Wednesday, September 06, 2006

Og hún fór til einkaþjálfara

Já hvað haldiði... daman bara byrjuð hjá einkaþjálfara sem er alls ekki svo leiðinlegt. Spurning hvernig vinskapur okkar Borghildar endar af því að það kemur oft að ég vilji öskra á hana "GERÐU ÞETTA SJÁLF" ég held að hún njóti þess að horfa á mig emjast um eins og ormur að reyna að gera eitthvað við þessu fitu sem hefur fengið að safnast utan á mig síðastliðin ár.

En hún stendur alltaf með bros á vör og telur niður hve oft ég geri hinar ýmsu kúnstir sem hún lætur mig gera og ég verð að segja að ég er bara nokkuð góð í að láta hana láta mig gera allt mögulegt, þó ég eigi erfitt með að láta undan stjórn þá leyfi ég henni að fara nokkuð illa með mig.... fékk gífurlegar harðsperrur eftir tímann á laugardaginn

En held að það hafi alveg hjálpað til að eftir tímann fór ég og sló risastóra blettin heima hjá mömmu og Smára (sko ég er ekkert að djóka þegar ég segi risastór) og hann hefur ekki verið slegin í allt heila sumar þannig að það voru engin smá átök að slá þennan riiiiiisa stóra blett ;o) Málið er að ég hefði örugglega aldrei farið útí þetta ef að Smári hefði ekki sagt við mig "Heiða, ég held bara að þú getir þetta ekki !!" mmmm ok ef eitthver segir svona hlut við mig þá bara auðvitað verð ég að geta þetta og gerði. Ég hafði líka svona á tilfinningunni að hver og einn einasti karlmaður í blokkinni stóð útí glugga og hugsaði hvað heldur þessi stelpa (kornunga kona) eiginlega að hún sé og svo hafa þeir allir hlegið lúmskt að mér að berjast úti á blettinum með handónýta slátturvél með drápsvip í framan og bleikan Ipod í eyrunum, að gjörsamlega að kafna úr hita. Ég hef verið einstaklega fögur sjón...

Nú og svo hélt fjörið áfram því Sirrý og Svenni tóku uppá því að flytja þannig að það var mætt til þeirra í flutninga en ég hélt mig nú bara við gömlu góðu tuskuna og reif uppúr kössum. Var ekkert í að bera neitt heví. Var samt alveg að hugsa um að færa til 300 tonna skenk en ákvað svo að hætta við þegar ég sá 3 fílhrausta menn taka á honum og hann varla haggaðist. En já svona var laugardagurinn minn ;o) Ótrúlega spennandi og skemmtilegur.

Ég hef verið ótrúlega léleg við að skrifa á þessa síðu, eitthvern veginn hefur mér ekkert dottið í hug uppá síðkastið það hefur verið of mikið að gera hjá mér til þess að ég hafi bara hreinlega náð að hugsa eitthvað skemmtilegt. Ég er auðvitað eins og hinir Íslíngarnir að taka þátt í Magnamaníunni breytti tölvunni minni í dag í Hawaii tíma svo ég gæti kosið í dag svona af því að ég nennti ekki að vaka eftir þessu, en auðvitað ætla ég að horfa á allt í kvöld og athuga hvernig fer. Verð nú að segja að ég á eftir að fá smá kjánahroll ef að Magni verður sá eini sem ekki þarf að standa upp í kvöld. En það er samt bara gaman og ánægjulegt að Íslendingar geta verið samhuga í allavega eitthverju... ja ekki sýnum við samhug í ja hvað skal segja ... mótmæla háu bensín og matvælaverði neiiii komum Magna í úrslit.... höfum Magnavöku í sjónvarpinu og verum öll dauð í vinnunni daginn eftir ... jæja ekki meira um það ;o) Ég gæti farið útí Kárahnjúka hérna hehehe

Ég er ótrúlega ánægð með haustið og þessi vetur leggst vel í mig, skóli byrjaður búin að koma barninu í fimleika og ætla sjálf að taka vel á sjálfri mér og viti menn 2ja ára planið er byrjað... það byrjaði 1. september og til hamingju með það ...
En jæja það var ekki meira í dag, er að fara til Borghildar jibbbbííííí
Adios amigos

5 Comments:

Blogger Heidi Fleiss said...

híhí gaman að hreyfa við fólki ;o) Svo búum við til skokkgrúbbu sem skokkar í nauthólsvíkinni, ég er að séga ykkur dömur þar eru dúddarnir !!!

06 September, 2006 23:14  
Blogger Begga said...

Þú verður ábyggilega einkaþjálfari sjálf eftir þetta allt saman og getur þá notið þess að pína aðra.

07 September, 2006 23:12  
Blogger Heidi Fleiss said...

hehe já ég ætti kannski að verða einkaþjálfari til að geta pínt ykkur allar ;o)

08 September, 2006 09:45  
Anonymous Anonymous said...

Elsku frænka mín:O)
er ekkert smá stollt af þér,
gangi þér vel sæta.
Nú verðum við að fara að gefa okkur tíma til að hittast og spjalla..(rauðvíns kvöld hehehe)
Kveðja,
Inga Rós

08 September, 2006 15:06  
Blogger Heidi Fleiss said...

ekki spurning ljúfan, get ekki beðið. Þú verður líka að taka frá 23. sept.. þú manst þá er um við að fara í ammilispartí ;o)

09 September, 2006 16:57  

Post a Comment

<< Home