Tuesday, July 18, 2006

Það fer að koma að því ;o)

Já ótrúlegt en satt þá fer bara alveg að fara að koma að sumarfríinu mínu og svei mér þá ef að hitabylgju spáin mín stemmi bara ekki híhíhí Siggi Stormur segir allavega að það sé alveg alveg að fara að koma sumar og því lengra sem líður hitnar í veðri og sólin er alveg alveg að fara að brjótast út og skína á tásurnar mínar fögru sem þá verða búnar að fara í snyrtingu...

Júlía Sól er búin að vera hjá pabba sínum núna síðan á föstudaginn og ég sakna hennar alveg óhemju mikið, ég var strax á sunnudagskvöldið að spá í að fá hana bara til mín, en nei það er víst ekki að ganga. Barnið er í ferðalagi með pabba sínum hringinn í kringum landið okkar... ég talaði við hann (pabbann) í gær og hún var svo upptekin við að leika og hafa gaman að hún nennti ekki að tala við mig ..... talandi um að fá hníf í hjartað. En ég er óendanlega fegin og glöð að hún skuli vera að skemmta sér svona vel. Og hún verður á undan mér að fara hringinn.... en hún verður eflaust að fara aftur með mér í ágúst haha eins gott að hún verði glöð í bílnum þá ...

Það er ótrúlega fyndið hvað maður hugsar mikið þegar maður er svona mikið einn, ég er t.d. búin að fara núna í göngutúra góða túra þið vitið í gær og í fyrradag og hugsa svo mikið að heilinn fer að brenna fyrir um bráðum. En um daginn fór ég að spekúlera hver ákvað hvernig við lítum út ? Hver hannaði okkur ? Hver ákvað að við ættum að vera með tær ? Og fingur... hver setti tippi á suma og píku á hina !! Ekki það ég trúi alveg á Guð og held í mína barnatrú fer með faðirvorið reglulega og allt það... en ég held að við höfum verið hönnuð einn góðan veðurdag ! Var það Guð ? Eða var það ofurgáfaður api ?
Stundum er ekki hollt að vera mikið einn hehe...

Í gær í göngutúrnum planaði ég afmælið mitt, ég ætla sem sagt að halda uppá 32 ára afmælið mitt eins og sannri 32 ára gamalli konu er einni lagið ;o) Afmælið verður 23. september og verður svo farið á FH ball í Kaplakrika þar sem eitthvert ofurband mun leika fyrir dansi.. staðsetning verður auglýst síðar... hvort það verður í gangfæri frá Kapla eða leigubílafæri...
Taka daginn frá ??

Ég vil nota tækifærið og óska henni Oddný vinkonu minni til hamingju með litlu prinsessuna ;o) Þeim tókst það loksins, eftir þrjár æfingar að koma loksins með stelpuna. Oddný og Eiki til lukku til lukku til lukku, þið bara vitið það núna að það þarf fullkomnun til að geta stelpur hahahaha þið vitið öll hvílík fullkomnun gekk á nóttina sem Júlía Sól var getin ;o)

Jæja nú er ég búin að vera of lengi í vinnunni og ætla að drífa mig í göngutúrinn minn í dag
það er þó góða við það að vera ein heima ég dríf mig út í hreyfingu og ég fékk meira að segja harðsperrur eftir túrinn í gær.....
Jæja þangað til næst.
Heyrumst

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta!
Gott að heyra með hreyfingu!! :)
Og mikið rosalega líst mér vel á afmælisparty 23.sept og að fara á FH ball (síðasti leikinn er einmitt þann 23.sept og líklegt að þeir verði þá komnir með íslandsmeistaratitilinn í hús!!!!)
Líklega gríðarleg stemning í Hafnarfirði þetta kvöld :)
kveðja, Borghildur

18 July, 2006 23:33  
Blogger Heidi Fleiss said...

Yes yes I know ;o) Og ekki slæmt að halda uppá afmælið sitt á svoleiðis kvöldi ;o)

19 July, 2006 09:19  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu ég er til í djammið þann 23. Er meira að segja byrjuð að hita mömmu upp fyrir fyrstu næturgistinguna :)

24 July, 2006 22:27  

Post a Comment

<< Home