12.des og 12 dagar til jóla
Ok ég hef nú hingað til ekki verið stærsti aðdáandi jólanna, en svei mér þá ef að jólaandinn sé ekki að koma yfir mig núna. En ég svo sem hef alltaf verið hrifin af öllum undirbúningi og alltaf gaman að versla og kaupa gjafir. En svo kemur hátíðin sjálf og þá er ég ekki svo hrifin lengur. Enda hefur draumurinn verið lengi að vera erlendis um jól. Ég á alveg eftir að gera það eitthvern tíma með Júlíuna mína. Ég þarf bara að undirbúa mömmu aðeins undir það hehe.
Annars er ótrúlegur spenningur á heimilinu og ég elska þessa saklausu trú á jólasveininn, ég vildi svo óska þess að maður stæði lengur í þessari trú en maður gerir. Júlía Sól var að skoða eitthver hálsmen og armbönd í Bónus í gær sem hún var ósköp hrifin af, þannig að ég ákvað að kaupa það í skóinn. Henni hefur aldrei gengið eins vel að sofna eins og í gær, en fyrir vikið vaknaði hún klukkan þrjú í nótt til að kíkja í skóinn og kom hlaupandi til mín til að sína mér, ég var nú ekkert alveg eins spennt og reif mig ekkert sérstaklega á fætur fyrir þetta en reif hana uppí rúm aftur og lét hana sofa meira. Svo þegar hún vaknaði í morgun var hún mikið að spá í þetta og sagði að ef maður væri rosalega góður þá mundi jólasveinninn alveg vita hvað maður vildi, eða þá að hann sá hana í Bónus þar sem hún var að skoða þetta !! Mjög sætt.
Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég hætti að trúa en ég man samt að mig langaði að trúa áfram og þetta voru engar gleðifréttir fyrir manni að jólasveinnin væri ekki til.
Þetta var svona eins og þegar maður fattaði hvað mamma manns og pabbi þyrftu að gera til að búa til börn ... oj !!
Annars allt í gúddí, Sálin á Nasa á föstudaginn.
See you all then ;o)
Chao
Heiða
Annars er ótrúlegur spenningur á heimilinu og ég elska þessa saklausu trú á jólasveininn, ég vildi svo óska þess að maður stæði lengur í þessari trú en maður gerir. Júlía Sól var að skoða eitthver hálsmen og armbönd í Bónus í gær sem hún var ósköp hrifin af, þannig að ég ákvað að kaupa það í skóinn. Henni hefur aldrei gengið eins vel að sofna eins og í gær, en fyrir vikið vaknaði hún klukkan þrjú í nótt til að kíkja í skóinn og kom hlaupandi til mín til að sína mér, ég var nú ekkert alveg eins spennt og reif mig ekkert sérstaklega á fætur fyrir þetta en reif hana uppí rúm aftur og lét hana sofa meira. Svo þegar hún vaknaði í morgun var hún mikið að spá í þetta og sagði að ef maður væri rosalega góður þá mundi jólasveinninn alveg vita hvað maður vildi, eða þá að hann sá hana í Bónus þar sem hún var að skoða þetta !! Mjög sætt.
Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég hætti að trúa en ég man samt að mig langaði að trúa áfram og þetta voru engar gleðifréttir fyrir manni að jólasveinnin væri ekki til.
Þetta var svona eins og þegar maður fattaði hvað mamma manns og pabbi þyrftu að gera til að búa til börn ... oj !!
Annars allt í gúddí, Sálin á Nasa á föstudaginn.
See you all then ;o)
Chao
Heiða
7 Comments:
Ég man eftir mér 10 ára að biðja mömmu um að fá í skóinn :) En mér finnst þetta voða sæt trú, kvíði samt svolítið fyrir því að þurfa að játa lygina.Veit ekki hvernig það verður.
Skemmtu þér vel á föstudaginn, er að spá í að vera heima undir sæng.
Góða mín, þú kemur bara með ;o) Verður að halda þér í æfingu !!
Hmm ef maður æfir of mikið og of oft án þess að vera í þjálfun þá getur maður skemmt eitthvað :) Best að byrja bara rólega.
hehehe það þarf samt að æfa reglulega góan !
Já, þetta með jólasveinana, alveg dásamlegt! :) man nú ekki eftir því hvenær ég hætti að trúa, það var ekkert svona augnablik en ég er nokkuð viss um að það að bræður mínir þrír hafi skellt þessu á borðið. En þetta var yndislegt komment frá Júlíu sætu :) Ég vildi að ég hefði aðeins eftir af þessari barnslegu einlægni eða bara að hafa svoleiðis einlægni nálægt mér.
Já, rosalega hlakka ég til á föstudaginn úffff! :)
Varstu ekki einhverntímann á Kanarí yfir jól eða var það áramót?
áramót voru það... það var bara fínt ;o)
Post a Comment
<< Home