Sunday, July 30, 2006

Þá er komið að því ;o)

Trúiði því sumarfríið mitt byrjar daginn eftir á morgun.... loksins mitt langþráða sumarfrí er að loksins að koma, ég var svei mér þá farin að halda að ég hefði bara farið fram hjá því hehe svona eins og þið vitið þegar maður var lítill og var óþekkur þá færu jólin bara framhjá... mamma notaði það oft á okkur systkinin svo við mundum steinþegja ... ótrúlegt hvað það virkaði og ég virkilega hélt að mamma mundi í alvörunni getað látið jólin fara fram hjá okkar heimili ... allar aðrar fjölskyldur fengu jólin til sín en bara ekki við. Við mundum sitja heima og bíða og bíða og svo slær klukkan 6 og klukkurnar hringja inn jólinn en bara ekki í okkar útvarpi og jólafötin okkar yrðu bara ljót og ljósin á trénu mundu ekki kvikna... já hún er máttug hún móðir mín.

Hún gæti t.d. drepið mann með augnaráðinu einu... nei vitiði hún dræpi heila herdeild ef að það lægi þannig á henni þann daginn. Og ótrúlegt en satt þá hef ég erft þennan eiginleika hennar... og margt hef ég erft frá henni en þetta er svona það helsta ;o) Ég fékk ákveðnina hennar og eiginleikan um að hafa alltaf rétt fyrir mér ... hvort drápshæfileikinn sé góður eða slæmur, veit ég ekki en hann kemur sér stundum ágætlega en oftast ekkert mjög vel, ég vinn held ég allavega engar vinsældakeppnir hjá nýliðum í vinnunni og á fleiri stöðum þar sem ég hitti ókunnuga hahahaha en undir niðri er ég held ég besta sál..

Ég held að ég sé búin að búa mér til þykkasta skráp sem nokkur kona hefur nokkurn tíma mögulega gert, ég veit ekkert af hverju eða hvernig en ég er alveg skelfileg í að hleypa fólki að mér, sérstaklega þegar það kemur að karlmönnum.
Ég fór á skemmtistað á föstudaginn síðasta og ákvað að vera á bíl, svo að mínar djammþyrstu og drykkjusjúku (nei segi svona) vinkonur þyrftu ekki að eyða aurunum í leigubíla.. nema hvað maður er náttúrulega ótrúlega meðvitaður þegar maður er edrú, tekur eftir öllu og verður var við bókstaflega allt, held stundum að það sé ekki gott... nema hvað að í hvert sinn sem eitthver svo mikið sem leit á mig eða ætlaði að koma í áttina til mín þá setti ég upp ofurhetjueiginleikan minn að drepa með augunum þannig að hver og einn sem eitthvað ætlaði að reyna sneri við á punktinum !! Mikið ef þeir fóru ekki bara af staðnum !!! Ok ég svo sem vitað af þessu lengi hvernig ég er en alltaf átt doldið erfitt með að viðurkenna þetta en þarna var það bara svart á hvítu... ég drep hvern og einn sem mig nálgast og það er ekkert flókið og nú þarf ég að fara að hleypa mér út.. losna undan því að langa að drepa alla sem reyna að nálgast mig .. en hvernig á ég að byrja ?? Já ég spyr... sá sem hefur lausn er vinsamlega beðin að gefa sig fram.
En ég skemmti mér samt konunglega edrú... og Jet Black Joe eru góðir maður !!! Þeir klikka ekki.
En hvað um það fríið mitt byrjar daginn eftir á morgun, þannig að ég þrauka þennan mánudag sem eflaust verður mjög langur og svo byrjar fríið ....
Við leggjum af stað til Perlu og Bjössa á miðvikudaginn og áætlaður komutími á Neskaupsstað er óvitaður en eitthvern tíma yfir verslunarmannahelgina, ég þarf ekkert að spá í hvar hvenær eða klukkana hvað af því að ég verð í fríííííííííiiiiiiiiiiiiiiiiii.....
Til alle sammen hafiði það gott ... lofa engum skriftum fyrr en eftir frí, en aldrei að vita hvað gerist.
Heyrumst og hafiði það gott

Tuesday, July 18, 2006

Það fer að koma að því ;o)

Já ótrúlegt en satt þá fer bara alveg að fara að koma að sumarfríinu mínu og svei mér þá ef að hitabylgju spáin mín stemmi bara ekki híhíhí Siggi Stormur segir allavega að það sé alveg alveg að fara að koma sumar og því lengra sem líður hitnar í veðri og sólin er alveg alveg að fara að brjótast út og skína á tásurnar mínar fögru sem þá verða búnar að fara í snyrtingu...

