreint komin á að trúa þessu engan veginn, fannst þetta bara stór undarlegt allt saman hehe.... en Begga mín... sko ég ætla ekki á Omen svona eins og ég ætlaði aldrei að sjá Exorcist og hef ekki enn séð hana !!!! Við skulum bara frekar fara á Cars hehe

29 June, 2006 13:26  
Anonymous Anonymous said...

Ja, sennilega svo pad er

16 January, 2010 03:35  

Post a Comment

<< Home