Saturday, August 19, 2006

Menninganótt á morgun....

Og ég vildi óska þess að ég væri að fara að hlaupa 10 km í maraþoni. En enn eitt árið var ég ekki búin að koma mér í form fyrir þetta blessaða maraþon. Nú segi ég og skrifa á næsta ári skal ég hlaupa þessa blessuðu 10 km og það eru allir velkomnir að taka á móti mér við endalínuna þegar ég fæ gullpening og fagnaðarlæti sem ætla aðdrei að stoppa..... Hlakka til eftir ár ,o)

Nú fer þessu blessaða fína góða sumarfríi mínu að ljúka, get ekki sagt að ég bíði spennt eftir að fara í vinnuna, en ætli maður taki ekki því sem kemur og drattist með rassin minn í blessaða vinnuna og kjósi mér að vera í góðu skapi alla daga. Og svo styttist í að tveggja ára planið byrji, er nú búin að vera að plana og Borghildur ætlar að byrja á að taka mig vel í gegn allan september og koma mér í stað það sem á að vera heilsuár hjá mér og líka hjá dóttur minni sem finnst ekki vont og leiðinlegt að borða góóóóóóðan mat.... já hún er sælgætisgrís. Hún er kannski ekki lík mér í útliti en blessunin hefur allt annað frá mér, og já við erum með alveg nákvæmlega eins tásur hehe

Ég hef frá ósköp litlu að segja þessa dagana, tók mig aðeins til hérna heima og er búin að gera fínt, keypti mér ný húsgögn á ekta góðu Hagkaups tilboði, eða sko ég keypti eiginlega borð og fékk skáp í kaupbæti.. bara geggjað og já fólk þarf að koma í heimsókn til að sjá ég er ekki með mynd á mér og ætla ekki að halda boð til þess að fólk komi híhí

Anyway´s ætla að rúlla uppí rúm til að vera hress og kát á morgun og fara á Nasa að horfa á hann Stebba minn ;o)
Heyrumst

2 Comments:

Blogger Begga said...

Ég er strax byrjuð að æfa fagnið fyrir næsta ár ég beið við línuna í þetta skiptið en þú komst aldrei og eins gott að þú klikkir ekki þá, góða skemmtun í kvöld snúllan mín:)

19 August, 2006 17:41  
Anonymous Anonymous said...

Ég kem með á næsta ári, ekki spurning.
Bíð spennt eftir næsta bloggi frá þér.

25 August, 2006 20:46  

Post a Comment

<< Home