Júlía Sól er búin að vera hjá pabba sínum núna síðan á föstudaginn og ég sakna hennar alveg óhemju mikið, ég var strax á sunnudagskvöldið að spá í að fá hana bara til mín, en nei það er víst ekki að ganga. Barnið er í ferðalagi með pabba sínum hringinn í kringum landið okkar... ég talaði við hann (pabbann) í gær og hún var svo upptekin við að leika og hafa gaman að hún nennti ekki að tala við mig ..... talandi um að fá hníf í hjartað. En ég er óendanlega fegin og glöð að hún skuli vera að skemmta sér svona vel. Og hún verður á undan mér að fara hringinn.... en hún verður eflaust að fara aftur með mér í ágúst haha eins gott að hún verði glöð í bílnum þá ...

Það er ótrúlega fyndið hvað maður hugsar mikið þegar maður er svona mikið einn, ég er t.d. búin að fara núna í göngutúra góða túra þið vitið í gær og í fyrradag og hugsa svo mikið að heilinn fer að brenna fyrir um bráðum. En um daginn fór ég að spekúlera hver ákvað hvernig við lítum út ? Hver hannaði okkur ? Hver ákvað að við ættum að vera með tær ? Og fingur... hver setti tippi á suma og píku á hina !! Ekki það ég trúi alveg á Guð og held í mína barnatrú fer með faðirvorið reglulega og allt það... en ég held að við höfum verið hönnuð einn góðan veðurdag ! Var það Guð ? Eða var það ofurgáfaður api ?
Stundum er ekki hollt að vera mikið einn hehe...

Í gær í göngutúrnum planaði ég afmælið mitt, ég ætla sem sagt að halda uppá 32 ára afmælið mitt eins og sannri 32 ára gamalli konu er einni lagið ;o) Afmælið verður 23. september og verður svo farið á FH ball í Kaplakrika þar sem eitthvert ofurband mun leika fyrir dansi.. staðsetning verður auglýst síðar... hvort það verður í gangfæri frá Kapla eða leigubílafæri...
Taka daginn frá ??

Ég vil nota tækifærið og óska henni Oddný vinkonu minni til hamingju með litlu prinsessuna ;o) Þeim tókst það loksins, eftir þrjár æfingar að koma loksins með stelpuna. Oddný og Eiki til lukku til lukku til lukku, þið bara vitið það núna að það þarf fullkomnun til að geta stelpur hahahaha þið vitið öll hvílík fullkomnun gekk á nóttina sem Júlía Sól var getin ;o)

Jæja nú er ég búin að vera of lengi í vinnunni og ætla að drífa mig í göngutúrinn minn í dag
það er þó góða við það að vera ein heima ég dríf mig út í hreyfingu og ég fékk meira að segja harðsperrur eftir túrinn í gær.....
Jæja þangað til næst.
Heyrumst

Tuesday, July 11, 2006

Og það er hásumar ....

Já já það er 11 júlí og mig langar helst að vera í dúnúlpu með lúffur uppí rúmi með heitt kakó að horfa á eitthverja vemmilega mynd !!! Er þetta eðlilegt ? Nei er svarið, þetta er ekki eðlilegt !! Ég er búin að gefa það út að það verði hér hitabylgja í ágúst hún Hildur vinkona mín sagði að við fengum leyfarnar frá Danmörku í ágúst og ég kýs að trúa Hildi, enda er hún eins og Mogginn... hún lýgur aldrei hehe...

En talandi um Hildi þá fékk ég dömurnar hennar tvær lánaðar um helgina og það var þvílíkt stuð á þeim vinkonum, fengu að tjalda útí garði og sváfu þar um nóttina... mín litla var nú ekkert alveg eins hrifin og systurnar en það endaði þannig að hún svaf þar allavega.... en fyrir vikið voru þær allar komnar á fætur klukkan 07:00 á sunnudagsmorguninn.... Hildur mín þú gleymdir alveg að kenna börnunum þínum að sofa út hehe en kondu bara með þær oftar til mín og ég skal kenna þeim ...
Ég man sem krakki hvað það var ótrúlega spennandi að fá að tjalda útí garði eitthverstaðar og gista þar.. maður þurfti sko ekkert að dröslast neitt útá land ónei... eitthver fínn garður í Hafnarfirði var alveg meira en nóg, en það er samt svo fyndið með hana mömmu mína að hún leyfði mér svo sjaldan að gista svona eitthverstaðar hvort sem það var í tjaldi eða bara inní upphituðum húsunum... ég skildi þetta aldrei fyrr en ég fékk svar við þessu frá henni fyrir ekki svo löngu síðan !!! Málið var að henni fannst aldrei gaman að þurfa að gista hjá eitthverjum öðrum og vildi bara vera heima hjá sér og þá bara fannst henni að hennar börn ættu bara að gista heima hjá sér líka !!! Hvað er málið með þessar mömmur ?? Já ég spyr, aldrei ætla ég að vera svoleiðis mamma..
Ég held samt að við allar höfum eitthvern tímann á ævinni sagt "ég ætla sko ekki að koma fram við börnin mín eins og mamma og pabbi koma fram við mig" Hafiði svo gripið ykkur í að skamma krakkana ykkar fyrir nákvæmlega það sama og þið voruð skömmuð fyrir eins og t.d. að hoppa í rúmunum og taka ekki til í herberginu, ganga ekki frá skónum og fá ekki coco puffs í morgunmat á hverjum degi og ég veit ekki hvað ;o)

