Saturday, September 09, 2006

14 dagar í afmælisveislu í Kaplakrika

Kæru vinir.

Ég ætla að halda uppá afmælið mitt 23. september. Fyrst verður svona for partí hjá mér í Eskiholti 1 fyrir VIP gesti þar sem við fáum okkur nokkra drykki og eflaust eitthvað smá snarl með. Ég ætla að hafa þema, ekkert flókið bara skemmtilegt það eru bara litirnir svartur og hvítur í tilefni þess að FH ætla að verða Íslandsmeistarar þennan dag. Svo verður áframhaldandi afmæli í Kaplakrika þar sem ég er búin að fá hljómsveit sem mun skemmta okkur það sem eftir er af kvöldinu, hlakka bara rosa svaka til að sjá alla... 23. sept ok ?? Allir bóka hjá sér þann dag.

Ég er búin að vera ótrúlega dugleg hjá Borghildi held að hún horfi ekkert lengur á mig sem aumingja þar sem ég er orðin ógurlega sterk, held að hún sé létt öfundsjúk útí mig ;o) (Varla)

Mér finnst ferlega fyndið ég er að tala við mann (ss í OgVodavinnu) sem er að fara í brúðkaup eftir klukkutíma og hann er að steikja hakk og strauja skyrtuna sína. Svo er hann að ala börnin sín og tala við mig á sama tíma... og er að láta barnapíuna skera niður tómata fyrir burritos-ið sem börnin eiga að borða meðan hann og hans frú fara í brúðkaup Og ég var að komast að því að hann er með headset á hausnum, hver segir að menn geti ekki gert meira en tvennt í einu. Þessi maður er samt ábyggilega one out of a million sem getur gert svona margt í einu, dáist eiginlega að honum soldið ... vona að hann fari í gott brúðkaup. Ok hann er komin uppá þak núna híhí

Hvernig er það með hinn almenna Íslending... ég held að hann sé svei mér þá sjónvarpssjúkur, ég hef svo sem skrifað um þetta áður en þetta kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að fólk skuli á laugardagskvöldi hringja til að kvarta yfir sjónvarpstöðvum eða að það sé að kvarta yfir reikningum og bréfum og ótrúlegustu hlutum......... ooooooo hvað ég væri frekar til í að vera að gera allt annað en að vera hér, ég er komin með leið á scrambled channel, lokuð rás og ekkert merki !! Common fólk geriði eitthvað skemtilegra um helgar en að stilla in sjónvarpið maður !!

Jæja ég er búin að vera í 2 tíma að skrifa þessar línur.....er hætt
Heyrumst


4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert flottust í ræktinni. Þú átt eftir að taka kallana í nefið. Gógörl

09 September, 2006 22:56  
Blogger Heidi Fleiss said...

nei það var kjaftasaga víst... það er ekki vitað hvaða hljómsveit verður, ég læt þig vita !!!

10 September, 2006 19:02  
Blogger Begga said...

það má líka vera grátt en ef þeir ætla að fokka þessu upp þá mæti ég í rauðu....

11 September, 2006 13:14  
Blogger Heidi Fleiss said...

Hvartalltaf að reká eftir mér maður !!

18 September, 2006 15:06  

Post a Comment

<< Home