Sunday, April 23, 2006

Ekki týna draslinu !!

Ég var að hugsa hvort ég ætti ekki að reyna að komast í þáttastjórnun með svona þrifþætti, ég held að minn þáttur yrði miklu skemmtilegri heldur en Allt í Drasli þar sem ég er miklu skemmtilegri en Heiðar og frúin þarna í Húsmæðraskólanum !!! En allavega ég var spurð að því um daginn hvernig ég færi að því að hafa fínt hjá mér ;o) Well !!! The big secret is ........ GANGA FRÁ EFTIR SIG hehehe.... T.d. er voða sniðugt að setja sér þá reglu að setja ekki þvottinn í bala og ætla að ganga frá honum á eftir !!! Af því að ég veit það vel ( eins fullkomin og ég er ) að maður gengur ekkert frá þvottinum á eftir, það er alltof auðvelt að setja balann eitthverstaðar þar sem þú serð hann ekki og gleyma honum og safna svo bara næstu vélum í helvítis balann... þetta gerir ógisslega mikið drasl.... sko maður bara gengur frá þvottinum beint úr þurrkaranum og inní skáp, brjóta saman ofan á þvottavélinni eða þurrkaranum, það er líka svo fínt að þurfa ekki að beygja sig yfir eitthvað lítið borð eða rúm eða álíka fáránlegan hlut og vera svo að drepast í bakinu marga daga á eftir ... eftir að hafa brotið saman þvott síðustu vikna. Og t.d. líka þegar maður kemur heim.... setja skóna á sinn stað og jakkana sína, það er ótrúlegt hvað það er auðvelt að henda þeim á næsta stól og skilja skóna eftir þar sem maður stendur. En það er líka ótrúlega auðvelt að hengja jakkana bara upp og setja skóna inní skáp, svo þegar maður á krakka endilega setja þeim það verkefni að sjá um skóna... mín dama sér alveg um að raða skónum okkar í skápinn... þeir eru ekkert sérlega vel raðaðir þar sko ... en þar sem ég sé ekki hvernig hún raðar inn þá er mér sama þangað til ég opna skápinn og allt hrinur út ... þá bara fæ ég hana til að raða fallega í skápinn og það gerir hún lúsin litla :o)
En það er nebbnilega alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að setja alla hluti á sinn stað, það auðveldar líka þrifin ótrúlega af því að þá þarftu ekki að byrja á því að taka til, getur bara farið beint í að þurrka af, ryksuga og skúra og muna eftir að taka allar snúrur, þær safna að sér ótrúlega miklu ryki og ryk og rafmagn fara ekki vel saman ..... Sem sagt ef þið ekki þurrkið af í kringum rafmagnstæki og leyfið rykinu að safnast saman í kringum innstungur og snúrur þá getur kviknað í !!!!
Nú vildi ég óska þess að ég væri ekki að vinna, langar alveg heim að þurrka af ;o)
Heyrumst

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heyrðu þetta er ótrúlega rétt hjá þér. Svenni er með Sólon í svona meðferð að ganga frá Andrésblöðunum sínum aftur inn í herbergi þegar hann er búinn að lesa þau inni í eldhúsi. Stundum nefnilega erum 3-4 Andrésmöppur í eldhúsinu. Þannig að ef Svenni sér núna möppu þar er hún tekin og falin. Híhíhí, Sólon hefur nokkrum sinnum nagað sig í handabökin og þurft að leita.. :)

23 April, 2006 12:55  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með síðuna. Ég á eftir að nota góðu ráðin þín og svo fæ ég þig bara í heimsókn til að meta störf mín. Sjáumst

23 April, 2006 13:13  
Blogger Heidi Fleiss said...

Svo er bara gott að virkja þau í heimilisstörfum... gera þeim grein fyrir að þetta gerist ekki sjálfkrafa... ég ætti að vera uppeldisfræðingur líka...

23 April, 2006 13:15  
Blogger Heidi Fleiss said...

Ekki spurning Hulda, ég kem svo til að fara yfir þrifin hehe

23 April, 2006 13:16  

Post a Comment

<< Home