Sunday, July 30, 2006

Þá er komið að því ;o)

Trúiði því sumarfríið mitt byrjar daginn eftir á morgun.... loksins mitt langþráða sumarfrí er að loksins að koma, ég var svei mér þá farin að halda að ég hefði bara farið fram hjá því hehe svona eins og þið vitið þegar maður var lítill og var óþekkur þá færu jólin bara framhjá... mamma notaði það oft á okkur systkinin svo við mundum steinþegja ... ótrúlegt hvað það virkaði og ég virkilega hélt að mamma mundi í alvörunni getað látið jólin fara fram hjá okkar heimili ... allar aðrar fjölskyldur fengu jólin til sín en bara ekki við. Við mundum sitja heima og bíða og bíða og svo slær klukkan 6 og klukkurnar hringja inn jólinn en bara ekki í okkar útvarpi og jólafötin okkar yrðu bara ljót og ljósin á trénu mundu ekki kvikna... já hún er máttug hún móðir mín.

Hún gæti t.d. drepið mann með augnaráðinu einu... nei vitiði hún dræpi heila herdeild ef að það lægi þannig á henni þann daginn. Og ótrúlegt en satt þá hef ég erft þennan eiginleika hennar... og margt hef ég erft frá henni en þetta er svona það helsta ;o) Ég fékk ákveðnina hennar og eiginleikan um að hafa alltaf rétt fyrir mér ... hvort drápshæfileikinn sé góður eða slæmur, veit ég ekki en hann kemur sér stundum ágætlega en oftast ekkert mjög vel, ég vinn held ég allavega engar vinsældakeppnir hjá nýliðum í vinnunni og á fleiri stöðum þar sem ég hitti ókunnuga hahahaha en undir niðri er ég held ég besta sál..

Ég held að ég sé búin að búa mér til þykkasta skráp sem nokkur kona hefur nokkurn tíma mögulega gert, ég veit ekkert af hverju eða hvernig en ég er alveg skelfileg í að hleypa fólki að mér, sérstaklega þegar það kemur að karlmönnum.
Ég fór á skemmtistað á föstudaginn síðasta og ákvað að vera á bíl, svo að mínar djammþyrstu og drykkjusjúku (nei segi svona) vinkonur þyrftu ekki að eyða aurunum í leigubíla.. nema hvað maður er náttúrulega ótrúlega meðvitaður þegar maður er edrú, tekur eftir öllu og verður var við bókstaflega allt, held stundum að það sé ekki gott... nema hvað að í hvert sinn sem eitthver svo mikið sem leit á mig eða ætlaði að koma í áttina til mín þá setti ég upp ofurhetjueiginleikan minn að drepa með augunum þannig að hver og einn sem eitthvað ætlaði að reyna sneri við á punktinum !! Mikið ef þeir fóru ekki bara af staðnum !!! Ok ég svo sem vitað af þessu lengi hvernig ég er en alltaf átt doldið erfitt með að viðurkenna þetta en þarna var það bara svart á hvítu... ég drep hvern og einn sem mig nálgast og það er ekkert flókið og nú þarf ég að fara að hleypa mér út.. losna undan því að langa að drepa alla sem reyna að nálgast mig .. en hvernig á ég að byrja ?? Já ég spyr... sá sem hefur lausn er vinsamlega beðin að gefa sig fram.
En ég skemmti mér samt konunglega edrú... og Jet Black Joe eru góðir maður !!! Þeir klikka ekki.
En hvað um það fríið mitt byrjar daginn eftir á morgun, þannig að ég þrauka þennan mánudag sem eflaust verður mjög langur og svo byrjar fríið ....
Við leggjum af stað til Perlu og Bjössa á miðvikudaginn og áætlaður komutími á Neskaupsstað er óvitaður en eitthvern tíma yfir verslunarmannahelgina, ég þarf ekkert að spá í hvar hvenær eða klukkana hvað af því að ég verð í fríííííííííiiiiiiiiiiiiiiiiii.....
Til alle sammen hafiði það gott ... lofa engum skriftum fyrr en eftir frí, en aldrei að vita hvað gerist.
Heyrumst og hafiði það gott

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja Heiðan mín þá eru bara 40 mínútur í sumarfrí og ég gleðst með þér þú ert búin að bíða svo lengi. En hafið það gott á Nesskaupsstað dúllurnar mínar ég ætla bara bíó

31 July, 2006 16:02  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Heiða mín sæta!

Varðandi þetta með að ýta öllum frá sér.. prófaðu næst þegar þetta grípur þig og einhver horfir til þín eða bara í áttina að þér að BROSA, telja upp á 10, brosandi og í hljóði að sjálfsögðu híhíhí og sjáðu hvað gerist!!
Magnaðir hlutir gætu gerst!! :)

31 July, 2006 22:06  
Anonymous Anonymous said...

bor.. er sko ég... Borghildur
Tölvan að fara aðeins á undan mér, skilurðu :)

31 July, 2006 22:07  
Blogger Heidi Fleiss said...

hehe var einmitt að spá í hvort þetta væri Boris haha ;o)Já ég verð að prufa bara eitthvern tíma að slá mér uppí kæruleysi og brosa bara, held ég verði að vera dálítið drukkin fyrir það....
En Begga ég sé þig á Neistaflugi ;o) ÉG veit þú átt eftir að koma með .....

01 August, 2006 10:48  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt sumarfrí mín kæra og takk fyrir daginn í dag. Ég hef fulla trú á að þú hættir þessu og verðir þessi elskulega og mjúka týpa. Skelltu því bara inn á tveggja ára planið :)

01 August, 2006 23:49  

Post a Comment

<< Home