Wednesday, December 06, 2006

Bókhald !!

Ég er búin að taka þá ákvörðun að halda ekki bókhald, ég er ekkert rosalega góð í að setja reikningana mína í möppu og ég er bara með fullt af óopnum umslögum allstaðar.
það er allstaðar hægt að fá afrit af þessu drasli og þetta skapar bara rusl og djöfulsins drasl heima hjá manni... þannig að ég ætla að athuga hvort að ég geti afþakkað greiðslukvittanir
og þarf af sloppið við að greiða 225 krónur fyrir hvern einasta fokking seðil, ég meina það eru 2700 krónur á ári.... og ef ég spara það þangað til ég verð 67 þá er það heilar 94.500 !!! Pæliði í því ;o)
Ég get alveg keypt mér skó fyrir það þegar ég verð 67 ára !! og t.d. kona eins og ég dugleg að safna lánum þá er þetta t.d. 189.000 miðað við að vera með tvö lán og hver veit nema ég kaupi íbúð þá er þetta eitt lán í viðbót og það gera 283.500 og segjum að skóparið kosti 6000 krónur þá get ég keypt mér 47,25 pör af skóm !! Ekki slæmt það. Það er meira en ég á í dag og ég verð ekki kattakona þegar ég verð ein í ellinni að klepra eitthverstaðar... ég verð brjálaða skókonan sem öll börn í hverfinu verða hrædd við og ég verð búin að hræða alla alla frá mér, meira að segja Júlíu Sól og börnin hennar átta... maðurinn hennar verður sá eini sem hendir jólagjöfum innum lúguna á aðfangadag og finnst hann hafa gert rosagóðverk, og getur þá farið að halda jól með konunni og börnunum átta (þar af eru tveir tvíburar)

Skemmtilegt.
kv
Heiða

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nú hló ég. Sé þig alveg fyrir mér í skóhrúgunni.
En ég er sammála þér með þessa greiðsluseðla, er að spá í að fara að afþakka þetta. Reyndar barðist ég þvílíkt fyrir því á sínum tíma að fá seðlana mína heim þegar Íslandsbanki ætlaði að fara að geyma þá fyrir mig. Veit ekki alveg af hverju, var í einhverju svona "ég áidda" skapi :)

06 December, 2006 15:14  
Anonymous Anonymous said...

haha já það var örugglega fyrir tímann "það er hægt að prenta allt út tímann" og bókhaldið er allt í heimabankanum... þannig að ég ætla heim að henda öllum greiðsluseðlum veiiiiii.... ég er að segja það skáparnir mínir verða fullkomnir í kvöld !!

06 December, 2006 15:22  
Anonymous Anonymous said...

en taktu eftir, ég var dáldið reið þegar ég skrifaði þetta, það var nebblega nýbúið að gera grín af mér og segja að ég væri að verða drusla og ég tapaði í mini-golfi... hmmm hver ætli það hafi verið

06 December, 2006 15:24  
Anonymous Anonymous said...

Sko þá er ég að tala um að ekki ég persónulega væri drusla, heldur að það væri druslulegt heima hjá mér

06 December, 2006 15:24  
Anonymous Anonymous said...

ó mæ gat ég er sú eina sem commentar eins og brjáluð á míns eigins síðu híhíhí

06 December, 2006 15:25  
Anonymous Anonymous said...

Nei það var sko ekki fyrir þann tíma. Það eru ekki nema svona 4 ár síðan þetta var. Mér fannst það bara vera minn réttur að fá mína reikninga í hendur. Æi ég veit það ekki, það felst einhver vellíðan í því að vera búin að raða öllum gíróseðlum og greiðslukvittunum inn í möppu :)Veit ekki hvort að ég get sleppt því..
En annars geri ég aldrei grín af þér, allavega svona næstum því aldrei. Ég veit það bara núna að það eru 2 hlutir sem ég hef umfram þig, bókhaldið mitt er skipulegra en þitt og ég er betri en þú í minigolfi, hahahaha. Ég ætla að lifa á þessu í smá tíma í viðbót.

07 December, 2006 10:01  
Anonymous Anonymous said...

Ég er búin að henda bókhaldinu.... nú er það í skipulögðum heimabanka. Yndislegt að losna við þessa fjandans reikninga. Vorum við ekki búnar að semja um að "what happens in Kanarí, stay´s in Kanarí" Þannig að þú vannst mig ekki í Mini - Golfi. Það veit enginn um það !!! og ég harðneita hehehe

07 December, 2006 10:39  
Anonymous Anonymous said...

Vá hver er þessi Heiða sem kommentar eins og þetta sé hennar síðasti dagur á lífi... Þú ert svo heppin að eiga svona góða komment vini... En Heiða mín ég á fullt af svona lokuðum umslögum og var að spá í að búa bara til jólakort úr þeim... En hlakka til að hitta þig á föstudaginn darling :)

07 December, 2006 11:18  

Post a Comment

<< Home