Ég er enn í fríi ;o)
Og hef það yndislega gott... við erum búin að fara í okkar yndislegu hringferð sem tók okkur aðeins 5 daga og eins og Júlía Sól sagði þegar afi hennar spurði hvað hún gerði í ferðalaginu " Ég sat í bíl" hehe en þetta var fínt mjög skemmtilegt og ég sá athyglisverða staði ... og fólk ;O) Lagarfljótsormurinn lét ekki sjá sig í þetta skiptið en það er allt í lagi var svo sem ekkert búin að mæla mér mót við hann hvort eð er ;o) Við silgdum um Jöulsárlón sem mér fannst mjög skemmtilega merkilegt og gaman að gera svona túristahluti sem maður gerir alltof sjaldan, smökkuðum mörghundruð ára gamlan klaka sem smakkaðist alveg eins og klaki en var heldur stífari undir tönn hehe það gerir öll árin í lóninu þið vitið !!! Og já ég er orðin ástfangin af landinu okkar og ætla mér að læra helling meira um það svo ég geti frætt ykkur öll um hvert og eitt einasta smáatriði, ég verð gangandi íslenskulandafræðiorðabók og viskubrunnur.. já variði ykkur bara.
Kárahnjúkar voru þarna enn og við keyrðum langan brattan veg þangað til að standa úti í brjáluðu roki og ískulda, bara svona kæru vinir ef leið ykkar liggur þangað þá takiði úlpu og góðan hlífðarfatnað, ég tók ekki eftir mótmælendum enda eru þeir víst ínná þeim svæðum sem okkur er meinaður aðgangur og ég ætlaði nú ekki að slá mér í för með þeim og verða handtekin og þurfa kannski að dúsa í fangaklefa á Egilstöðum með ekkert nema enskumælandi mótmælendum. Ég gæti alveg farið útí hvað mér finnst hérna um þetta allt saman en ég ætla mér að vera dipló og bara hafa mínar skoðanir útaf fyrir mig en er tilbúin í að ræða við hvern og einn um hvað þeim finnst, mér finnst nebblega bara gaman að heyra allra skoðanir um Kárahnjúka og álverið á Reyðafirði.
Nú Neskaupstaður átti að verða fjörstaðurinn sem við höfum stefnt á lengi en já við skulum bara segja að ég fékk menningasjokk og útskýrði þann stað mjög vel í pistli sem ég skrifaði inná síðu saumaklúbbsin sem er gefin upp hér til hliðar .. Endilega kíkið.
Annars ætlum við dúllur bara að dúllast hérna heima það sem eftir er af sumarfríinu, ég ætla að mála og gera eitthvað fallegt hérna hjá okkur. Já þannig að hafiði það gott þangað til næst ;o)
Heyrumst
Kárahnjúkar voru þarna enn og við keyrðum langan brattan veg þangað til að standa úti í brjáluðu roki og ískulda, bara svona kæru vinir ef leið ykkar liggur þangað þá takiði úlpu og góðan hlífðarfatnað, ég tók ekki eftir mótmælendum enda eru þeir víst ínná þeim svæðum sem okkur er meinaður aðgangur og ég ætlaði nú ekki að slá mér í för með þeim og verða handtekin og þurfa kannski að dúsa í fangaklefa á Egilstöðum með ekkert nema enskumælandi mótmælendum. Ég gæti alveg farið útí hvað mér finnst hérna um þetta allt saman en ég ætla mér að vera dipló og bara hafa mínar skoðanir útaf fyrir mig en er tilbúin í að ræða við hvern og einn um hvað þeim finnst, mér finnst nebblega bara gaman að heyra allra skoðanir um Kárahnjúka og álverið á Reyðafirði.
Nú Neskaupstaður átti að verða fjörstaðurinn sem við höfum stefnt á lengi en já við skulum bara segja að ég fékk menningasjokk og útskýrði þann stað mjög vel í pistli sem ég skrifaði inná síðu saumaklúbbsin sem er gefin upp hér til hliðar .. Endilega kíkið.
Annars ætlum við dúllur bara að dúllast hérna heima það sem eftir er af sumarfríinu, ég ætla að mála og gera eitthvað fallegt hérna hjá okkur. Já þannig að hafiði það gott þangað til næst ;o)
Heyrumst
5 Comments:
Æ þúrt nú alger dúlla....voða dipló dúlla ;O)
Hvernig væri nú mála í svona gleðilitum, þannig er það á Króknum allt svona appelsínugult og fallegt:)
Er einmitt búin að mála allt appelsínugult hehehe bara svo þú komir oftar til mín ljúfan ....
Ég verð að fara að kíkja á þig gæskan, kem við fyrsta tækifæri:)
og þegar maður er í fríi þá er maður duglegur að blogga:)
Post a Comment
<< Home