Saturday, April 22, 2006

Ég tók áskorun...

Já Sirrý mín nú ætla ég að blogga líka ;o) tók áskorunninni þinn. Veit svo sem ekkert hvort ég verði dugleg við þetta eða ekki en hey þarf maður ekki að vera hluti af þessum heimi líka hehe.
En allavega var svona að hugsa hvort að vantaði ekki svona síðu þar sem fólk fengi ráð við hvernig á að þrífa fallega hjá sér og halda öllu hreinu og fallega, ég nebblega nýlega uppgötvaði heimasíðu Mörthu Stewart og ég féll.... konan er mín fyrirmynd svona fyrir utan það að hafa setið inni en vitiði hvað hún kom út aftur sterkari en fyrr .... mín hetja ;o)
Sirrý vinkona sveinng.com er í átaki núna og er að henda út hjá sér !! Gott hjá þér Sirrý og ég lýsi yfir þvílíku stolti, hún geymir allan andskotann og þess vegna ekkert skrítið að það sé drasl í skápum... ráð númer 1... ekki geyma allt, það þarf ekkert að geyma allar teikningar sem börnin manns hafa gert í gegnum tíðina þó svo að þær séu agalega sætar. Vitiði það að þau eiga aldrei eftir að koma til ykkar og vilja kíkja á gömlu teikningarnar sínar !!!! Þau eru fyrir löngu búin að gleyma hvað þau teiknuðu í leikskóla !!! Og drasl leikföng sem fást í svona barnamáltíðum og plastglös og annað !!!! HENDA !!! Þetta lifir í minningunni rétt á meðan þau eru að éta skyndibitann sem var verið að kaupa oní þau, þessu drasli er óhætt að henda daginn eftir !! Trúiði mér þau eiga aldrei eftir að muna eftir þessu og ef að fyrir einskæra óheppni að þau muna eftir því þá segiði þeim bara að þar sem þau taka aldrei til í dótinu sínu er þetta eflaust bara týnt !!!!
Vá ég er alveg komin í ham og gæti alveg skrifað endalaust hehehe...
En eittt skal ég segja og éta oní mig... plastdollur !! Ekki svo slæmar ! Sko ef þær hafa notagildi Sirrý ég er ekki að segja að þú megir fara og kaupa svo litlar dollur að þú gætir rétt hrisst afganga úr kryddhillunni þinni oní eða eitthvað álíka fáránlegt... Góðar stórar notandavænar dollur eru bara góðar !!! Mig vantar eina t.d. núna !! Og sá sem er með mína stóru góðu er vinsamlega beðin um að gefa sig fram hér og nú !!!
Og eitt gott ráð líka, ef ryksugan lyktar illa þá er mjög sniðugt að setja svona ilmjurtir í ryksugupokann og þá ilmar allt af blómum þegar þið ryksugið .... og þetta kom ekki frá Mörthu Stewart ;o) Ég ætti kannski frekar að hafa þessa síðu sem Martha en ekki Heidi Fleiss en ég svo sem alltaf haft það í huga að opna svona "high class dating escort service " og þar gæti ég tekið Heidi mér til fyrirmyndar...
Kannski dálítið undarlegt að báðar þessar konur hafa lent í fangelsi ... segir kannski að ég ætti að fara að líta upp til eitthverra annara kvenna ...
Jæja nú er ég hætt, hver veit nema ég haldi þessu áfram ;o)
Virðist allavega hafa nóg að skrifa
Heyrumst

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já og ja hérna hér. Erum við ekki bara bestar :) Mér finnst það allavega. Velkomin í bloggheiminn. Ég veit að þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt hjá okkur híhí. En ertu viss um þetta með myndirnar hjá krökkunum. Ég sé alveg Sólon í anda eftir svona 15 ár koma til mín og segja "mamma manstu eftir myndinni af skrítna kallinum sem ég teiknaði á Kríudeild? get ég fengið hana? " hahahaha

23 April, 2006 10:56  
Anonymous Anonymous said...

Þetta voru ekki orðin tóm þegar þú sagðist ætla að byrja að blogga !! Til lukku. Ég er búinn að linka í þig frá minni síðu :)

23 April, 2006 11:00  
Blogger Heidi Fleiss said...

Trúðu mér Sirrý..... hann á aldrei eftir að spyrja þig að þessu !! Ef hann gerir það eftir 15 ár. Þá skal ég éta hattinn minn ,,,, og já ég skal bara kaupa mér þá hatt til að éta !!!

23 April, 2006 11:14  

Post a Comment

<< Home