Thursday, February 15, 2007

maður á aldrei að gera plön fyrir frí !

Nú er orðið heldur langt síðan ég skrifaði hér inn, ætla nú að reyna að bæta úr því en er eitthvað löt bara þessa dagana.

Fór í bústað síðustu helgi með Katrínu, Sirrý, Jóhönnu og Perlu og það var legið í leti alla helgina (ótrúlega næs) og letin hefur eiginlega ekki farið úr mér síða um helgina, Júlía Sól er í vetrarfríi í skólanum og ég tók mér 4 daga frí sem er ótrúlega næs líka. Nema allt sem ég var búin að plana að gera þessa vikuna fauk eiginlega um veður og vind af því að ég bara nennti ekki að gera neitt !! Skiljiði ??? Ég er samt alveg búin að gera eitthvað sko.... bara ekki það sem ég ætlaði mér.

En ég fer í vinnu á morgun þannig að þá ætti letin að detta til baka og ég verða ótrúlega orku mikil... eða ekki ;o)

En já ég er allavega búin að átta mig á því að ég ætla að hætta að gera plön fyrir frí .... af því að líka þá verður það svona eins og kvöð skiljiði og fer að hanga yfir manni allt fríið og þá verður maður stressaður yfir því að hafa ekki klárað það sem maður ætlaði sér að klára, allavega er ég þannig.

En nú fer öll mín orka í að plana næsta sumarfrí, er með ákveðin tíma í huga en er ekki viss vinnunar vegna að ég fái þann tíma, en ætla að berjast með klóm og kjafti að ég fái þann tíma sem mig langar að fara í frí.

En já.. svona er það þessa dagana.
Heyrumst síðar.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ. :)

Þú talar um að það borgi sig ekki að plana frí fyrir fram en endar á að tala um að nú fari öll orka þín í að plana sumarfríið. Smá Ragnar Reykás lykt af því...ha ha ha (vel meint)

Það er reyndar mikið til í því með að vera ekki of planaður í fríum, þá verður manni oft lítið úr verki. Gott er að skipullegka sig vel ef maður ætlar á annað borð að ´nota tímann í að gera eitthvað mikið. Fríin líða ótrúlga hratt.

Það er mjög nauðsynlegt að líka að slaka á í fríum, eins og mér sýnist þú hafa gert. Það er vanmetið. Njóta samverunnar og gera ekki neitt. ;)

Vona að þú fáir sumarfrí á þeim tíma sem þú ert að berjast fyrir.

Olga Björt.

18 February, 2007 11:20  
Anonymous Anonymous said...

"skipullegka" - ha ha ha...hvaða orð var þetta hjá mér. Það er eins og að ég hafi verið búin með 5 rótsterka bjóra eins og gæinn í Kastljósinu...... :):)

-OB

18 February, 2007 11:22  
Anonymous Anonymous said...

Heiða værir þú til í að taka frá 24 júlí og hitta mig í Árbæjarlauginni um 2 leytið..
luv jú sæta..

22 February, 2007 00:28  
Anonymous Anonymous said...

ég er ekki með comment fóbíu, en ég gleymi bara að klára að kvitta - dettur margt í hug á meðan ég er að lesa en svo fer ég bara að kíkja eitthvað annað

en stattu fast á þínu með sumarfríið - Egill sér bara útflutninginn á meðan, fer létt með það :-)

Sjáumst hressar á laugardaginn

kv.
Jóhanna - sú sem commentar alltof sjaldan

22 February, 2007 12:59  

Post a Comment

<< Home