Saturday, April 21, 2007

Hvað maður getur stundum spekúlerað

Ég var nefnilega að spá í einu, af hverju er manni ekki bara úthlutað lífi við fæðingu. Þannig að allt yrði ótrúlega fyrirsjánlegt, bara þegar ég fæði næsta barn þá vel ég svona möppu með hverskonar líf barnið vill. En svo svona uppúr fermingu má barnið t.d. leggja fram breytingu á lífi svona ef það yrði ekki sátt við það sem ég valdi. Þá kannski gerir maður ekki eins miklar vitleysur í lífinu og maður þá klárar það sem manni er sett fyrir. En þá er eins gott að börn séu hlíðin og gera eins og mamman og pabbinn segja. Og hvað yrði þá um þá sem ekki hlíða ? Settir á eyju þar sem yrði stanslaust partí og stuð..... hvort yrði betra ? Hvar mundi maður vera ? Eflaust þar sem allir væru óhlýðnir. Þannig að það er kannski eins gott að foreldrarnir velja ekki handa manni líf. Ég sem byrjaði á því að halda að þetta væri góð hugmynd.

Einu sinni spáði ég í að skrifa bók fyrir fólk sem veit ekkert hvað það vill í lífinu en áttaði mig svo skyndilega að ég þyrfti kannski sjálf að átta mig á hvað ég vil í mínu lífi áður en ég fer að leiðbeina fólki hvað það á að gera hehehehe. Bókin er ekki enn komin út þannig að greinilega finn ég ekkert útúr lífinu enn. En hver segir að maður þurfi endilega að vera búin að finna sig fyrir þrítugt ? Ég á miklu meira en helminginn af ævinni eftir og öll bestu árin eru eftir.

Hvernig er annað hægt en bara að hlakka til því sem er framundan.

Monday, April 16, 2007

Ég er þvílíkur "dítektiv"

Ég er búin að leysa sílamálið mikla.... og heimilið og heimurinn auðvitað anda léttar. Það er sem sagt ekki gæludýraþjófur í Garðabænum.... heldur bara fullt af sjálfstæðismönnumm hahaha.

Nema hvað, ég var að tína rusl í garðinum í gær og þar á meðal að setja gamla sundlaug í sorpu sem ég keypti hérna um árið þegar kom einn sólardagur í sumarfríinu mínu og börnin fengu að koma til mín í sund í fína garðinum !! Fann ég ekki kökuformið sem sílin voru í liggjandi ofan á sundlauginni. Og notturulega engin síli, þau lágu um alla stétt eins og þau biðu eftir að vera smurð oná brauð, og þá mundi ég skyndilega eftir einni mikilli stormanótt núna um daginn og þeir sem hafa komið heim til mín í óveðri vita hvernig bilur myndast þarna fyrir utan hjá mér í roki, þannig að rokið hefur hrifið blessuð sílin með sér og dreift þeim um alla stétt og drepið þau ! En mikið andaði ég léttar þegar ég sá þetta.

En í tiltektinni í gær þá komu foreldrar mínir á sínum sendibíl til að fara í sorpu með skápinn minn fyrir mig í Góða Hirðinn, ég ótrúlega kát að vera laus við skápinn og auðvitað að gefa af mér útí samfélagið. Fékk prik á himnum og held ég sé alveg komin vel í mjúkin hjá þeim þarna uppi, (hjálpaði nefnilega gamalli konu um daginn líka, en það er önnur saga) Nema hvað, að þegar mamma og Smári koma í Sorpu þá segir dúddin sem vinnur þar að gámurinn sé bara fullur og þau geti komið aftur seinna eða bara hent skápnum í eitthvað af gámunum sem tekur viðarendurvinnsludót !!!!!!! Ja hérna.... ég átti bara ekki til orð, þannig að skápurinn er komin í urðun og ég gaf ekki neitt af mér útí samfélagið, en hugsunin um að ég ætlaði að gefa útí samfélagið gaf mér samt prik til himna og ég fer þangað bara samt.

Guð veri með ykkur og lýsi ykkar leið.
Þakka áheyrnina.

Friday, April 13, 2007

Stóra sílamálið

Það stal eitthver sílunum !!!

Ég er búin að vera að undra mig á hvað sílin hafa lifað lengi í kökuforminu hérna fyrir utan. Alltaf athugaði ég á hverjum degi hvernig þau hefðu það, og jújú þarna voru þau alltaf sprell alive, ótrúlegt alveg.

