Sunday, July 02, 2006

29 dagar í sumarfrí....

Og ég get ekki beðið..... ég er jafnvel að spá í að búa mér til svona telja niður dagatal ;o) Fyndið hvað maður verður þyrstur í frí svona rétt áður en maður fer í frí ! Svo er maður svo tjúnaður fyrstu vikuna í fríi að hún telst varla með, er maður ekki merkileg skeppna ?? Ha já ég spyr.

Bróðir minn yndisfríði er farin að vinna á gröfu á Siglufirði !! Já ég get svo svarið fyrir það, krakkinn er farin og fjölskyldulífið heima er bara orðið eðlilegt. Nema það eru náttúrulega allir með hjartað í buxunum yfir því hvort að hann verði þarna eða ekki.. en hann var frá miðvikudegi til föstudags og kom í bæinn til að fara á vinnuvélanámskeið og fer svo aftur norður í kvöld og á þá að vera fram á fimmtudag... ég vona svo innilega að hann bara verði þarna. Ég hringdi í hann um daginn til að spjalla og hann var bara nokkuð kátur sko ! Bjó í húsi með eitthverjum nokkrum strákum og meira en helmingurinn voru Pólverjar sem hann var nú ekkert agalega hrifin af " þeir segja bara "kúrva,kúrva" það er eitthvað dónalegt sko " segir hann haha... stundum heldur hann að hann sé svo saklaus ;o) En elsku lúlli minn finnur vonandi hamingjuna á Síldarævintýri ;o)

Við vinkonurnar erum að plana spennandi ferðalag hringinn í kringum landið okkar, og ég verð að segja að ég er nokkuð spennt og held að þetta verði mjög gaman hjá okkur. Ég hef aldrei farið hringinn og finnst bara alveg tími til komin. Og svo er ég búin að ákveða að það verður hitabylgja á ágúst.. þannig að ég verð orðin kaffibrún líka þegar ég er búin í sumarfríi bara alveg eins og ég hafi farið til sólarlanda og ég get þá bara segt nei hei ég fór sko í ferð um landið okkar sólríka og rigningafría ....... Maður má halda í vonina !!!

Ég er nú eitthvað andlaus í skrifum þessa daga og þarf held ég að fara bara í frí og safni mér upplýsingum til að skrifa um ;o)
Heyrumst ......

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hljómar vel stelpur mínar, ég er alveg að detta í sumarfrí og eina sem ég þrái er að komast til útlanda í sól og hita...

03 July, 2006 21:18  
Anonymous Anonymous said...

Oh, hvað ég væri til í að fara hringinn. Vildi ég ætti svona vinkonur sem myndu vilja fara hringinn með mér!! :) nei, nei, ég þarf bara annað hvort að fara ein eða finna mér mann.. sem er ekki endilega að ganga upp frekar en fyrri daginn hehehe :) kannski ég ætti bara að pakka og fara að stað ... ein... ekki svo vitlaust! :)
vona að allt gangi vel hjá bróður þínum yndisfríða :)

03 July, 2006 21:55  
Anonymous Anonymous said...

4 dagar í sumarfrí og ég get ekki beðið. Verð örugglega mest austur á Flúðum. Eitthvað í Vaðnesinu líka. Svo ætlum við að heimsækja vinafólk okkar sem verður einhvers staðar í Skaftafellssýslunni. Svo er það auðvitað fiskerí á Arnavatnsheiðinni. Hlakka mikið til.

04 July, 2006 08:52  
Blogger Heidi Fleiss said...

Þið eruð velkomnar með okkur kringinn ;o) Borghildur og Olga af hverju skelliði ykkur ekki bara með í för ;o) Og Anna Bára og Margrét þið eruð velkomnar líka... það eru allir velkomnir jiiii það verður gaman, en ég segi eins og Anna, það eina sem ég þrái núna er sól og hiti ... ég spái hitabylgju 1-23 ágúst ;o)

04 July, 2006 14:43  
Anonymous Anonymous said...

ertu farin í sumarfrí eða bara hætt að blogga??

10 July, 2006 23:20  
Blogger Heidi Fleiss said...

sá sem gerir anonymous verður að skrifa nafnið sitt undir ;o) En nei nei ég er ekkert hætt.. já ætli ég sé ekki bara í smá sumarfríi.... brjálað að gera í vinnunn og tölvan ekki enn komin úr viðgerð ....

11 July, 2006 10:30  

Post a Comment

<< Home