Helgin var alveg dásamlega í sólinni og ég er alveg búin að sjá það að ég á að búa þar sem er sól allt árið um kring og ég er búin að finna mér skóla á Hawaii og dauðlangar að stinga af þangað og búa í strákofa í húllapilsi með blóm í hárinu ;o) Held ég tæki mig mjög vel út hehe

Ég skrifaði um daginn að ég ætlaði í naflaskoðun og ég held svei mér þá að naflaskoðunin sé alveg að verða búin, ég er allavega búin að gera tveggja ára plan sem ég er þokkalega ánægð með, ég er ekki alveg tilbúin til að skrifa um það hér en þið eruð velkomin í heimsókn til mín og ég skal útskýra fyrir ykkur planið mitt sem ég er ótrúlega spennt fyrir ;o)

Og eitt enn, þið sem ætlið að commenta endilega skiljiði nöfnin ykkar eftir og það væri líka gaman að vita hverjir eru að lesa hjá mér bloggið. Veit að það eru svo margir sem commenta ekki. En ef þið viljið ekki setja inn slóðina á bloggið ykkar eða hafið ekki blogg ýtið á other og þá bara skrifið þið nafnið og engin slóð inná e-mail eða blogg eða neitt annað. En væri samt gaman að heyra frá ykkur og ennþá skemmtilegra hverjir eru að lesa ;o)
Jæja nú er ég farin heim í dag
Heyrumst

P.s. bara 14 virikir dagar í frí (ég ákvað að telja bara virku dagana þá virðist vera styttra í frí)

Sunday, July 02, 2006

29 dagar í sumarfrí....

Og ég get ekki beðið..... ég er jafnvel að spá í að búa mér til svona telja niður dagatal ;o) Fyndið hvað maður verður þyrstur í frí svona rétt áður en maður fer í frí ! Svo er maður svo tjúnaður fyrstu vikuna í fríi að hún telst varla með, er maður ekki merkileg skeppna ?? Ha já ég spyr.

Bróðir minn yndisfríði er farin að vinna á gröfu á Siglufirði !! Já ég get svo svarið fyrir það, krakkinn er farin og fjölskyldulífið heima er bara orðið eðlilegt. Nema það eru náttúrulega allir með hjartað í buxunum yfir því hvort að hann verði þarna eða ekki.. en hann var frá miðvikudegi til föstudags og kom í bæinn til að fara á vinnuvélanámskeið og fer svo aftur norður í kvöld og á þá að vera fram á fimmtudag... ég vona svo innilega að hann bara verði þarna. Ég hringdi í hann um daginn til að spjalla og hann var bara nokkuð kátur sko ! Bjó í húsi með eitthverjum nokkrum strákum og meira en helmingurinn voru Pólverjar sem hann var nú ekkert agalega hrifin af " þeir segja bara "kúrva,kúrva" það er eitthvað dónalegt sko " segir hann haha... stundum heldur hann að hann sé svo saklaus ;o) En elsku lúlli minn finnur vonandi hamingjuna á Síldarævintýri ;o)

Við vinkonurnar erum að plana spennandi ferðalag hringinn í kringum landið okkar, og ég verð að segja að ég er nokkuð spennt og held að þetta verði mjög gaman hjá okkur. Ég hef aldrei farið hringinn og finnst bara alveg tími til komin. Og svo er ég búin að ákveða að það verður hitabylgja á ágúst.. þannig að ég verð orðin kaffibrún líka þegar ég er búin í sumarfríi bara alveg eins og ég hafi farið til sólarlanda og ég get þá bara segt nei hei ég fór sko í ferð um landið okkar sólríka og rigningafría ....... Maður má halda í vonina !!!

Ég er nú eitthvað andlaus í skrifum þessa daga og þarf held ég að fara bara í frí og safni mér upplýsingum til að skrifa um ;o)
Heyrumst ......