Og það er hásumar ....
Já já það er 11 júlí og mig langar helst að vera í dúnúlpu með lúffur uppí rúmi með heitt kakó að horfa á eitthverja vemmilega mynd !!! Er þetta eðlilegt ? Nei er svarið, þetta er ekki eðlilegt !! Ég er búin að gefa það út að það verði hér hitabylgja í ágúst hún Hildur vinkona mín sagði að við fengum leyfarnar frá Danmörku í ágúst og ég kýs að trúa Hildi, enda er hún eins og Mogginn... hún lýgur aldrei hehe...
En talandi um Hildi þá fékk ég dömurnar hennar tvær lánaðar um helgina og það var þvílíkt stuð á þeim vinkonum, fengu að tjalda útí garði og sváfu þar um nóttina... mín litla var nú ekkert alveg eins hrifin og systurnar en það endaði þannig að hún svaf þar allavega.... en fyrir vikið voru þær allar komnar á fætur klukkan 07:00 á sunnudagsmorguninn.... Hildur mín þú gleymdir alveg að kenna börnunum þínum að sofa út hehe en kondu bara með þær oftar til mín og ég skal kenna þeim ...
Ég man sem krakki hvað það var ótrúlega spennandi að fá að tjalda útí garði eitthverstaðar og gista þar.. maður þurfti sko ekkert að dröslast neitt útá land ónei... eitthver fínn garður í Hafnarfirði var alveg meira en nóg, en það er samt svo fyndið með hana mömmu mína að hún leyfði mér svo sjaldan að gista svona eitthverstaðar hvort sem það var í tjaldi eða bara inní upphituðum húsunum... ég skildi þetta aldrei fyrr en ég fékk svar við þessu frá henni fyrir ekki svo löngu síðan !!! Málið var að henni fannst aldrei gaman að þurfa að gista hjá eitthverjum öðrum og vildi bara vera heima hjá sér og þá bara fannst henni að hennar börn ættu bara að gista heima hjá sér líka !!! Hvað er málið með þessar mömmur ?? Já ég spyr, aldrei ætla ég að vera svoleiðis mamma..
Ég held samt að við allar höfum eitthvern tímann á ævinni sagt "ég ætla sko ekki að koma fram við börnin mín eins og mamma og pabbi koma fram við mig" Hafiði svo gripið ykkur í að skamma krakkana ykkar fyrir nákvæmlega það sama og þið voruð skömmuð fyrir eins og t.d. að hoppa í rúmunum og taka ekki til í herberginu, ganga ekki frá skónum og fá ekki coco puffs í morgunmat á hverjum degi og ég veit ekki hvað ;o)
Helgin var alveg dásamlega í sólinni og ég er alveg búin að sjá það að ég á að búa þar sem er sól allt árið um kring og ég er búin að finna mér skóla á Hawaii og dauðlangar að stinga af þangað og búa í strákofa í húllapilsi með blóm í hárinu ;o) Held ég tæki mig mjög vel út hehe
Ég skrifaði um daginn að ég ætlaði í naflaskoðun og ég held svei mér þá að naflaskoðunin sé alveg að verða búin, ég er allavega búin að gera tveggja ára plan sem ég er þokkalega ánægð með, ég er ekki alveg tilbúin til að skrifa um það hér en þið eruð velkomin í heimsókn til mín og ég skal útskýra fyrir ykkur planið mitt sem ég er ótrúlega spennt fyrir ;o)
Og eitt enn, þið sem ætlið að commenta endilega skiljiði nöfnin ykkar eftir og það væri líka gaman að vita hverjir eru að lesa hjá mér bloggið. Veit að það eru svo margir sem commenta ekki. En ef þið viljið ekki setja inn slóðina á bloggið ykkar eða hafið ekki blogg ýtið á other og þá bara skrifið þið nafnið og engin slóð inná e-mail eða blogg eða neitt annað. En væri samt gaman að heyra frá ykkur og ennþá skemmtilegra hverjir eru að lesa ;o)
Jæja nú er ég farin heim í dag
Heyrumst
P.s. bara 14 virikir dagar í frí (ég ákvað að telja bara virku dagana þá virðist vera styttra í frí)
En talandi um Hildi þá fékk ég dömurnar hennar tvær lánaðar um helgina og það var þvílíkt stuð á þeim vinkonum, fengu að tjalda útí garði og sváfu þar um nóttina... mín litla var nú ekkert alveg eins hrifin og systurnar en það endaði þannig að hún svaf þar allavega.... en fyrir vikið voru þær allar komnar á fætur klukkan 07:00 á sunnudagsmorguninn.... Hildur mín þú gleymdir alveg að kenna börnunum þínum að sofa út hehe en kondu bara með þær oftar til mín og ég skal kenna þeim ...