Mér fannst nú hálf "krúl" að hafa þau þarna fyrir utan og gefa þeim aldrei neitt að borða en af eitthverri ástæðu þá var þetta orðið eins og eitthver tilraun og ég að athuga hvað þau lifðu þarna lengi án nokkurs að éta. Ekki það ég veit svo sem ekkert hvað síli éta.

Nema hvað að það hefur eitthver verið á sama máli og fannst ég vera eitthvað krúl af því að í morgun þegar ég kom út þá var búið að taka sílin !! Mig grunar nú fólkið á eftri hæðinni. Þar sem það eru ekki margir sem koma hérna niður til mín..... en svo er það nottulega pósturinn sem kemur einstöku sinnum með skuldafenið mitt til mín....

Já þetta er hið undarlegasta mál og ég hvílist ekki fyrr en ég kemst til botns í þessu máli.

Veriði sæl í bili.

Thursday, April 12, 2007

Vog 12.04.2007

Þegar kemur að því sem þú vilt, geturðu verið sannkallað kameljón. Því skaltu ekki kenna heiminum um þær hindranir sem verða á vegi þínum. Einhver þarfnast samúðar þinnar.

Tuesday, April 10, 2007

Hugsanir.....

Ég er búin að vera að brjótast um inní mér. Mér liggur svo mikið á hjarta en á svo erfitt með að koma því frá mér. Ég er í vinnunni, en hugurinn er svo langt í burtu. Ég heyri að fólk er að tala við mig en ég hlusta ekki. Stundum svara ég svo fáranlega að ég fæ undarlegt augnaráð frá viðmælendum mínum, þá fer ég oftast að hlægja og segi fólki að það þurfi að endurtaka það sem það var að reyna að segja mér.

Ég get yfirleitt reddað mér með því að hlægja og segjast bara vera utan við mig, það er svo oft hægt að redda með hlátri og gríni. Mig langar svo margt en finnst ég geta svo lítið. Oftast vantar mig eitthvern örlítinn kraft, mér finnst ég stundum svo máttug en jafnframt svo svakalega máttlaus. Stundum er ég uppfull af visku, ráðum og lausnum, en yfirleitt fyrir alla aðra en sjálfa mig.

Nú fór ég djúpt ;o)

Tuesday, April 03, 2007

Ferðasaga

Fyrst að Katrín er farin til USA og ég komst ekki með ætla ég að vera með mína eigin ferðasögu og ímynda mér að ég sé á ferðalagi dags daglega og skrifa hér hvað gerist spennandi í mínu lífi í þessu ferðalagi mínu. Hver veit nema eitthver rekist hér inn og vilji gera um mig bíómynd, (Baltasar ég er í símaskránni... blikk blik)

Þessi dagur minn byrjaði ákaflega spennandi þar sem ég kom barninu fyrir í pössun, nú eru alveg að koma páskar þannig að skólinn bíður uppá frístundaskóla þar sem blessuð börnin eru geymd á meðan vinnusjúkir foreldrar sem aldrei geta tekið sér frí halda til vinnu.

Nú, kom í vinnuna of seint.... eins og gerist dáldið oft þessa dagana þar sem ég bara fæ ekki nóg af svefni af einhverri undarlegri ástæðu. Þegar í vinnuna var komið var ótrúlega spennandi starfsmannafundur að enda og ég beðin um að segja hvað mér lægi á hjarta og ég náði á einhvern ótrúlegan hátt að æla eitthverju útúr mér um tiltekt og að fólk skildi taka vel þátt í því með mér.

Merkilegt hvað dagarnir rétt fyrir frí eru lengi að líða, ég hélt að þessi dagur ætlaði aldrei neinn endi að taka. Nema hvað ég dreif mig í ótrúlega spennandi ferð í Zöru til að skipta kjól fyrir hana dóttur mínar og fékk tvennar buxur í staðinn fyrir einn kjól. Sem var samt ekki nógu gott því annað parið var allt allt of stórt þannig að ég þarf að fara að skipta þeim aftur !!!! Ég fer að verða þekkt í Zöru fyrir að skipta.

Hefur þú upplifað að barnið þitt verði vitni að þér í óþægilegum aðstæðum ? Og þú kemur því ekki úr hausnum á þér og heldur að barnið sé brennt fyrir lífstíð ??? Nei bara spyr !!
Meira næst.
Adios !!!