Hvað maður getur stundum spekúlerað
Ég var nefnilega að spá í einu, af hverju er manni ekki bara úthlutað lífi við fæðingu. Þannig að allt yrði ótrúlega fyrirsjánlegt, bara þegar ég fæði næsta barn þá vel ég svona möppu með hverskonar líf barnið vill. En svo svona uppúr fermingu má barnið t.d. leggja fram breytingu á lífi svona ef það yrði ekki sátt við það sem ég valdi. Þá kannski gerir maður ekki eins miklar vitleysur í lífinu og maður þá klárar það sem manni er sett fyrir. En þá er eins gott að börn séu hlíðin og gera eins og mamman og pabbinn segja. Og hvað yrði þá um þá sem ekki hlíða ? Settir á eyju þar sem yrði stanslaust partí og stuð..... hvort yrði betra ? Hvar mundi maður vera ? Eflaust þar sem allir væru óhlýðnir. Þannig að það er kannski eins gott að foreldrarnir velja ekki handa manni líf. Ég sem byrjaði á því að halda að þetta væri góð hugmynd.
Einu sinni spáði ég í að skrifa bók fyrir fólk sem veit ekkert hvað það vill í lífinu en áttaði mig svo skyndilega að ég þyrfti kannski sjálf að átta mig á hvað ég vil í mínu lífi áður en ég fer að leiðbeina fólki hvað það á að gera hehehehe. Bókin er ekki enn komin út þannig að greinilega finn ég ekkert útúr lífinu enn. En hver segir að maður þurfi endilega að vera búin að finna sig fyrir þrítugt ? Ég á miklu meira en helminginn af ævinni eftir og öll bestu árin eru eftir.
Hvernig er annað hægt en bara að hlakka til því sem er framundan.
Einu sinni spáði ég í að skrifa bók fyrir fólk sem veit ekkert hvað það vill í lífinu en áttaði mig svo skyndilega að ég þyrfti kannski sjálf að átta mig á hvað ég vil í mínu lífi áður en ég fer að leiðbeina fólki hvað það á að gera hehehehe. Bókin er ekki enn komin út þannig að greinilega finn ég ekkert útúr lífinu enn. En hver segir að maður þurfi endilega að vera búin að finna sig fyrir þrítugt ? Ég á miklu meira en helminginn af ævinni eftir og öll bestu árin eru eftir.
Hvernig er annað hægt en bara að hlakka til því sem er framundan.