Ég man sem krakki hvað það var ótrúlega spennandi að fá að tjalda útí garði eitthverstaðar og gista þar.. maður þurfti sko ekkert að dröslast neitt útá land ónei... eitthver fínn garður í Hafnarfirði var alveg meira en nóg, en það er samt svo fyndið með hana mömmu mína að hún leyfði mér svo sjaldan að gista svona eitthverstaðar hvort sem það var í tjaldi eða bara inní upphituðum húsunum... ég skildi þetta aldrei fyrr en ég fékk svar við þessu frá henni fyrir ekki svo löngu síðan !!! Málið var að henni fannst aldrei gaman að þurfa að gista hjá eitthverjum öðrum og vildi bara vera heima hjá sér og þá bara fannst henni að hennar börn ættu bara að gista heima hjá sér líka !!! Hvað er málið með þessar mömmur ?? Já ég spyr, aldrei ætla ég að vera svoleiðis mamma..
Ég held samt að við allar höfum eitthvern tímann á ævinni sagt "ég ætla sko ekki að koma fram við börnin mín eins og mamma og pabbi koma fram við mig" Hafiði svo gripið ykkur í að skamma krakkana ykkar fyrir nákvæmlega það sama og þið voruð skömmuð fyrir eins og t.d. að hoppa í rúmunum og taka ekki til í herberginu, ganga ekki frá skónum og fá ekki coco puffs í morgunmat á hverjum degi og ég veit ekki hvað ;o)
Helgin var alveg dásamlega í sólinni og ég er alveg búin að sjá það að ég á að búa þar sem er sól allt árið um kring og ég er búin að finna mér skóla á Hawaii og dauðlangar að stinga af þangað og búa í strákofa í húllapilsi með blóm í hárinu ;o) Held ég tæki mig mjög vel út hehe
Ég skrifaði um daginn að ég ætlaði í naflaskoðun og ég held svei mér þá að naflaskoðunin sé alveg að verða búin, ég er allavega búin að gera tveggja ára plan sem ég er þokkalega ánægð með, ég er ekki alveg tilbúin til að skrifa um það hér en þið eruð velkomin í heimsókn til mín og ég skal útskýra fyrir ykkur planið mitt sem ég er ótrúlega spennt fyrir ;o)
Og eitt enn, þið sem ætlið að commenta endilega skiljiði nöfnin ykkar eftir og það væri líka gaman að vita hverjir eru að lesa hjá mér bloggið. Veit að það eru svo margir sem commenta ekki. En ef þið viljið ekki setja inn slóðina á bloggið ykkar eða hafið ekki blogg ýtið á other og þá bara skrifið þið nafnið og engin slóð inná e-mail eða blogg eða neitt annað. En væri samt gaman að heyra frá ykkur og ennþá skemmtilegra hverjir eru að lesa ;o)
Jæja nú er ég farin heim í dag
Heyrumst
P.s. bara 14 virikir dagar í frí (ég ákvað að telja bara virku dagana þá virðist vera styttra í frí)
8 Comments:
Ég kíki á síðuna næstum daglega en hef ekki skrifað athugasemd fyrr vegna... ég ekki skilja hvernig virkar.. en ég held ég sé loksins búin að fatta þetta og skal framveigis kvitta fyrir öll kíkj
kveðja
Sibba
Alltaf gaman að lesa pistlana þína. Hlakka til þess að heyra 2 ára planið. Hvenær er annars næsti saumó? Ég finn mig í að gera þetta, sem mamma þín talaði um, sem er ekki gott. Það sem einum finnst leiðinlegt getur auðvitað öðrum þótt gaman. Ég byrjaði í sumarfríi í gær (eða á föstudaginn klukkan 16). Búið að vera frábært. Vorum á Flúðum, skildum strákana eftir þar og fórum svo upp í Landmannahelli, veiddum í nærliggjandi vötnum og fengum okkur bíltúra og göngutúra. Frábært frí, það sem af er. Frábært veður um helgina, þó að það hafi verið rétt um frostmark á aðfaranótt sunnudags, í tjaldinu. Heyrumst.
Æ gaman að heyra að þið lesið það sem ég hef að segja ;o) Og sibba mín gaman að heyra í þér líka ;o) Hlakka til að sjá myndirnar þínar af nýju íbúðinni. Margrét ég held að Erla eigi að vera með næsta saumó og það ætti að þá að vera á fimmtudaginn í næstu viku ?
Hæ sæta
Ég er dugleg að kíkja á síðuna þína, þú ert líka alveg hrikalega góður penni! Annars var dásamlegt að komast út í sólina í nokkra daga. þetta veður hér á landi er ömurlegt svo ekki sé meira sagt. Er líka að fara í sumarbústað á föstudaginn og verð í viku... ætli maður taki ekki bara kuldagallann með. Heyrumst ljúfan og hlakka til að heyra meir af planinu þínu
Taktu kuldagallan með þér, maður veit aldrei hvað gerist, ég hugsa að það snjói bara snemma í september ef að hitabylgjuspáin mín rætist ekki hehe
Hæ hæ snúlla, ég les nú nánast á hverjum degi hjá þér, þú ert svo skemmtileg elskan ;o) þetta er samt í fyrsta skipti held ég sem ég kvitta, knús og kossar ;o)
Gvuð en gaman hvað margir lesa híhí ég verð greinilega að skrifa eitthvað oftar hehe
Blessuð !!!
Ég þori nú ekki annað en að skrifa þér smá línu. Ég býð spennt eftir næstu lesningu frá þér.
Post a Comment
<< Home